Er ethernet over powerline drasl?

Svara

Höfundur
Rafurmegni
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Staða: Ótengdur

Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Rafurmegni »

Sælir Vaktarar,

Ethernet over powerline.... fyrir þá sem hafa reynslu af því að þræða Cat5 kapla um allt hús með tilheyrandi borbrölti og rörakönnun hljómar þetta of gott til að vera satt og mjög freistandi að prófa.

Nú skil ég það alveg að hámarks hraði sem gefinn er upp er alltaf teorítískur og alveg við því að búast að raunveruleikinn sé eitthvað frábrugðinn því sem mælist í rannsóknastofu. Í mínu tilviki hef ég í besta falli náð 10% af uppgefinni bandvídd, þ.e. 50 Mbps yfir græju sem á að bjóða upp á 500 Mbps. Þetta er náttúrulega hörmung en getur verið skárra en að draga kapal langar leiðir - til dæmis út í garðkofa þar sem ég er með aðstöðu.

Aftur á móti er annað verra og það er að búnaðurinn virðist ekki endast nema rétt rúmlega ár. Ég er búinn að lenda í því að þrjú stykki gefast upp hjá mér. Eitt frá Devolo, eitt frá D-link og nú loks eitt frá Tenda.

Keypti 300 metra af Cat5 og er hættur þessu rugli!

Hver er ykkar reynsla?

RAFURMEGNI

Uncredible
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Uncredible »

Ég notaði svona búnað og hefur virkað mjög vel, konan mín notaði svona í mörg ár og kvartaði aldrei.

Ég játa samt að ég hraðamældi aldrei þessi tæki sem ég notaði persónulega. En ég hef séð að hraðinn stjórnast mjög af fjölda tenginga. Þannig ef þú ert með marga tengipunkta á milli þá minnkar hraðinn.

Þess vegna mæla framleiðundir tildæmis að hafa þetta ekki í fjöltengjum.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af CendenZ »

Fer eftir því hvað er einnig á greininni, var með svona á sérgrein fyrir geymslu og það var fínt, náði um 300Mpbs. Félagi minn var með þetta hjá sér á sömu grein og þvottavél og það gékk auðvitað ekkert, var endalaust packetloss þegar vélin byrjaði að draga til sín rafmagn. Það er aðalega packetlossið sem truflar online gaming

Myndi alltaf reyna draga cat5, það er minnsta málið ef þú ert með tómar lagnir eða gamlar loftnets/sat/coax lagnir sem þú getur dregið úr. Þá bara nunnufeiti og fjöður. Ef þú þarft að leggja út í garð er kostnaðurinn alls ekki mikill, myndi allan daginn leggja fyrir því. Ekki hafa það með rafmagninu, nokkur rör og beygur kosta ekki mikið :sleezyjoe
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Jón Ragnar »

Hver dregur CAT5 í dag eiginlega

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af jericho »

Myndi hiklaust fara í CAT5e eða CAT6 til að ná a.m.k. 1gbps hraða.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Höfundur
Rafurmegni
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Rafurmegni »

Jón Ragnar skrifaði:Hver dregur CAT5 í dag eiginlega
Í mínu tilviki eftirfarandi:
1. Þeir sem vilja bandvídd yfir 400Mbps
2. Þeir sem vilja ekki kaupa fjórða AV2 sendinn
3. Þeir sem vilja 100% uppitíma á linknum

Þetta er reyndar Cat5e (er hægt að fá gamla Cat5 í dag?)

Megni

p.s. Þetta með greinina.... ef kerfið er einfasa, þ.e. ekki dreift 3 fösum út í 3x einn, þá er erfitt að fá noise isolation á milli greina. Á endanum endar þetta allt í saman punktinum.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af jonsig »

Ég er búinn að nota powerline í mörg ár en hætti því loksins núna, ég ætlaði að vera svaka nútímalegur og setti allt í led ljós heima. Powerline droppaði úr 400mbps ping 1ms, yfir í 27mbps og ping í 3ms samdægurs og ónothæft síðan.

Spurning samt hvað er draslið..
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af hagur »

jonsig skrifaði:Ég er búinn að nota powerline í mörg ár en hætti því loksins núna, ég ætlaði að vera svaka nútímalegur og setti allt í led ljós heima. Powerline droppaði úr 400mbps ping 1ms, yfir í 27mbps og ping í 3ms samdægurs og ónothæft síðan.

Spurning samt hvað er draslið..
Forvitni, hversvegna gerist það?
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af jonsig »

Stutt svar : Crappy , SMPS aflgjafar.

