Nýtt System 64-bita SLI Pci-Express

Svara

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Nýtt System 64-bita SLI Pci-Express

Póstur af Ragnar »

Jæja enn einn þráðurinn :oops: . Ég versla frá Kanda því kandadollarinn er i 50kr sem er hlægilegt. Allavega þetta er það sem ég ætla að fá mér.

Móðurborð : http://www.newegg.com/app/viewProductDe ... 517&depa=1 Asus Av8-Deluxe Socket 939 S.L.I.

Örgjörfi : http://www.newegg.com/app/ViewProductDe ... 494&depa=1 AMD 3500+ Winchester 90nm/mn.

Örgjafakæling : http://www.newegg.com/app/viewproductde ... 115&DEPA=0 Zalman copper CNPS7700-CU.

Skjákort : http://www.newegg.com/app/ViewProductDe ... 147&depa=1 Msi NX6600gt 128mb Pci-Express 2 stykki.

Vinnsluminni : http://www.newegg.com/app/ViewProductDe ... 435&depa=1 Corsair XMS DDR400.

Tölvukassi : http://www.newegg.com/app/viewproductde ... 031&DEPA=1 Coolermaster Wavemaster. Blár og silfraður 100% ál ekkert plast.

Aflgjafi : http://www.frozencpu.com/psu-116.html OCZ Powerstream 600w.

Harðir diskar : http://www.newegg.com/app/ViewProductDe ... 124&depa=1 Fyrir Windows og alskonar forrit og http://www.newegg.com/app/ViewProductDe ... 140&depa=1 Fyrir leiki og Mp4.

Þetta er bara til að sýna ykkur hvað ég ætla að fá mér.

Jæja heildarkostnaður er reiknaður án fluttningsgjalds og í Kanadadollurun.

108.000kr.

Jæja hvað finnst ykkur?. Er eitthvað vit i þessu. Hvað þarf að bæta/breyta. Comment pleace.

Ps. Svo kannski yfirklukka ég einhverntíman hver veit.

Takk fyrir mig.

Kv. Ragnar Jóhannesson

everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Staða: Ótengdur

Póstur af everdark »

SLI er ekki komið er það? Taka frekar 1 gott skjákort imo

Btw, það er 24.5% virðisauki á íslandi þannig að þegar þú reiknar þetta út þarftu að reikna verð í krónum + sendingarkostnaður + tollgjöld og svo leggst vsk ofan á það allt.

Skvt. Shopusa.is er þetta ca 165þ. komið til landsins :P

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

everdark skrifaði:SLI er ekki komið er það? Taka frekar 1 gott skjákort imo

Btw, það er 24.5% virðisauki á íslandi þannig að þegar þú reiknar þetta út þarftu að reikna verð í krónum + sendingarkostnaður + tollgjöld og svo leggst vsk ofan á það allt.

Skvt. Shopusa.is er þetta ca 165þ. komið til landsins :P
Jú mér sýnist á öllu að SLI er komið á markað

Og já ég þarf ekki að borga sendinga kostað foreldrar mínir fara til Kanada í janúar og koma með draslið aftur til landsins. svo er það bara spurningin hvort þau sleppa i gegnum tollinn með þetta :lol:
Last edited by Ragnar on Mán 03. Jan 2005 02:48, edited 1 time in total.

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

Ertu ekki að djóka?

Þú veist að CAD og USD er ekki það sama

CAD er í 50kr en USD er í 61kr

newegg hefur öll verð í USD

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

Cascade skrifaði:Ertu ekki að djóka?

Þú veist að CAD og USD er ekki það sama

CAD er í 50kr en USD er í 61kr

newegg hefur öll verð í USD
Jú ég veit það að newegg er usd. ég bara með þetta til að sýna ykkur hvað ég ætla að fá mér. Og jú ég játa það að ég er ekki alveg búinn að reikna heildar kostnað en þetta verður verslað i Kanada eins og kemur framm i fyrri póstum á þessum þræði
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

maaaan mér langar í winchester 90nm amd64 3500 :cry:

Höfundur
hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Það eru komin SLi borð á klakan meira að segja, Asus SLi borð í tæknibæ kostar 29.900 kr

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ertu viss um að þessi harði diskur sé hraðvirkari en 36GB WD Raptor?
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Hmm, vantar þig ekki SCSI stýrispjald?

En ég skil ekki alveg hvernig kanadadollarinn kemur inní þetta hjá þér. Þú fengir ekkert betra prís hjá NewEgg þótt að evran væri lág. Sömuleiðis færðu ekkert ódýrari hluti hjá NewEgg þótt að CAD sé lágur.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Þætti nú gaman að sjá foreldra þína dröslast með þetta á flugvellinum :twisted:

Höfundur
hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Held að þú vitir ekki nógu vel hvað þú ert að kaupa þar sem þú SCSI disk á þennan lista.
Held að engin hafi neytt við svoleiðis disk að gera.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

hahallur skrifaði:Held að þú vitir ekki nógu vel hvað þú ert að kaupa þar sem þú SCSI disk á þennan lista.
Held að engin hafi neytt við svoleiðis disk að gera.
Ég held að þú getir alveg sleppt því að gagnrýna aðra svona þar sem að þú sjálfur virðist ekki vita alveg um hvað þú ert að tala.

SCSI diskar hafa verið áreiðanlegustu diskarnir í langan tíma og hafa líka verið hraðvirkastir þangað til þegar WD Raptor kom út. Enn eru til hraðvirkari SCSI diskar sem ná alveg 15000rpm en þeir eru dýrari en þeir sem eru 10000rpm.

