Að lenda á svörtum kínverskum lista
Að lenda á svörtum kínverskum lista
Ballið byrjað. Íslendingur lendir á svörtum lista hjá kínverskum stjórnvöldum fyrir gagnrýni á stjórnvöld.
Tengist víst aðgerðum gegn meðferð kínverja á úígúr múslimum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... ugur_thor/
Önnur stór ríki hafa svo sem gert þetta í gegn um tíðina. Bandaríkin neitað mönnum um vegabréfsáritun ef þeir voru þekktir kommar.
Kínversk stjórvöld hafa á undanförnum árum aukið mjög aðgerðir gegn öllum sem gagnrýna þau.
Laowhy86 og fleiri youtube-arar lent illa í því.
Spurning hvað felst í þessum svarta lista. Bara neitun á vegabréfsáritun eða eitthvað alvarlegra.
Tengist víst aðgerðum gegn meðferð kínverja á úígúr múslimum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... ugur_thor/
Önnur stór ríki hafa svo sem gert þetta í gegn um tíðina. Bandaríkin neitað mönnum um vegabréfsáritun ef þeir voru þekktir kommar.
Kínversk stjórvöld hafa á undanförnum árum aukið mjög aðgerðir gegn öllum sem gagnrýna þau.
Laowhy86 og fleiri youtube-arar lent illa í því.
Spurning hvað felst í þessum svarta lista. Bara neitun á vegabréfsáritun eða eitthvað alvarlegra.
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Það hefur ekki verið neitt vesen að gagnrýna BNA, ef það væri glæpur þá væri líklega hálf blaðamannastéttin á svörtum lista í BNA. En kínverjar eru alveg gríðarlega hörundssárir, það er magnað að sjá ofstækisviðbrögð þeirra við minnstu móðgunum, jafnvel gagnvart smáköllum á Íslandi sem skrifa grein í sjávarútvegsblað sem kannski 10 þús manns nenna að lesa á lítilli fámennri eyju.
Mér finnst þetta segja ansi mikið um viðhorf of "state of mind" kínverskra ráðamanna, þeir eru gríðarlega paranoid. En ég held að þeir séu bara að grafa sína eigin gröf.
Mér finnst þetta segja ansi mikið um viðhorf of "state of mind" kínverskra ráðamanna, þeir eru gríðarlega paranoid. En ég held að þeir séu bara að grafa sína eigin gröf.
*-*
-
- spjallið.is
- Póstar: 496
- Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Uncle Xi has taken a screenshot.
Antec P280 kassi | Z370 AORUS Gaming 3 móðurborð | i5-8600K örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition skjákort | 1 TB HDD | 120 GB SSD | 240 GB SSD | 24GB RAM | Cooler Master V750 aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sennheiser GSP 370 heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz skjár | Asus XT8 router | DJI Mavic Air 2 dróni
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Mér þinnst þetta komment hjá honum alveg gersamlega stórkostlegt.
Spurning hvort að hann hafi farið á listann fyrir að tala um mannréttindabrot eða röfla yfir gamla húsinu þeirraþessi mikli snillingur skrifaði:„Ég er þarna eini Íslendingurinn, eini Íslendingurinn sem Kínverjum finnst þess virði að hrækja á. Ég er auðvitað stoltur af því,“ segir Jónas í samtali við mbl.is.
Last edited by urban on Fim 15. Apr 2021 23:33, edited 1 time in total.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Alræðisstjórnvöld eins og þau sem eru í Kína þola enga gagnrýni og ímynd skiptir þau meira máli en staðreyndir. Það er spurning hvernig fer fyrir fríverslunarsamningi Íslands og Kína þegar fram líður.
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Ef kínverskum stjórnvöldum er svona í mun að einangra sig á alþjóðavettvangi, þá verði þeim að góðu.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Þetta er mjög dæmigert fyrir það hvernig Kína bregst við allri gagnrýni, ábendingum og mótmælum varðandi mannréttindabrot og þjóðernishreinsanir sem Kína stendur í núna. Næst á dagskrá hjá Kína er að nota efnahagslegar þvinganir gegn Íslandi með einhverjum hætti. Það er mjög líklegt að fríverslunarsamningur Íslands og Kína sé búinn að vera.
