vantar skatt aðstoð

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
skari10
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2020 21:53
Staða: Ótengdur

vantar skatt aðstoð

Póstur af skari10 »

Sælir

Ég er ekki rosa flinkur í svona banka skatt peninga málum.Svo nú var eg bara svona að forvitnast...

Segjum að ég væri að kaupa mér bíl og til að sleppa við bankalánum þá viljá foreldrar og eitt systkini lána mér 3 millur (einn einstaklingur er að lána mér 1 millu) Þau myndu millifæra á mig öll 1 millu hver. Hvað svo? er það allt í lagi og get ég farið og keypt mér bíl staðgreitt eða lendir maður í eitthverju skattveseni seinna ef maður fær allt í einu 3 millur inna reikningin minn.

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af ColdIce »

Ef þú skráir þetta sem lán inná skattframtalið þá ertu góður.

- lögfræðingurinn
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP

himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af himminn »

Nú er ég ekki alveg með þetta á hreinu en hér er allavega að finna dæmi um að skatturinn skipti sér að svona lánum. Í dæminu í linknum vill skattstjóri skattleggja peningana sem gjöf þar sem enginn ávinningur er fyrir lánveitanda því engir vextir eru á láninu, en ákvörðun skattstjóra er svo felld niður.

Kannski væri viturlegt að taka fram lánið í næsta skattframtali og þá er allavega skýring á peningunum.

Svo er erfitt fyrir skattinn að elta peninga í föstu formi, ef út í það er farið.

Höfundur
skari10
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2020 21:53
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af skari10 »

okei en ef þau væru að gefa mér peningin bara sem gjöf eða eitthvað. Bara ég ætla ekki að skila þessum pening til baka. Er þá eitthvað skatt vesen með þetta?

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af ColdIce »

Það getur orðið það, já. Skatturinn getur litið á þetta sem tekjur og heimtað tekjuskatt.
Skráðu það sem lán, hvort sem það er lán eða gjöf.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af rapport »

Líklega best að bjalla í skattinn og spurja.

Ég held að svona millifærslur yrðu seint til vandræða ef þetta er ekki fyrir vinnu. Það er búið að greiða tekjuskatt af þessu og það er einhliða gjöf, engin krafa um endurgjald.

Ef þetta væri vandamál þá væri skattmann á eftir öllum fermingabörnunum á hverju ári.
Last edited by rapport on Sun 24. Jan 2021 19:06, edited 1 time in total.

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af mjolkurdreytill »

rapport skrifaði:Líklega best að bjalla í skattinn og spurja.

Ég held að svona millifærslur yrðu seint til vandræða ef þetta er ekki fyrir vinnu. Það er búið að greiða tekjuskatt af þessu og það er einhliða gjöf, engin krafa um endurgjald.

Ef þetta væri vandamál þá væri skattmann á eftir öllum fermingabörnunum á hverju ári.
Ég hef séð þessa umræðu áður á spjallborðum.

Mig grunar að skatturinn sé ekki að skipta sér af upphæðum undir milljón. Það væri svipað því hvernig þeir fara yfir vask-skil fyrirtækja. Nenna ekki að skoða neitt undir milljón.

Þar sem fólk hefur verið að fá gjafir frá foreldrum/ættingjum þá virðist það hafa verið gild skýring að þessir peningar hafi verið notaðir í fasteignakaup eða sambærilegt. Ef upphæðin er bara gjöf og fór í almenna neyslu þá er skattmanni að mæta.

Mínar tvær krónur.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af GuðjónR »

Skatturinn er ekkert að fylgjast með veltunni á reikningnum þínum en ef þau væru að lána fyrirtæki í þinni eigu þá þyrfti að gera grein fyrir þessu.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af pattzi »

Þarf ekkert að spá í þessu....


Skatturinn er ekki að skoða millifærslur ..
Last edited by pattzi on Mán 25. Jan 2021 02:09, edited 1 time in total.

himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af himminn »

GuðjónR skrifaði:Skatturinn er ekkert að fylgjast með veltunni á reikningnum þínum en ef þau væru að lána fyrirtæki í þinni eigu þá þyrfti að gera grein fyrir þessu.
Helvíti lélegt ráð, 3 miljónir fara ekki undir radarinn hjá skattinum, sérstaklega ekki hjá ungu fólki, og sömuleiðis eru bankarnir með augun á svona umfangsmiklum hreyfingum útaf möguleika á peningaþvætti.

