Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Er búinn að sitja lengi á inneignarnótu hjá tölvulistanum og langar endilega að nota hana, hef bara ekki fundið neitt sem mig vantar eða langar í.
En tel ágætt að stækka minnið í tölvunni, úr 16 GB í 32 GB. Þannig að minnið þarf að fást hjá tölvulistanum:
https://www.tl.is/products/bordtolvur-ddr4

Hinsvegar á tölvulistinn ekki eins minni og er fyrir. Ég er ekki alveg pottþéttur á því hvernig það virkar að setja minni sem er ekki nákvæmlega eins og það sem er fyrir, ekki bætt við ólíku minni í tölvu síðan 1990's.

Það er núna 2x 8GB minni, í dual channel, DDR4 Corsair 2400 C16.
https://www.corsair.com/us/en/Categorie ... M2A2400C16

Móðurborðið:
https://www.gigabyte.com/Motherboard/GA ... -rev-10#kf

Það eru 4 raufar í móðurborðinu, þannig að mín ágiskun er að ég geti sett ólíkt minni í hinar 2 dual channel raufarnar?

Er ekki að hugsa um OC, ég vil stabílt system. Þess vegna er ég smá smeykur við að uppfæra því tölvan er mjög stabíl í dag.

Ok thanks :japsmile
*-*
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af Njall_L »

Ég myndi taka þetta: https://www.tl.is/product/16gb-ddr4-2x8 ... eance-cl16

Þrátt fyrir að vera uppgefið 2666MHz þá ætti það að klukka sig niður á 2400MHz, hraðinn sem minnið keyrir á getur aldrei verið hraðari en hægasti kubburinn (nema með einhverju spes manual overclocki)

Að auki eru þessir kubbar CL16 eins og þeir sem þú ert með núna.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Njall_L skrifaði:Ég myndi taka þetta: https://www.tl.is/product/16gb-ddr4-2x8 ... eance-cl16

Þrátt fyrir að vera uppgefið 2666MHz þá ætti það að klukka sig niður á 2400MHz, hraðinn sem minnið keyrir á getur aldrei verið hraðari en hægasti kubburinn (nema með einhverju spes manual overclocki)

Að auki eru þessir kubbar CL16 eins og þeir sem þú ert með núna.
Takk :D
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Hmmm... minnið komið í en vélin bootar ekki... keyrir bara í gang í svona 2 sek og slekkur á sér og reynir svo eins aftur. Ideas?
*-*
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af Daz »

appel skrifaði:Hmmm... minnið komið í en vélin bootar ekki... keyrir bara í gang í svona 2 sek og slekkur á sér og reynir svo eins aftur. Ideas?
Einhver hljóð (Eða ertu ekki með pc speakerinn tengdann?). Einhver boot kóði sem er hægt að lesa af móðurborðinu?
Búinn að prófa að ræsa bara á nýja minninu?

Ég hefði reyndar mælt með við þig að kaupa frekar bara 32gb kit (2x 16 gb) og selja gamla minnið :D
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Daz skrifaði:
appel skrifaði:Hmmm... minnið komið í en vélin bootar ekki... keyrir bara í gang í svona 2 sek og slekkur á sér og reynir svo eins aftur. Ideas?
Einhver hljóð (Eða ertu ekki með pc speakerinn tengdann?). Einhver boot kóði sem er hægt að lesa af móðurborðinu?
Búinn að prófa að ræsa bara á nýja minninu?

Ég hefði reyndar mælt með við þig að kaupa frekar bara 32gb kit (2x 16 gb) og selja gamla minnið :D
Nei ekkert bíp. Tók minnið út og allt virkar þá.

Finnst skrítið að það virki ekki. Mér var sagt að það myndi bara keyra sig í 2400 mhz sem gamla er í.

Hvað með að taka batteríið út og resetta? veit ekki hvort það er málið.

Reyndar segir manuallinn "It is recommended that memory of the same capacity, brand, speed, and chips be used."... en það er bara recommended, ekki þannig séð strict krafa.

