Nýjustu staðlar af 5G útgáfa 16 (sjá hérna) munu ráða við 10Gbps 5G og mun einnig auka orkusparnað í farsímum með nýjum orkustöðlum. Þessi hraði veltur á því farsímakerfi sem er notað og ég er ekki viss um að þetta verði stutt á Íslandi þar sem þetta mun væntanlega krefjast notkunar á 26Ghz tíðnisviðinu. Það eru ekki komnir neinir samskipta örgjörvar sem ráða við 5G útgáfu 17 sem er ennþá í þróun og 5G útgáfa 18 er einnig á leiðinni og er í þróun núna. Sýnist einnig á þróunni að það eigi í framtíðinni að opna fyrir tíðnisviðið 52,6Ghz til 71Ghz fyrir 5G þjónustu.
Hérna eru nánari upplýsingar um Snapdragon X65 sem mun ráða við þennan hraða.
Snapdragon X65: Qualcomm says its next-gen 5G modem handles up to 10Gbps downloads, knows if you're holding it wrong
10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Þannig að gagnamagnið klárast á hvað mörgum mínútum?
Annars, orkuveitan áformar rauntímamælingu á rafnotkunn og breytileg verð. Veistu hvernig þeir munu tengjast mælunum?
Annars, orkuveitan áformar rauntímamælingu á rafnotkunn og breytileg verð. Veistu hvernig þeir munu tengjast mælunum?
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Orkuveitan mun væntanlega nota 5G IoT staðla sem bæði Síminn og Vodafone bjóða upp á. Ég veit ekki hvort að Nova er með svoleiðis þjónustu. Það er hægt að senda gögn með 5G IoT frá 1Mbps upp í 10Mbps en ekki mikið meira en það.
Það sem Síminn býður upp á, Síminn IoT hlutanet.
Ég hef ekki fundið þessa síðu hjá Vodafone.
Það sem Síminn býður upp á, Síminn IoT hlutanet.
Ég hef ekki fundið þessa síðu hjá Vodafone.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Til að bæta við þetta. Þá sá ég í dag að Evrópa er farin að undirbúa notkun á bandi 257 (26,50 - 29,50Ghz) og með bandvídd uppá 400Mhz á hverja rás. Í 5G þá komast fyrir rúmlega 250Mbps á hver 20Mhz. Þannig að 400Mhz rás ætti að geta boðið upp á 100Gbps (100.000Mbps) í hraða. Í Þýskalandi og Danmörku verða 3250Mhz í boði á þessu tíðnisviði. Gallinn er auðvitað sá að þetta tíðnisvið drífur mjög stutt og veður truflar það mjög auðveldlega.
Tíðskipulagið í Þýskalandi.
Tíðskipulagið í Þýskalandi.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Vodafone eru lang stærstir í þessu á Íslandi. Í samstarfi við Vodafone Group eru þeir bæði með Controlant og svo Veitur í viðskiptum.jonfr1900 skrifaði:Orkuveitan mun væntanlega nota 5G IoT staðla sem bæði Síminn og Vodafone bjóða upp á. Ég veit ekki hvort að Nova er með svoleiðis þjónustu. Það er hægt að senda gögn með 5G IoT frá 1Mbps upp í 10Mbps en ekki mikið meira en það.
Það sem Síminn býður upp á, Síminn IoT hlutanet.
Ég hef ekki fundið þessa síðu hjá Vodafone.
https://vodafone.is/fyrirtaeki/lausnir/ ... tanet-iot/
https://vodafone.is/frettir/frettir/202 ... tataekni-/
https://www.veitur.is/frett/veitur-snja ... vatnsveitu
https://www.vodafone.com/business/iot
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Mig minnir að 1Gbps speedtest taki ~500MB af gagnamagni (það tekur meira gagnamagn að mæla meiri hraða) þannig að ég geri ráð fyrir að þú myndir klára t.d. 50GB pakka ansi hratt ef þú myndir gera mikið af speedtestum til að monta þig af 10Gbps símatengingunni þinni.Hizzman skrifaði:Þannig að gagnamagnið klárast á hvað mörgum mínútum?
Annars, orkuveitan áformar rauntímamælingu á rafnotkunn og breytileg verð. Veistu hvernig þeir munu tengjast mælunum?
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Það á að sjálfsögðu bara að hætta með þetta gagnamagns rugl, maður hefur ekki verið takmarkaður með gagnamagni á ljósleiðaranum lengi og vonandi verður hætt með þetta í símanum líka á endanum, sérstaklega þegar svona stórar tengingar verða í boði í símum
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 345
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Staðsetning: Reykjavik
- Staða: Ótengdur
Re: 10Gbps 5G verður fljótlega í farsímum
Þú ert aldrei af fara að fá einhverja 10Gbps nema þú standir við hliðina á sendinum.
ps5 ¦ zephyrus G14