Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Svara

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

Ég er að fara að kaupa mér tölvu sem verður notuð í ljósmyndavinnslu og eitthvað í videovinnslu.
Er að tala um turntölvu/borðtölvu - vantar ráðleggingar við hverja ég á að versla - hverjum ég get treyst og hvað ég þarf að passa uppá - eða hvað hluti ég eigi að kaupa umfram aðra.

Takk fyrirfram.
Last edited by Palm on Fös 08. Jan 2021 22:00, edited 1 time in total.

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Dóri S. »

Hvaða forrit ertu að nota?
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

Photoshop - lightroom - premium (að byrja að nota það).
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af jonsig »

Palm skrifaði:Photoshop - lightroom - premium (að byrja að nota það).
Nóg fyrir þig að verða þér útum 3700x hérna af vaktinni og 16Gb ram + eitthvað ódýrt skjákort.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

jonsig skrifaði:
Palm skrifaði:Photoshop - lightroom - premium (að byrja að nota það).
Nóg fyrir þig að verða þér útum 3700x hérna af vaktinni og 16Gb ram + eitthvað ódýrt skjákort.
Nei ég er að leita að mjög öflugri tölvu - ég er með 400K ljósmyndir - mörg TB af gögnum.

Við hverja á maður að versla - hvaða tölvubúðir eru bestar að ráðleggja manni heiðarlega?

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Cascade »

Palm skrifaði:
jonsig skrifaði:
Palm skrifaði:Photoshop - lightroom - premium (að byrja að nota það).
Nóg fyrir þig að verða þér útum 3700x hérna af vaktinni og 16Gb ram + eitthvað ódýrt skjákort.
Nei ég er að leita að mjög öflugri tölvu - ég er með 400K ljósmyndir - mörg TB af gögnum.

Við hverja á maður að versla - hvaða tölvubúðir eru bestar að ráðleggja manni heiðarlega?
Fyrst þú ert að leita af mjög öflugri tölvu
Þá er þessi nokkuð öflug og kisildalur er topp búð
https://kisildalur.is/category/30/products/718

Svo getur þú fengið þér Synology box með 4-8x hdd og fyllt með 10-16TB diskum
Nema þú fáir þér öflugan server til að keyra alla harða diskana
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af SolidFeather »

3700x virðist reyndar vera mjög fínn fyrir t.d. lightroom. Veit ekki alveg hvort að fjöldi mynda skipti einhverju máli, Myndirnar eru væntanlega á HDD sem verður alltaf flöskuháls?

Svo er fínt að koma með upplýsingaru um budget ef þú vilt fá ráðleggingar hér á vefnum.

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af mjolkurdreytill »

Ef þú ert með 10 bita skjá þá þarftu vinnustöðvarskjákort til að fá fram 10 bita liti í myndvinnsluforritum, að því er ég best veit.

Eitthvað eins og Quadro frá Nvidia eða Firepro frá AMD.

https://kisildalur.is/category/12?class=Quadro

https://computer.is/is/products/skjakort/pny

En ef þú ert ekki með 10 bita skjá þá dugar hefðbundið skjákort eflaust ágætlega.

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

Takk
Var að vonast til að geta fengið tölvuna + skjá undir 500K /m vsk)

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Dóri S. »

Ok. Ég er búinn að vinna í þessum forritum í yfir áratug. Photoshop og Lightroom eru ekki svo demanding í flestu. Premiere hinsvegar er frekar þungt að mörgu leiti. Þú þarft öflugt skjákort. Ég myndi mæla með Nvidia skjákorti, allt sem er með 8gb og yfir sleppur, og því fleiri cudacores er betra fyrir live preview og Mercury transmit. Svo eru öflugir NVME diskar mikilvægir. Þú vilt hafa einn disk fyrir windows og forrit, einn disk fyrir það media sem þú ert að vinna í og svo viltu hafa sér disk fyrir cache. Svo getur þú notað hvaða diska sem er fyrir long term storage. 32gb er eiginlega lágmark fyrir videovinnslu. Forrit eins og Premiere og After effects eru frekar processor intensive, en það er ekki lengur jafn mikil áhersla á fjölda kjarna eftir að skjákortin tóku yfir meirihluta af preview renderingu og encoding. Svo til þess að hafa jafnvægi í þessu, þá myndi ég velja öflugt skjákort 2070s eða betra, velja hratt öflugt vinnsluminni, öfluga nvme diska og ágætt móðurborð, og góða kælingu, og stable powersupply, svo getur þú séð hversu öflugur örgjörvi er í boði fyrir restina af budgetinu. Þú grlðir ekkert á því að haga klikkaðan örgjörva ef restin er ekki up to the task.
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af gnarr »