En var með inneign fyrir minninu sem ég hafði setið lengi á, þannig að ég vildi uppfæra bara "on the cheap" þannig að mér fannst óþarfi að eyða 10 þús meira fyrir minnið þó ég hefði getað selt gamla kannski á 5 þús. En svona er það alltaf hjá mér þegar ég er að kaupa componenta til að uppfæra með, enda alltaf á að kaupa nýja tölvu því ekkert gengur í gömlu :D
Last edited by appel on Fim 28. Jan 2021 21:28, edited 2 times in total.
*-*

steiniofur
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af steiniofur »

Búinn að prufa að keyra bara á nýja minninu til að útiloka að það sé bilað?

finn ekki minnið á supported modules fyrir þetta móðurborð, en kóðinn á tölvulista síðunni gæti verið vitlaust...
CMK16GX4M2A2616
gæti verið
CMK16GX4M2A2666C16
sem ætti að vera stutt no prob

hvernig ertu að setja minnin í raufarnar?

gamalt
nýtt
gamalt
nýtt

ætti ekki að skipta máli svosem.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

steiniofur skrifaði:Búinn að prufa að keyra bara á nýja minninu til að útiloka að það sé bilað?

finn ekki minnið á supported modules fyrir þetta móðurborð, en kóðinn á tölvulista síðunni gæti verið vitlaust...
CMK16GX4M2A2616
gæti verið
CMK16GX4M2A2666C16
sem ætti að vera stutt no prob

hvernig ertu að setja minnin í raufarnar?

gamalt
nýtt
gamalt
nýtt

ætti ekki að skipta máli svosem.
Stendur á nýja minninu CMK16GX4M2A2666C16

En já, rétt hjá þér. Reyndar skv. teikningum er röðin svona: 4,2,3,1.
Gamla er í 1 og 2, og nýja í 3 og 4.


Hm, stendur í manual: "Support for DDR4 2400/2133 MHz memory modules"
https://download.gigabyte.com/FileList/ ... hd3p_e.pdf
Samt segir í spec á síðunni:
"Support for DDR4 3866(O.C.) / 3800(O.C.) / 3733(O.C.) / 3666(O.C.) / 3600(O.C.) / 3466(O.C.) / 3400(O.C.) / 3333(O.C.) / 3300(O.C.) / 3200(O.C.) / 3000(O.C.) / 2800(O.C.) / 2666(O.C.) / 2400 / 2133 MHz memory modules"
Þýðir það að mobo supportar bara 2400 og 2133 mhz sem er hægt að O.C. í ofangreint? Þannig að supportar ekki native 2666? þvílíkt bull :)
*-*

Nimoe
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Lau 02. Mar 2019 21:36
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af Nimoe »

Grunar að þetta sé útaf muninum á SDP, nýja er með 2133 en gamla 2400. Semsagt beint úr kassanum vill minnið fara í 2133 MHz og talar mögulega illa saman við hitt sem vill bara fara í 2400? Prufaðu að ræsa vélina með nýja minninu, stilla það á sama hraða og svo setja hitt í.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Nimoe skrifaði:Grunar að þetta sé útaf muninum á SDP, nýja er með 2133 en gamla 2400. Semsagt beint úr kassanum vill minnið fara í 2133 MHz og talar mögulega illa saman við hitt sem vill bara fara í 2400? Prufaðu að ræsa vélina með nýja minninu, stilla það á sama hraða og svo setja hitt í.
Prófa það í kvöld.

Er 2400 og 2666, ekki 2133 og 2400.
*-*

steiniofur
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af steiniofur »

appel skrifaði: Er 2400 og 2666, ekki 2133 og 2400.
2400 minnið er með SPD 2400MHz
2666 minnið er með SPD 2133MHz

Hvað er SPD ?

"WHAT IS AN SPD?
The SPD (Serial Presence Detect) chip on a memory module is an additional chip holding 128Hex bytes of information about the module.

