Málið er að tölvan drepst (slekkur á sér eða restartar sér) bara eftir ákveðinn tíma, bíður í nokkrar sek og kveikir svo aftur á sér.
T.d. þegar ég kveikti á tölvunni fór svo strax í Lord of the rings battle for middle earth (Tölvuleik) og eftir u.þ.b 12 min þá drapst tölvan og kveikti svo aftur á sér.
Þetta hefur skeð nokkuð oft núna eftir jól og skeður alltaf oftar og oftar.
Ég fékk harðan disk í jólagjöf og mér dettur helst í hug að eitthvað sé að ofhitna.
Ég er núna með 2stk 200GB WD harða diska báðir SATA, 7200rpm og með 8mb buffer.
Hvað er að
Gigabyte P35-DS4 móðurborð - Intel E6700 Örgjörvi - Geforce 8800GTS 320MB skjákort - 2x1024 MDT vinnsluminni - 500GB Seagate Barracuda harður diskur OG Windows Vista !!
Ég tel mjög miklar líkur á því að aflgjafinn(PSU) þinn ráði ekki við það að skaffa rafmagn í alla þessa hluti. Prófaðu að taka nýja HDinn úr sambandi og athugaðu hvort að þetta lagist ekki. Ef að hún hættir að drepa á sér við það þarftu annaðhvort að fá þér nýjan aflgjafa eða aftengja einhverja hluti
Ég prufaði að aftengja nýja harða diskinnn og fara aftur í Lotr Bfme(Tölvuleikinn) og ég var búinn að spila hann í rúmann klukkutíma og eitt korter þegar ég hætti og fór að skrifa þetta.
Ég er með dragon kassa sem er með upprunalega aflgjafanum sem er 360W sem ég héllt að væri alveg nó.
Gigabyte P35-DS4 móðurborð - Intel E6700 Örgjörvi - Geforce 8800GTS 320MB skjákort - 2x1024 MDT vinnsluminni - 500GB Seagate Barracuda harður diskur OG Windows Vista !!
Ef þú ert að keyra örgjörvaviftuna á 5V eða álíka prófaðu þá að auka spennuna upp í 12V og sjáðu hvort það tölvan virkar betur. Ef það virkar, þá veistu allavega hvar vandinn liggur.
Þú hefur sett hæfilegt magn af kælikremi á milli kælisökkulsins og örgjörvans?
Zalman kælingin á að vera með tveim rafmagns pluggum.. fyrir silent og normal. Normal snýst hraðar, meiri hávaði en kælir betur.
Og ef MBM er að sýna réttan hita fyrir Case Temp þá er alltof mikil hiti inn í tölvunni þinni. Case Temp hjá mér td. um 27-29°C og hitin á harðadisknum mínum nokkuð stöðugur í 32°C.
Miðað við að CPU og skjákortið mitt verða allt að 30°C heitari heldur en hitinn í kassanum í load, þá gæti verið að hitinn hjá þér sé að fara í og yfir 70°C .. sem er orðið svoldið vel heitt.
En tölvan á ekki að drepa á sér þegar ég er ekki að gera neitt annað en vera að skoða netið. Það ætti allavega ekki að nota svo mikið örran að hann hitni mikið.
Gigabyte P35-DS4 móðurborð - Intel E6700 Örgjörvi - Geforce 8800GTS 320MB skjákort - 2x1024 MDT vinnsluminni - 500GB Seagate Barracuda harður diskur OG Windows Vista !!
Eitthvað í tölvunni er sennilega að hitna svo mikið að það slekkur á sér til að eyðileggjast ekki.
Til þess að prófa það geturðu tekið hliðina af kassanum. Það ætti að kæla hana soldið niður, en ef það virkar ekki og hún heldur áfram að slökkva á sér er vandamálið kannski eitthvað annað.
Athugaðu líka hvort að skjákortsviftan þín sé í gangi.
Ég er með eins örgjörva (2.8 ghz Prescott) og hann er 45-52°C í idle sem er frekar heitt og svo er Case Temp nokkuð stöðugt í 29°C (idle)
Ég er með einhverja Arctic Cooling CPU viftu