stjórnvöld að skíta á sig...

Allt utan efnis
Svara

Stjórnvöld til háborinnar skammar?

Poll ended at Fim 30. Des 2004 11:11

10
36%
Nei
14
50%
Alveg sama...
4
14%
 
Total votes: 28


Höfundur
emblapunky
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 11:06
Staða: Ótengdur

stjórnvöld að skíta á sig...

Póstur af emblapunky »

hvernig finnst ykkur sú staðreynd að stjórnvöld hafa látið 5 millur renna af hendi í hjálparstarfið út af flóðbylgjunni... jafn mikið (lítið?) og pokasjóður... til háborinnar skammar fyrir þjóðina!!!
punky
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

5 milljónum sem hefði betur verið varið í okkar eigið heilbrigðiskerfi......? :)

Annars hefur það sýnt sig að svona pólitísk umræða á oftast ekki heima hérna, getur verið betra að fara með þetta á http://www.hugi.is
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Þetta er allavega hlutfallslega miklu meira en Bandaríkin gefa ...

En sú hugsun er algerlega út í hött að það eigi frekar að eyða peningum í okkar eigið heilbrigðiskerfi frekar en að styðja fórnarlömb hamfara. Gleymum því ekki að sá tími kann að koma að við þurfum á sambærilegri hjálp eða fyrirgreiðslu að halda og þá er vont að hafa verið nískur þegar öðrum vantaði hjálp áður fyrr.

Við Íslendingar fengum t.d. talsverða hjálp frá öðrum ríkjum þegar gosið varð í Heimaey fyrir ekki svo löngu síðan.

einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Staðsetning: 109 rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af einarsig »

skárra að eyða 5 millum í þetta heldur en í einhverja listamenn ;)
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Nei það verður að einkavæða heilbrigðiskerfið, henda öllum öryrkjum á götuna, læsa geðveika í fangelsi, lækka skatta á hátekju fólk og hækka skatta á lágtekju fólk þar sem það er samgjarnt þar sem fátæka fólkið finnur ekki eins mikið fyrir peninga missinum...

Hawley
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Fös 21. Maí 2004 22:14
Staða: Ótengdur

Re: stjórnvöld að skíta á sig...

Póstur af Hawley »

emblapunky skrifaði:hvernig finnst ykkur sú staðreynd að stjórnvöld hafa látið 5 millur renna af hendi í hjálparstarfið út af flóðbylgjunni... jafn mikið (lítið?) og pokasjóður... til háborinnar skammar fyrir þjóðina!!!


ok, hvað hefði íslenska ríkisstjórnin átt að senda mikið af fé? 50 millur? 500 millur? eða 5000 millur?

hvaðan áttu þessir peningar að koma? ótrúlegt en satt, þá eigum við ekki til mikið frámagn til að eyða í svona lagað. við eigum ekki einusinni nóg fyrir okkur sjálf.
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Póstur af jericho »

Eru 5 milljónir ekki betra en ekki neitt? Ef 5 milljónir eru til háborinnar skammar, hvað eru þá 0 milljónir?

Það er sama hvað ríkisstjórnin gerir (hvort sem hún er mynduð af hægri eða vinstri flokkum), þú finnur alltaf einhvern sem er á móti því sem hún gerir. Fyrir mér eru 5 milljónir fínn peningur, ég hef reyndar ekkert vit á því og hef ekki kynnt mér það. En ég veit að það er meira en ekki neitt.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Það er svo skrítið að við mennirnir röflum bara þegar ríkisstjórnin gerir eitthvað heimskulegt en segjum ekkert þegar þeir gera eitthvað gott.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ég hefði nú viljað sjá meira frá Íslendingum. En þegar maður horfir á þetta útfrá íbúafjölda þá væru Bandaríkjamenn að gefa rétt yfir tvær miljónir á og Bretar tæplega 10 milljónir . (mjög gróft reiknað)

En þessi upphæð á örugglega eftir að hækka. Þetta eru bara fyrstu viðbrögð.

Annars finnst mér þetta vera mjög góður staður til að tala um stjórnmál fyrir okkur sem stunda huga mjög lítið.
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

Strákar, IceCaveman er með þetta á hreinu(eins og ávallt).
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003

Gandalf
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 17:01
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Póstur af Gandalf »

að mæla með huga fyrir stjórnmálalega umræður er eins og að mæla með vaktinni fyrir þá sem hafa áhuga á prjónaskap eða vilja tala um frjálsar íþróttir.
"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

Gandalf skrifaði:að mæla með huga fyrir stjórnmálalega umræður er eins og að mæla með vaktinni fyrir þá sem hafa áhuga á prjónaskap eða vilja tala um frjálsar íþróttir.

Rétt, allar umræður sem fara fram á huga um stjórnmál enda í rifrildi. Þá meina ég MIKLU rifrildi. :cry:
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Birkir skrifaði:
Gandalf skrifaði:að mæla með huga fyrir stjórnmálalega umræður er eins og að mæla með vaktinni fyrir þá sem hafa áhuga á prjónaskap eða vilja tala um frjálsar íþróttir.

Rétt, allar umræður sem fara fram á huga um stjórnmál enda í rifrildi. Þá meina ég MIKLU rifrildi. :cry:

Hef nefnilega líka tekið eftir því hérna, og vildi reyna að forðast rifrildi. (já þið lásuð rétt :D)
Jæja, þetta verður allavega seinasta innleggið mitt :)

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

MezzUp skrifaði:
Birkir skrifaði:
Gandalf skrifaði:að mæla með huga fyrir stjórnmálalega umræður er eins og að mæla með vaktinni fyrir þá sem hafa áhuga á prjónaskap eða vilja tala um frjálsar íþróttir.

Rétt, allar umræður sem fara fram á huga um stjórnmál enda í rifrildi. Þá meina ég MIKLU rifrildi. :cry:

Hef nefnilega líka tekið eftir því hérna, og vildi reyna að forðast rifrildi. (já þið lásuð rétt :D)
Jæja, þetta verður allavega seinasta innleggið mitt :)

Rifrildin hér eru samt mun skárri en þau sem fara fram á huga. Þar kalla menn hvor annan nöfnum og koma ekki með mörg rök fyrir máli sínu. Málefnalegar umræður á huga heyra til undantekninga. :?
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

Banki: 1151
Höfuðbók: 26
Reikningur: 12
Kennitala: 5302692649

Koma svo, gefa til Rauða Krossins! \o/
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Gaf Írland ekki 21 millur, við erum nú að gefa mikið miðað við þá.
Mamma sagði svo að safnast hafa 200 millur frá almúginum.

Höfundur
emblapunky
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 11:06
Staða: Ótengdur

Póstur af emblapunky »

kannski heldur "snemma í rassinn gripið" hjá mér... :oops: nú eru stjórnvöld búin að bæta um betur og senda út hjálparlið... það er heldur betra en það litla sem komið var...
punky
Svara