This identifies the module to the BIOS during POST so the Motherboard knows its characteristics and timings that can be used. This was introduced at the same time as SDRAM"

Ég myndi prufa að gera það sem Nimoe bendir á, setja nýju minnin í fyrst og sjá hvernig móðurborðið tekur við þeim. Kannski keyra þau á 2133 sem er svo vonandi hægt að skrúfa auðveldlega upp í 2400 og þá athuga hvort hin minnin leika fallega með.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Vélar bootar og keyrir á nýja minninu.

Sé ekkert í BIOS um að geta keyrt minnið á 2133mhz. Það field er óveljanlegt, er í 2666mhz.

hérna er úr manualinum:
& System Memory Multiplier
Allows you to set the system memory multiplier. Auto sets memory multiplier according to memory SPD
data. (Default: Auto)

& Memory Ref Clock
Allows you to manually adjust the memory reference clock. (Default: Auto)

& Memory Odd Ratio(100/133 or 200/266)
Enabled allows Qclk to run in odd frequency. (Default: Auto)

& Memory Frequency (MHz)
The first memory frequency value is the normal operating frequency of the memory being used; the second
is the memory frequency that is automatically adjusted according to the System Memory Multiplier settings.


` Advanced Memory Settings

& Extreme Memory Profile (X.M.P.) (Note), System Memory Multiplier, Memory Ref Clock,
Memory Odd Ratio(100/133 or 200/266), Memory Frequency(MHz),
The settings above are synchronous to those under the same items on the Advanced Frequency Settings
menu.
þarf ég að breyta þessum system memory multiplier?
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

Jæja, setti nýja minnið í channel A, og gamla í channel B. Var áður öfugt. Og þá keyrir vélin upp og allt virkar!

Úps, skv. manual eru raufar 1 og 3 channel B, og raufar 2 og 4 channel A!
Þannig að þetta er öfugt við það sem ég hélt, nýja minnið er í channel A (raufar 1 og 3) og gamla í channel B (raufar 2 og 4).
The four memory sockets are divided into two channels and each channel has two memory sockets as following:
Channel A: DDR4_2, DDR4_4
Channel B: DDR4_1, DDR4_3
Nei, nú er ég hættur að skilja.
Ég er miðað við þetta með gamla í DDR4_4 og DDR4_3, en nýja í DDR4_2 og DDR4_1.
Miðað við manualinn þá er þessi minnisuppröðun ekki dual mode. Ekki rétt?
slots.png
slots.png (22.28 KiB) Skoðað 1088 sinnum
dual.png
dual.png (107.71 KiB) Skoðað 1088 sinnum


En vil kannski fá álit ykkar á þessum skjámyndum, er þetta allt eðlilegt?
1.png
1.png (27.7 KiB) Skoðað 1094 sinnum
2.png
2.png (29.41 KiB) Skoðað 1094 sinnum
3.png
3.png (29.18 KiB) Skoðað 1094 sinnum
4.png
4.png (29.5 KiB) Skoðað 1094 sinnum
5.png
5.png (29.16 KiB) Skoðað 1094 sinnum

úff, ekkert smá ringlaður, og ekki einu sinni búinn að fá mér einn bjór. :megasmile
Last edited by appel on Fös 29. Jan 2021 21:25, edited 1 time in total.
*-*
Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af motard2 »

sé ekki betur en að allt sé í goody hjá þér \:D/

32 gb er detected og keyra á 1200x2 sem gera 2400mhz.
og er að keyra i dual channel.
Last edited by motard2 on Fös 29. Jan 2021 22:29, edited 1 time in total.
Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 64gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á minni - hvað fittar?

Póstur af appel »

motard2 skrifaði:sé ekki betur en að allt sé í goody hjá þér \:D/

32 gb er detected og keyra á 1200x2 sem gera 2400mhz.
og er að keyra i dual channel.
Brill að heyra :) var orðinn smá pessimistic, en þetta gekk á endanum.
Er ekki vanur að lesa úr þessu, eitthvað sem maður gerir svona á 10 ára fresti. Fínt að fá hjálp :) :happy
*-*
Svara