mjolkurdreytill skrifaði:Ef þú ert með 10 bita skjá þá þarftu vinnustöðvarskjákort til að fá fram 10 bita liti í myndvinnsluforritum, að því er ég best veit.

Eitthvað eins og Quadro frá Nvidia eða Firepro frá AMD.

https://kisildalur.is/category/12?class=Quadro

https://computer.is/is/products/skjakort/pny

En ef þú ert ekki með 10 bita skjá þá dugar hefðbundið skjákort eflaust ágætlega.
öll RTX kort styðja 10 bita liti núna https://www.videomaker.com/news/nvidia- ... -in-adobe/
"Give what you can, take what you need."

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af linenoise »

mjolkurdreytill skrifaði:Ef þú ert með 10 bita skjá þá þarftu vinnustöðvarskjákort til að fá fram 10 bita liti í myndvinnsluforritum, að því er ég best veit.

Eitthvað eins og Quadro frá Nvidia eða Firepro frá AMD.

https://kisildalur.is/category/12?class=Quadro

https://computer.is/is/products/skjakort/pny

En ef þú ert ekki með 10 bita skjá þá dugar hefðbundið skjákort eflaust ágætlega.
Skv. þessari grein
https://www.anandtech.com/show/14682/nv ... orce-cards
þá er hægt að nota nýleg nvidia kort til að sýna 10 bita grafík í photoshop (og þeim myndvinnsluforritum sem nota 10 bita opengl)

benony13
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af benony13 »

Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af jonsig »

Palm skrifaði:
jonsig skrifaði:
Palm skrifaði:Photoshop - lightroom - premium (að byrja að nota það).
Nóg fyrir þig að verða þér útum 3700x hérna af vaktinni og 16Gb ram + eitthvað ódýrt skjákort.
Nei ég er að leita að mjög öflugri tölvu - ég er með 400K ljósmyndir - mörg TB af gögnum.

Við hverja á maður að versla - hvaða tölvubúðir eru bestar að ráðleggja manni heiðarlega?
Þú þarft örugglega ekkert skynet til í svona fifferý. Kisildalur eru 99.93% tilfella ekki að selja manni eitthvað rugl.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af linenoise »

Palm skrifaði:Takk
Var að vonast til að geta fengið tölvuna + skjá undir 500K /m vsk)
Budgettið þitt fyrir tölvuna breytist svolítið mikið eftir því hversu góðan skjá þú þarft. Skjáir eru fljótir að fara upp í 200 þúsund kallinn þegar litanákvæmni og mikill birtucontrast er farin að skipta máli.

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

Vá hvað þið öll / allir eru hjálpleg(ir) hér. Bjóst ekki við svona góðum svörum. Takk kærlega.

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Palm »

benony13 skrifaði:Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Takk kærlega.
Hvar keyptir þú þessa tölvu?

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af linenoise »

Ein áhugaverð ábending úr þessari grein
https://www.pugetsystems.com/recommende ... mendations

Þrátt fyrir að AMD bjóði fleiri kjarna fyrir peningin (sem er gott fyrir Premiere) þá er intel með sérstakan hraðal fyrir videocodeca sem gerir vinnslu með HEVC eða H264 myndböndum hraðvirkari.

