http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=64410
Hér er upphaf málefnisins.
Notandi kemur og verðleggur tölvu sem er aldrei 45 þúsund króna virði (nema einhver verðmeti W8 license á 20k? Gerir það einhver?)
á 45 þúsund krónur. Þar sem við erum ekki á bland heldur á Vaktinni minntist ég á að þessi tölva væri ekki 45 þúsund króna virði að mínu mati.
GuðjónR, sem er nú búinn að vera meðlimur og rekstraraðili Vaktarinnar í mörg ár og ætti að vita betur, gagnrýnir það að
ég segi mitt mat á tölvunni og segir seinna í þræðinum að það skipti engu máli hvað mér finnist um verð tölvunnar
þar sem ég sé ekki kaupandinn.
Hann breytir síðan lýsinguni á Til Sölu - Tölvuvörur undirborðinu úr "VARÚÐ: Verðlöggur - farðu varlega í verðlagningu."
sem hefur verið þar alla tíð yfir í
Þar með er tilgangur Vaktarinnar að mínu mati að hálfu leyti farinn. Ekki er lengur neinn vettvangurBannað er að skipta sér af verðlagningu nema þess sé óskað af seljanda.
á Íslandi þar sem venjulegt fólk getur keypt og selt tölvuvörur án þess að hægt sé að svindla á því vegna fáfræði sinnar með okri.
Ég kveð hér með Vaktina að sinni og spyr ykkur: Er einhver sem vill að þetta sé svona?
Þá fyrir utan kidda sem er auðvitað nógu klár til að láta ekki svindla á sér og alveg sama um að verja eðlilega fólkið.