Almenna reglan með gjafir er svo að þær fari ekki umfram meðalhóf, skv 7. grein í lögum um tekjuskatt. Það á við um brúðkaup, fermingar og þar fram eftir götum. Ef flest börn fá 200-500þ, en eitt barn 14 miljónir, þá bankar skatturinn.

Settu þetta í framtalið sem lán. Leiðinlegt að borga óvæntan tekjuskatt af 3 miljónum.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af brain »

Myndi bara hringja í Skattin og leita ráða,

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af Hizzman »

brain skrifaði:Myndi bara hringja í Skattin og leita ráða,
virkar ekki. þeir gefa engin svör, vísa bara í texta

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af mikkimás »

Mér vitanlega sér skatturinn ekki millifærslur, nema þegar sé komin átylla fyrir meiri háttar skattrannsókn.

Skatturinn sér hins vegar árlegar breytingar á eignastöðu.

En þá er stóra spurningin, sem skatturinn þarf að spyrja sig, hvort eignabreytingar séu komnar til vegna meiri innflæðis peninga eða minna útflæðis kostnaðar á árinu.

Ég er ekki sérfræðingur, en mér finnst ólíklegt að skatturinn sé að eltast við hvern einasta þegn sem sýnir eignabreytingu upp á ~5 millur.

En þegar mismunurinn slagar í tugum milljóna sem ekki hefur verið gert grein fyrir, þá er komin ástæða til að skoða málið.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af mjolkurdreytill »

Hér er verið að svara svipaðri spurningu. Ágætt dæmi um hvað þetta er loðið og líklegast af hverju skatturinn gefur ekki skýr svör.
Sævar Þór Jónsson skrifaði:í 7. gr. laga um tekju­skatt er svo mælt að skatt­skyld­ar tekj­ur í skiln­ingi lag­anna séu hvers kon­ar gæði, arður, laun og hagnaður sem aðila hlotn­ast og verða met­in til pen­inga­verðs. Það skipt­ir ekki máli hvaðan þær koma eða í hvaða formi þær eru. Með hliðsjón af fram­an­greindu er ljóst að tekju­hug­tak lag­anna er ansi víðtækt. Í dæma­skyni um skatt­skyld­ar tekj­ur má nefna verðlaun, vinn­inga í happ­drætti og veðmáli, bein­ar gjaf­ir í pen­ing­um eða öðrum verðmæt­um, þar með tal­in af­hend­ing slíkra verðmæta í hend­ur ná­kom­inna ætt­ingja, nema um fyr­ir­fram­greiðslu upp í arf sé að ræða. Und­an­tekn­ing­in er þó venju­leg­ar tæki­færis­gjaf­ir, t.d. af­mæl­is- og brúðkaups­gjaf­ir, svo fremi sem verðmæti þeirra sé ekki meira en al­mennt ger­ist um slík­ar gjaf­ir.

Í stuttu máli er því sú gjöf eða gjaf­ir sem þú vís­ar til skatt­skyld­ar nema þær telj­ist til eðli­legra tæki­færis­gjafa. Ekki er að finna neina skráða ótví­ræða reglu á há­marki slíkr­ar gjaf­ar er kveður á um hvort hún sé skatt­skyld eða ekki.
https://www.mbl.is/smartland/samskipti/ ... _bornunum/

Annars af tvennu illu, ef þú lendir í tvísköttun þá er betra að kalla þetta fyrirframgreiddan arf en tekjur. Arfur ber 10% skatt en tekjur nánast fjórfalt það.

P.S. Fann sambærilega umræðu:
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=77362
Last edited by mjolkurdreytill on Mán 25. Jan 2021 10:34, edited 1 time in total.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: vantar skatt aðstoð

Póstur af worghal »

hélt það væri automatic flagg í kerfinu fyrir millifærslum yfir miljón.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Svara