Annað sem er gott við intel er að það er auðveldara að fá thunderboltmóðurborð sem getur skipt máli t.d. ef þú vilt vera fljótur að gera backup á færanlegt drif.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af linenoise »

benony13 skrifaði:Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Fyrir OP er þetta fínt template. Spurning um að fara í 5600X í staðinn fyrir 3700X.

Hvaða kælingu ertu með á þessu? Bara stock?

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Dóri S. »

https://builder.vaktin.is/build/21D2A

Ég myndi sennilega setja þetta svona upp. Kaupa svo annan Nvme disk. pci-e 3. 500gb-1tb. Og svo einn Ssd disk 500gb. Getur prófað 32 gb til að byrja með. Svo uppfært í 64 ef þig vantar það. Það er mjög misjafnt eftir því hvernig maður vinnur hvað maður þarf mikið. Og áður en einhver segir að 3800x sé verri kaup en 3700x þá á það ekki við í þessu dæmi. Því þetta eru 5000kr sem er vel varið hér. Svo myndi ég kaupa sæmilegan skjá með 10-12bit lookup-table, Það er betra að nota aðeins minna í skjáinn og kaupa calibration græju eins og spider eða álíka. Skjárinn er eitthvað sem er svo hægt að selja og uppfæra þegar þú getur. Svo þarf maður líka að muna að flestir skoða það sem maður er að gera á apple skjá í öðru gamma range-i með rosa contrast og saturation og það sem maður er búinn að vera að vinna á fína true to life calibrate-aða skjánum endar á að dlúkka allt öðruvísi... :guy
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Dóri S. »

benony13 skrifaði:Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Sammála þér með skjáinn. Ég hef unnið á svipaðan asus skjá, Þetta eru mjög cost effective skjáir. Þeir koma líka factory calibrated með prófíl.
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af Dóri S. »

Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.

benony13
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af benony13 »

Palm skrifaði:
benony13 skrifaði:Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Takk kærlega.
Hvar keyptir þú þessa tölvu?
Computer.is

Þeir voru með frábæra þjónustu. Ég vildi allt á sama stað og þeir voru með besta verðið á þessum pakka. Ég mæli eindregið með þeim

*Edit*
Þeir voru með sáralítinn afslátt af örfáum íhlutun en samt með mjög gott verð, ég er nokkuð hrifinn af því.
Last edited by benony13 on Lau 09. Jan 2021 01:47, edited 1 time in total.

benony13
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu fyrir ljósmynda og video vinnslu - vantar ráð

Póstur af benony13 »

linenoise skrifaði:
benony13 skrifaði:Ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan.
Ég vinn við þetta og þetta dugar flott. Eina sem ég myndi breyta er að hafa meira vinnsluminni (á bara eftir að fara kaupa og bæta við) síðan bæta við SSD diskum hægt og rólega.


Tölvukassi Cooler master Silencio 452 svartur ATX
9937 Aflgjafi EVGA 650W 80+ Gold G3 SuperNova Modular
9515 Móðurborð AM4 ASUS Prime B450-PLUS RGBAuraSync ATX
9720 Örgjörvi AMD AM4 Ryzen 7 3700X 8X 3,6-4,4GHz 32MB
9968 Vinnsluminni DDR4 Corsair 32GB(2x16) 3200M RGB BK
9668 SSD diskur M.2 NVMe 1TB Intel 660p 1800MB/s
1790 Harður diskur 3,5 Seagate 2TB 7200 256MB
9940 Skjákort KFA2 RTX2060 Super EX 8GB HDMI/2xDP
2918 Netkort WiFi-AC PCI-E Asus AC56 AC1300
8354 Stýrikerfi Windows 10 64ra bita
3861 Skjár Asus 27" PB278QR 2560X1440 100% IPS sRGB

Þetta var á 340 þús með vsk
Fyrir OP er þetta fínt template. Spurning um að fara í 5600X í staðinn fyrir 3700X.

Hvaða kælingu ertu með á þessu? Bara stock?
Já er með stock og ef ég er að vinna þungt og ekki með opinn kassann þá slekkur hún á sér, hefur gerast 2x hjá mér
Svara