Ég bjóst við því í fyrra að það myndi koma nýr vefur á 100 ára afmæli Veðurstofunnar. Veit einhver hvort hann sé á leiðinni?falcon1 skrifaði:Hvers vegna uppfærir Veðurstofan ekki jarðskjálftakortin á vedur.is þannig að maður geti fengið nákvæmari upplýsingar um staðsetningar með því að þysja inn á kortið?
Því þessi vefur er ekkert nema ranghalar og afgangar af gömlum síðum hér og þar ( smellið t.d. á óróamælingar og sjáið hvert þið farið).
Ef eitthvað kemur nýtt þá er það í formi sérvefja eins og skjálftalísa ( sem er mjög góð reyndar, þar getur þú þysjað inn og séð skjálfta)
nýju efni er svona "sneikað inn" t.d. einsog veðurviðvaranir lítið íslandskort upp í horni á forsíðu.
Það er fullt af flottum upplýsingum þarna en það er kominn tími á að þetta sé betur sett upp og aðgengi með snjallsíma sé betri.
Þetta er orðið barn síns tíma.