Þetta er nú undarleg söguskoðun. Þú varst síður en svo sá eini sem vildi meina að gos hefði átt sér stað.jonfr1900 skrifaði:Sem dæmi þá hefur lengi verið litið á sem að lítil eldgos geti ekki átt sér stað. Eitt slíkt gerðist í Júlí 2011 þegar smágos varð í Kötlu og það olli flóði sem tók af brúna við Múlakvísl (frétt frá árinu 2011). Ég held að það sé ennþá verið að þræta fyrir að þarna hafi orðið smágos í Kötlu. Ég skrifaði í greinum á þessum tíma að ég teldi að þarna væri um eldgos að ræða (en enginn var sammála mér með þær hugmyndir). Hérna er grein í pdf um smágosið sem varð í eldstöðinni Hamarinn í Júlí 2011 og varði í 6 til 8 klukkutíma.
Sjáðu bara t.d. þetta svar á vísindavefnum frá 2013. (https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65703#)
Ætli það sé verið að tala um hugsanleg gos vegna þess að bara einn maður var þeirrar skoðunar?Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Olgeir Sigmarsson skrifaði:Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í júní 1955, júlí 1999 og júlí 2011.
Ekki alveg.