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af málum Kína (Rúv.is)
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af málum Kína (Rúv.is)
-
- FanBoy
- Póstar: 773
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
kínverjar vita ekki hvað mannréttindi eru.
hef fylgst með serpentza og lawoy86 ásamt advchina síðan ca 2016, flott video hjá þeim.
já og svo advpodcast fara ýtarlega yfir stöðuna í kína í þeim podkostum.
töff að vera nr1 íslendingurinn á svörtum lista hjá kínverjum, kannski maður nái að verða nr2
hef fylgst með serpentza og lawoy86 ásamt advchina síðan ca 2016, flott video hjá þeim.
já og svo advpodcast fara ýtarlega yfir stöðuna í kína í þeim podkostum.
töff að vera nr1 íslendingurinn á svörtum lista hjá kínverjum, kannski maður nái að verða nr2
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Ef að kínverjar þyrftu að hafa áhyggjur af því, þá væri það löngu búið að gerast.mikkimás skrifaði:Ef kínverskum stjórnvöldum er svona í mun að einangra sig á alþjóðavettvangi, þá verði þeim að góðu.
Kína á alltof mikið af dollurum og skuldum bandaríkjanna til þess að það þori einhver að abbast uppá þá að einhverju ráði.
Síðan er heimurinn (og sérstaklega var) alltof háður kínversku vinnuafli og framleiðislu til þess að fara upp á móti þeim.
Reyndar er vinnuaflið að verða fulldýrt þar og því framleiðsla að fara annað að hluta til, en það er til landa sem að kína hefur verið að byggja upp óhemju mikið af innviðum í, innviði sem að kínverjar einfaldlega eiga.
Það er búnar að vera "milljón" ástæður fyrir því undanfarna ca 2-3 áratugi að einangra kínverja, þeir halda bara áfram að stækka og gera sitt.
Þeir aftur á móti geta auðveldlega lokað á öll viðskipti við fullt af löndum ef að þeir vildu, yrðu ekki varir við það að loka á viðskipti við okkur t.d.
Last edited by urban on Fös 16. Apr 2021 23:47, edited 1 time in total.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Nokkrir punktar um þetta:urban skrifaði:Ef að kínverjar þyrftu að hafa áhyggjur af því, þá væri það löngu búið að gerast.mikkimás skrifaði:Ef kínverskum stjórnvöldum er svona í mun að einangra sig á alþjóðavettvangi, þá verði þeim að góðu.
Kína á alltof mikið af dollurum og skuldum bandaríkjanna til þess að það þori einhver að abbast uppá þá að einhverju ráði.
Síðan er heimurinn (og sérstaklega var) alltof háður kínversku vinnuafli og framleiðislu til þess að fara upp á móti þeim.
Reyndar er vinnuaflið að verða fulldýrt þar og því framleiðsla að fara annað að hluta til, en það er til landa sem að kína hefur verið að byggja upp óhemju mikið af innviðum í, innviði sem að kínverjar einfaldlega eiga.
Það er búnar að vera "milljón" ástæður fyrir því undanfarna ca 2-3 áratugi að einangra kínverja, þeir halda bara áfram að stækka og gera sitt.
Þeir aftur á móti geta auðveldlega lokað á öll viðskipti við fullt af löndum ef að þeir vildu, yrðu ekki varir við það að loka á viðskipti við okkur t.d.
1. Kínverjar eiga aðeins brot af skuldum BNA. Jafnvel þó þeir myndu selja allt á morgun þá myndi dollara-kerfið "gleypa það" og á endanum væru kínverjar verr staddir með enga dollara! Heimshagkerfið er dollara-hagkerfi, 97% af öllu heimshagkerfinu er í dollurum... þá meina ég viðskipti milli land ásamt öllum færslum milli landa og seðlabanka. BNA og Kína eiga í viðskiptum með dollurum, BNA og Evrópa eiga í viðskiptum með dollurum, jafnvel Evrópa og Kína eiga í viðskiptum með dollurum. Indverjar kaupa vörur frá Kína með því að borga með dollurum. Allt heimshagkerfið keyrir á dollurum.