Suðið sem ódýrir spennugjafar gefa frá sér geta verið á hinum og þessum tíðnum, en suðið af þessum led spennum virðist hitta á svipaða tíðni og powerline kubbarnir mínir nota til að fasamóta 50Hz sinus bylgjuna í veggnum hjá mér :(

Edit:
Hvort þetta sé beint suðið eða yfirsveiflur af völdum þess sem hafa svipaða mögnun og fasamótunin. Allavegana skítugt rafmagn á hér við.
Last edited by jonsig on Mið 20. Jan 2021 21:38, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Jón Ragnar »

Rafurmegni skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Hver dregur CAT5 í dag eiginlega
Í mínu tilviki eftirfarandi:
1. Þeir sem vilja bandvídd yfir 400Mbps
2. Þeir sem vilja ekki kaupa fjórða AV2 sendinn
3. Þeir sem vilja 100% uppitíma á linknum

Þetta er reyndar Cat5e (er hægt að fá gamla Cat5 í dag?)

Megni

p.s. Þetta með greinina.... ef kerfið er einfasa, þ.e. ekki dreift 3 fösum út í 3x einn, þá er erfitt að fá noise isolation á milli greina. Á endanum endar þetta allt í saman punktinum.
Þú last þetta vitlaust :)

Menn eru að setja 5e eða 6 í allt í dag

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af jonfr1900 »

jonsig skrifaði:Ég er búinn að nota powerline í mörg ár en hætti því loksins núna, ég ætlaði að vera svaka nútímalegur og setti allt í led ljós heima. Powerline droppaði úr 400mbps ping 1ms, yfir í 27mbps og ping í 3ms samdægurs og ónothæft síðan.

Spurning samt hvað er draslið..
Ákveðin led ljós senda frá sér truflun sem er nær upp undir 200Mhz (stundum hærra). Ethernet yfir rafmagn notar frá 1Mhz upp í 86Mhz til þess að senda gögn milli búnaðar. Það fer eftir búnaði hvaða tíðni er notuð en það stendur oftast á kassanum eða með þeirri tegund sem þú notar. FM útvarp byrjar á 87,5 til 107,9Mhz. Ég veit ekki alveg hvernig er best að eiga við þetta vandamál en þú gætir notað rf síu led ljósin til þess að koma í veg fyrir þessa truflun.

Hérna er það sem þeir ráðleggja í Ástralíu varðandi rf truflun frá led ljósum.

https://reductionrevolution.com.au/blog ... terference
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af Sallarólegur »

Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af jonsig »

jonfr1900 skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er búinn að nota powerline í mörg ár en hætti því loksins núna, ég ætlaði að vera svaka nútímalegur og setti allt í led ljós heima. Powerline droppaði úr 400mbps ping 1ms, yfir í 27mbps og ping í 3ms samdægurs og ónothæft síðan.

Spurning samt hvað er draslið..
Ákveðin led ljós senda frá sér truflun sem er nær upp undir 200Mhz (stundum hærra). Ethernet yfir rafmagn notar frá 1Mhz upp í 86Mhz til þess að senda gögn milli búnaðar.

https://reductionrevolution.com.au/blog ... terference
sjaldan yfir 200MHz ætti við á níunda áratugnum ,þetta er of langt yfir það til að gera hleðslutækið meira compact. Þótt þetta sé limitað við 200MHz þá þurfa ekki margar yfirsveiflur - til að verið komið uppí sama band og powerline kubburinn.
Last edited by jonsig on Mán 25. Jan 2021 12:37, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Er ethernet over powerline drasl?

Póstur af JReykdal »

Jón Ragnar skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Hver dregur CAT5 í dag eiginlega
Í mínu tilviki eftirfarandi:
1. Þeir sem vilja bandvídd yfir 400Mbps
2. Þeir sem vilja ekki kaupa fjórða AV2 sendinn
3. Þeir sem vilja 100% uppitíma á linknum

Þetta er reyndar Cat5e (er hægt að fá gamla Cat5 í dag?)

Megni

p.s. Þetta með greinina.... ef kerfið er einfasa, þ.e. ekki dreift 3 fösum út í 3x einn, þá er erfitt að fá noise isolation á milli greina. Á endanum endar þetta allt í saman punktinum.
Þú last þetta vitlaust :)

Menn eru að setja 5e eða 6 í allt í dag
Cat 5e er búið að vera samnefnari fyrir Cat5 í mörg ár hjá flestum.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Svara