En til þess að hafa SCSI disk þarf líka að kaupa stýrispjald og spurning hvort það sé þess virði frekar en að fá sér 10.000rpm WD Raptor sem er sennilega mjög svipað hraðvirkur en er SATA.

Höfundur
hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Já, til hvers að hafa rándýran server disk í heimilistölvu.
En annars get ég haft rangt fyrir mér.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Það eru margir sem kaupa hraðvirka harða diska undir \Windows og \Program Files til að gera tölvuna hraðvirkara í almennri vinnslu. Svo eru SCSI diskar líka miklu áreiðanlegri en venjulegir harðir diskar.

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

Ok ég hef ekki hugmynd hvað þetta scsi er ég setti þetta á listan því ég hélt að raptor væri eitthvað vit í því annars er ég ekki viss.

Enda stendur lika i fyrsta pósti hvað þarf að laga eða skipta út og jú það er rétt hjá Mezzup að heildar reiknuingur verður eitthvað furðulegur :?

Kannski þarf ég að endurhugsa þetta aðeins :-k
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Ragnar skrifaði:Ok ég hef ekki hugmynd hvað þetta scsi er ég setti þetta á listan því ég hélt að raptor væri eitthvað vit í því annars er ég ekki viss.

Enda stendur lika i fyrsta pósti hvað þarf að laga eða skipta út og jú það er rétt hjá Mezzup að heildar reiknuingur verður eitthvað furðulegur :?

Kannski þarf ég að endurhugsa þetta aðeins :-k
Jamm, myndi bíða með að setja saman tölvu sjálfur þangað til að þú kannt það :-/

Svo held ég að þú hafir ekki kveikt á því að bandarískur dollari og kanadískur dollari er sitthvor gjaldmiðillinn.

Þannig þú skalt endilega enduhugsa þetta aðeins :)

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Hann er örugglega að fá þetta á góðu verði fyrst að foreldrar hans kaupa þetta fyrir hann útí kanada, hvað þá ef þeir sleppa við tollinn.

Skiptu út SCSI disknum fyrir WD Raptor 10K rpm SATA disk.

Þú þarft alveg örugglega ekki 600W aflgjafa, svo að þú mátt alveg hugsa hvort þú viljir skipta honum út fyrir annan aðeins minna öflugan og ódýrari.

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

MezzUp skrifaði:
Ragnar skrifaði:Ok ég hef ekki hugmynd hvað þetta scsi er ég setti þetta á listan því ég hélt að raptor væri eitthvað vit í því annars er ég ekki viss.

Enda stendur lika i fyrsta pósti hvað þarf að laga eða skipta út og jú það er rétt hjá Mezzup að heildar reiknuingur verður eitthvað furðulegur :?

Kannski þarf ég að endurhugsa þetta aðeins :-k
Jamm, myndi bíða með að setja saman tölvu sjálfur þangað til að þú kannt það :-/

Svo held ég að þú hafir ekki kveikt á því að bandarískur dollari og kanadískur dollari er sitthvor gjaldmiðillinn.

Þannig þú skalt endilega enduhugsa þetta aðeins :)
Nei gúð minn góður ég set þett ekki saman sjálfur hef ekki glóru hvernig það er gert. Og jú ég veit að Usd og kanda er ekki það sama

Sko til að hafa á hreynu upp á hvað þessi þráður gengur upp á þá er það svona

Þessi listi fyrir ofan er bara til sýningar = sýna ykkur hvað ég ætla að fá mér. Þetta verður verslað i kanda veit ekki hvar, foreldrar mínir redda því.

Svo er það bara að vona að sleppa i gegnum tollinn
:twisted:

Er þetta þá komið á hreynt ?.

Og jú það er líklega rétt hjá ykkur að 600w er kannski of mikið 550w duga eða jafnvel 500w en svona SLI system drekkur þetta ekki i sig Rafmagn sérstklega ef það er yfirklukkað ?. Og já eitt enn þið megið finna fyrir góða Segate raptor diska :).

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Western Digital eru þeir einu sem gera 10.000rpm SATA diska og þeir eru mjög góðir.

Fimm ára ábyrgð eins og hjá Seagate.

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

kristjanm skrifaði:Western Digital eru þeir einu sem gera 10.000rpm SATA diska og þeir eru mjög góðir.

Fimm ára ábyrgð eins og hjá Seagate.
Ekkert segate ég er mjög sérvitur. Ég hef átt WD diska það var sýfellt vandamál alltaf að koma windows villur og fleira gotterí. Er Segate ekki með neina Raptor Sata eða hvað sem það þarf að vera ?. :)

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ég hef bara átt Western Digital diska og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum.

Nú er ég með einn 80GB Western Digital geymsludisk og svo 2x 36GB Western Digital Raptor diska. Ég gæti ekki verið sáttari.

Ef þú hefur lent í vandræðum með Western Digital hefur það bara verið óheppni, það eru líka diskar frá Seagate sem eru gallaðir og lélegir.

Og eins og ég sagði áðan, þá eru Western Digital þeir einu sem framleiða 10.000rpm SATA diska.

Þú getur fengið þér annað hvort þennan Seagate SCSI disk eða þá bara vejnulegan SATA disk frá Seagate, en hann verður hægvirkari samt.

Höfundur
Ragnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Ragnar »

ok ég skal hugleyða þetta takk fyrir upplýsingarnar
Svara