2. Vörur sem Kína framleiðir er ekki hægt að stýra hvar þær lenda. Vörur fara bara um heimshagkerfið og lenda á þeim stað þar sem kaupandi er. Kína ræður engu um endastöð slíks varnings. Við kaupum helst vörur af Bretlandi, BNA og Evrópulöndum, ekki beint af Kína. Þannig að Kína þyrfti að hætta að senda vörur til meginþorra hagkerfis heimsins bara til að hætta að senda vörur til Íslands.
3. Kína er fátækt land og það eru mikil innbyrðis átök þar þó það bóli ekkert á því í fjölmiðlum enda allt þaggað niður í hel. Kína er einsog risastórt N-Kórea í raun, og það er mikið í gangi "behind the scenes" meðal elítunnar. Það er gríðarlega erfitt að stýra svona stóru landi með svona gígantískt mikinn mannfjölda þar sem misskipting er alveg svakalega. Það eru engir frjálsir fjölmiðlar í Kína, bara ríkismiðlar sem propaganda hvað allt er dásamlegt. Í raun veit maður aldrei hvort þessi púðurtunna springi, þetta er einsog með Yellowstone eldfjallið, komið á tíma, en veit aldrei hvort springur og engin merki um það.
Svo er alltaf hægt að setja spurningamerki við allar þessar hagtölur frá þeim.
Last edited by appel on Lau 17. Apr 2021 00:23, edited 1 time in total.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Ég held að ég hafi ekki komið þessum punkt nægilega vel frá mér, vissulega eiga þeir engan ráðandi hlut í skuldum BNA, ef að ég man rétt þá er það eitthvað um 5% og síðan gríðarlegt magn af dollurum.appel skrifaði:1. Kínverjar eiga aðeins brot af skuldum BNA. Jafnvel þó þeir myndu selja allt á morgun þá myndi dollara-kerfið "gleypa það" og á endanum væru kínverjar verr staddir með enga dollara! Heimshagkerfið er dollara-hagkerfi, 97% af öllu heimshagkerfinu er í dollurum... þá meina ég viðskipti milli land ásamt öllum færslum milli landa og seðlabanka. BNA og Kína eiga í viðskiptum með dollurum, BNA og Evrópa eiga í viðskiptum með dollurum, jafnvel Evrópa og Kína eiga í viðskiptum með dollurum. Indverjar kaupa vörur frá Kína með því að borga með dollurum. Allt heimshagkerfið keyrir á dollurum.
Heimshagkerfið hefur nefnilega akkúrat ekki efni á því að kínverjar myndu innleysa til sín skuldir bandaríkjanna og dæla dollurunum sínum út, vissulega yrðu þetta aldrei dauðadómur, en heimshagkerfið hefur ekki efni á því, þeir gætu sett BNA aftur um einhver ár, ekkert sem að þeir ná sér ekki útúr en þetta er ekkert sem að þeir myndu vilja.
vissulega væru kína sjálfir á hræðilegum stað eftir það, en heimurinn væri bara líka á vondum stað eftir það, þar að auki gætu þeir lokað á svo gríðarlegt magn af framleiðslu sem að heimurinn þarf.
Enda einsog ég sagði, það eru milljón ástæður fyrir því að stöðva kínverja, það er rosalega góð ástæða fyrir því að það hefur ekki verið gert, það er rosalega góð ástæða fyrir því að þeir hafa fengið að gera basically það sem að þeim dettur til hugar, vegna þess að að annars vegar fallinu sem að þeir gætu sett á hagkerfið og síðan vegna vinnuafls/framleiðslu, þetta eru samliggjandi þættir.
Þarna var ég ekki endilega að tala um það sem að við kaupum, enda gætum við alltaf keypt annar staðar frá, þarna er ég að tala um það sem að við seljum þeim, við seljum þeim nefnilega töluvert, þeim myndi ekkert muna að sleppa því að kaupa, en okkur gæti munað að hafa ekki kaupendur.appel skrifaði:2. Vörur sem Kína framleiðir er ekki hægt að stýra hvar þær lenda. Vörur fara bara um heimshagkerfið og lenda á þeim stað þar sem kaupandi er. Kína ræður engu um endastöð slíks varnings. Við kaupum helst vörur af Bretlandi, BNA og Evrópulöndum, ekki beint af Kína. Þannig að Kína þyrfti að hætta að senda vörur til meginþorra hagkerfis heimsins bara til að hætta að senda vörur til Íslands.
Þeir voru t.d. 7 stærstu kaupendur sjávarfangs árið 2017 eða 2018, öll grásleppa t.d. hellingur af hrognum fara þangað, makríll og loðna.
Þetta er eitthvað sem að íslensku þjóðinni munar um að geta selt, en þeir geta hæglega keypt annar staðar (einsog við getum alveg sleppt því að versla við ali frænda og verlsað við aðrar netverslanir)
Nema við gætum þá ennþá keypt vörur framleiddar í kína, þeir myndu bara ekki kaupa íslenskar vörur, þrátt fyrir að það væru erlendis seljendur.
Vissuelga fátækt land, en hefur stækkar gríðarlega, það var svo gott að segja engin "middle class" þarna fyrir ca 35 árum(5-10%), núna er middle class þar alveg lágmark mannfjöldinn í USA, líklegast nær því að vera tvöfaldur.appel skrifaði:3. Kína er fátækt land og það eru mikil innbyrðis átök þar þó það bóli ekkert á því í fjölmiðlum enda allt þaggað niður í hel. Kína er einsog risastórt N-Kórea í raun, og það er mikið í gangi "behind the scenes" meðal elítunnar. Það er gríðarlega erfitt að stýra svona stóru landi með svona gígantískt mikinn mannfjölda þar sem misskipting er alveg svakalega. Það eru engir frjálsir fjölmiðlar í Kína, bara ríkismiðlar sem propaganda hvað allt er dásamlegt. Í raun veit maður aldrei hvort þessi púðurtunna springi, þetta er einsog með Yellowstone eldfjallið, komið á tíma, en veit aldrei hvort springur og engin merki um það.
Svo er alltaf hægt að setja spurningamerki við allar þessar hagtölur frá þeim.
að bera kína saman við N-Kóeru er bara rangt, þetta er vissulega langt frá því að vera ríkt land, en þetta er langt frá því að vera á svipuðum slóðum og NK.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Mjög áhugavert að þau kalli ritskoðun á skrifum fólks í öðrum heimsálfum “innanríkismál”.jonfr1900 skrifaði:Þetta er mjög dæmigert fyrir það hvernig Kína bregst við allri gagnrýni, ábendingum og mótmælum varðandi mannréttindabrot og þjóðernishreinsanir sem Kína stendur í núna. Næst á dagskrá hjá Kína er að nota efnahagslegar þvinganir gegn Íslandi með einhverjum hætti. Það er mjög líklegt að fríverslunarsamningur Íslands og Kína sé búinn að vera.
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af málum Kína (Rúv.is)
Last edited by Sallarólegur on Lau 17. Apr 2021 13:32, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Nostradamus kallaði kínverja „gulu hættuna“, held það sé fyllileg ástæða til þess að gefa yfirgangi þeirra og kúgunartilburðum gaum.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
Eru Kínverjar bara ekki að deyja úr hræðslu við að þjóðir heimsins fari að veðja á Indverja?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lenda á svörtum kínverskum lista
hluti ástæðunnar fyrir því að þeir hafa verið að styrkja innviði í hinum og þessum löndum nálægt sér er talin vera sú ástæða að þeir eru hræddir um að vera að verðleggja sig útaf markaðinum.rapport skrifaði:Eru Kínverjar bara ekki að deyja úr hræðslu við að þjóðir heimsins fari að veðja á Indverja?
En maður myndi þá halda að þeir færu að spila með restinni af heiminum, ekki vera alltaf á móti.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !