Varðandi bólusetningu við Covid-19

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af GuðjónR »

Væri nú ekki fínt ef stjórnvöld myndu sýna okkur í verki hversu öruggt bóluefnið er og byrja á því að sprauta alla þingmenn og ráðherra?
Það eru innan við 200 skammtar og ætti ekki að vera frá neinum tekið. Það mætti reyndar alveg henda inn forsetanum og ráðuneytisstjórum og bara allri elítunni með en ekki gera tilraunir á þroskahömluðum og langveikum gamalmennum.
Ég tók eftir því í viðtali um daginn þegar Svandís Svavarsdóttir var spurð hvort hún myndi þiggja bólusetningu þá kom hik á hana.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af kjartanbj »

Ég ætla láta bólusetja mig, er með undirliggjandi sjúkdóm og hef engan áhuga að fá covid
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af urban »

Þvílík mistök að mínu mati hjá yfirvöldum að láta gamla fólkið vera fyrst í röðinni.

Það á að vera númer ca 2-3 í röðinni, sýna það á heilbrigðu fólki sem að er ekki á grafarbakkanum að það sé ekkert að þessu bóluefni frekar en öðrum bóluefnum.

Það að láta þann hóp sem að deyja ótrúlega stór hluti af í hverri viku hafa það fyrst og ætlast til þess að það hafi hvetjandi áhrif á aðra er ein mesta steypa sem að ég hef nokkurn tíman heyrt um.
Þessi dauðsföll og veikindi eru ekkert furðuleg, þetta er fólk sem að er veikt og er að deyja daglega og hefur aldrei verið í fréttum að það sé veikt og er að deyja daglega, en þar sem að það er að fá bóluefni, þá er það í fréttum að það er að deyja.
Það sem að ég á við með þessu, einu skiptin sem að það er í fréttum að gamalt fólk deyr er þegar að það eru þjóðþekktar manneskjur eða elstu manneskjur á landinu, annars veit maður ekki að því að gamalt fólk deyji nema að maður þekki það.

Núna hrúgast upp þvílíkar umræður um að þetta bóluefni sé stórhættulegt útaf því að gamalt fólk er að deyja.

Held að stjórnvöld séu að gera gríðarleg mistök með þessu.
Last edited by urban on Þri 05. Jan 2021 19:38, edited 1 time in total.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af GuðjónR »

urban skrifaði:....skrifaði fullt
Akkúrat mín pæling og til þess að vekja ennþá meira traust þá hefði ríkisstjórnin átt að ganga undan með fordæmið og fá sprautu í beinni.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af urban »

GuðjónR skrifaði:
urban skrifaði:....skrifaði fullt
Akkúrat mín pæling og til þess að vekja ennþá meira traust þá hefði ríkisstjórnin átt að ganga undan með fordæmið og fá sprautu í beinni.
Alveg sammála því.
Heilbrigðisfólk og stjórnvöld ásamt síðan bara einhverri x tölu af fólki af handahófi héðan og þaðan af landinu,
sem að er þokkalega heilbrigt.

Síðan gamla fólkið.
Last edited by urban on Þri 05. Jan 2021 19:42, edited 1 time in total.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af rapport »

Fólk sem er veikt fyrir og er í tiltölulega öruggu umhverfi er ekki í mikilli áhættu.

En það dregur strax úr stressi og áhyggjum starfsfólks þegar skjólstæðingar hafa verið bókusettir.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Revenant »

Ekki hlusta á pólitíkusa, hlustaðu á vísindamenn.

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) birtir öll gögn sem Pfizer lagði fram og í kafla 2.6 er fjallað um öryggi bóluefnisins.
EMA er að hugsa um hagsmuni ~500 milljón manna og birtir ítarlegar upplýsingar um bóluefni Pfizer á vefnum sínum.

EMA samþykkir ekki lyf/bóluefni nema að það sýni raunverulega virkni og hugsanlegar aukaverkanir séu mun minni en að fá sjúkdóminn sálfan.

Mér þykir umfjöllun fjölmiðla vera léleg því hún gefur það óbeint í skyn að þessir einstaklingar hafi látist útaf bólusetningunni.
Ekkert í rannsókn Pfizer/BioNTech sýndi fram á dauða vegna bólusetningarinnar og þar voru yfir 40.000 manns í úrtakinu.

Sannleikurinn er að gamalt fólk deyr og þegar það er komið á hjúkrunarheimili þá er það yfirleitt vegna heilsubrests. Um 10-20 manns deyja á öldrunarheimilum í viku.

Síðan má ekki gleyma að Bretar byrjuðu að bólusetja 8. desember með Pfizer bóluefninu og þar voru aldraðir á öldrunarheimilum í forgangi. Ekkert hefur komið þar fram sem gefur til kynna að bóluefnið sé skaðlegt gömlu fólki.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af stinkenfarten »

Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Noctua shill :p
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Lexxinn »

stinkenfarten skrifaði:Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Nú ertu bara að tala með rassgatinu og mættir endilega kynna þér hlutina betur. Hvað telur þú hafa fengið alla helstu sérfræðinga í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum til að tala með bóluefnunum sem eru komin út? Stór hluti sérfræðinga á Landspítalanum hefur verið bólusettur.
Hvar sérð þú ekki mikið traust fyrir bóluefninu hjá fólki sem hefur kynnt sér málið?
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Alfa »

Revenant skrifaði:Mér þykir umfjöllun fjölmiðla vera léleg því hún gefur það óbeint í skyn að þessir einstaklingar hafi látist útaf bólusetningunni.
Ekkert í rannsókn Pfizer/BioNTech sýndi fram á dauða vegna bólusetningarinnar og þar voru yfir 40.000 manns í úrtakinu.
Þetta bóluefni var náttúrulega hraðað í gegnum öll kerfi, að halda öðru fram er kjánaskapur, t.d. var þessi um 90% virkni fengin með því að sjá fyrstu ca 100 af þessu 40 þús manna úrtaki sem fengu Covid, hve margir af þeim voru á placebo og hve margir á bóluefninu. Fyrir "leikmann" hljómar það ekki eins og mikil vísindi, enda virðist virknin vera minni hugsanlega. Einnig finnst mér engan vegin koma nógu vel fram í fréttum að bóluefnið stoppar þig ekki að fá Covid heldur að fá ekki þessu slæmu einkenni. Síðast en ekki síst veit í raun engin hve lengi það mun virka, vísindin bak við það eru meira segja fljótvirkni en skammtíma.

Ég er þó engan vegin að segja fólki ekki að taka það, ef þetta kemur heiminum aftur á stað þá verða menn að prufa það. En það verður samt að leyfa fólki að hafa efasemdir og ræða hlutina ekki bara hrauna yfir það og kalla það öllum nöfnum.

Varðandi fjölmiðla þá eru löngu hættir að vinna fréttir, þeir eru of uppteknir að lesa facebook, twitter og instragam profile-a eða apa upp "fréttir" frá stóru samspinnandi-keðju-fréttamiðlum erlendis. Rannsóknarvinna er týnd listgrein !
Last edited by Alfa on Þri 05. Jan 2021 20:24, edited 1 time in total.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af stinkenfarten »

Lexxinn skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Nú ertu bara að tala með rassgatinu og mættir endilega kynna þér hlutina betur. Hvað telur þú hafa fengið alla helstu sérfræðinga í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum til að tala með bóluefnunum sem eru komin út? Stór hluti sérfræðinga á Landspítalanum hefur verið bólusettur.
Hvar sérð þú ekki mikið traust fyrir bóluefninu hjá fólki sem hefur kynnt sér málið?
Ég treysti því ekki nógu vel því það fékk einhver veiruna aftur eftir hann var bólusettur. Kannski verður bóluefninu breytt og virkar betur gegn nýja þræðinum sem var fundinn í Englandi til dæmis. Mig langar að sjá að allir fá rétt viðbrögð við þetta bóluefni eftir nokkurn tíma, og sjá hvort fólk verður microchipped af bill gates.
Noctua shill :p

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Mossi__ »

Skvo.

Mig grunar nú allvel að almenningur yrði brjálaður út í Elítuna hefði hún ákveðið að fara fremst í röðina, svona miðað við hve oft og alltaf smávægilegir hlutir Elítunnar skapa heiftarleg viðbrögð.

Það er búið að tönnlast endalaust á því að Covid sé hættulegast fyrir gamla og veiku einstaklingana. Fyrir mitt leiti þá með þessu finnst mér rökréttast að hópurinn sem er í mestu áhættu og verið að vernda séu settir í fyrsta forgang.

Það væri mjög auðvelt að spinna umræðunni upp í "vilja þau ekki köku?" vinkil færi Elítan í bólusetningu fyrst.

Hinsvegar er það gagnrýnivert að fjölmiðlar skulu vera að reyna mála bólusetninguna sem orsakavald þessara dauðsfalla.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Alfa »

Mossi__ skrifaði:Skvo.

Mig grunar nú allvel að almenningur yrði brjálaður út í Elítuna hefði hún ákveðið að fara fremst í röðina, svona miðað við hve oft og alltaf smávægilegir hlutir Elítunnar skapa heiftarleg viðbrögð.
Þetta var einmitt það sem mér datt í hug.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Lexxinn »

stinkenfarten skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Nú ertu bara að tala með rassgatinu og mættir endilega kynna þér hlutina betur. Hvað telur þú hafa fengið alla helstu sérfræðinga í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum til að tala með bóluefnunum sem eru komin út? Stór hluti sérfræðinga á Landspítalanum hefur verið bólusettur.
Hvar sérð þú ekki mikið traust fyrir bóluefninu hjá fólki sem hefur kynnt sér málið?
Ég treysti því ekki nógu vel því það fékk einhver veiruna aftur eftir hann var bólusettur. Kannski verður bóluefninu breytt og virkar betur gegn nýja þræðinum sem var fundinn í Englandi til dæmis. Mig langar að sjá að allir fá rétt viðbrögð við þetta bóluefni eftir nokkurn tíma, og sjá hvort fólk verður microchipped af bill gates.
Bóluefni koma ekki í veg fyrir sýkingar heldur undirbýr líkamann undir hana samanber flensubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna á hverju einasta ári.

Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Brimklo »

stinkenfarten skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Nú ertu bara að tala með rassgatinu og mættir endilega kynna þér hlutina betur. Hvað telur þú hafa fengið alla helstu sérfræðinga í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum til að tala með bóluefnunum sem eru komin út? Stór hluti sérfræðinga á Landspítalanum hefur verið bólusettur.
Hvar sérð þú ekki mikið traust fyrir bóluefninu hjá fólki sem hefur kynnt sér málið?
Ég treysti því ekki nógu vel því það fékk einhver veiruna aftur eftir hann var bólusettur. Kannski verður bóluefninu breytt og virkar betur gegn nýja þræðinum sem var fundinn í Englandi til dæmis. Mig langar að sjá að allir fá rétt viðbrögð við þetta bóluefni eftir nokkurn tíma, og sjá hvort fólk verður microchipped af bill gates.
Þú mátt hafa þínar skoðanir alveg 100%. Ég ætla persónulega að láta að bólusetja mig því það er það skynsamlega til að gera gagnvart samlöndum mínum sem gætu verið með heilsubresti sem setja þá í áhættuhóp. En endilega segðu mér frá því hvað Bill Gates hefur að græða á því að Microchippa heiminn?
Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3900X I GPU: Palit GameRock 3080 I Case: Lian Li O11 Dynamic Mini White.

PS5
Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.

skari10
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2020 21:53
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af skari10 »

ætla bara að segja eitt sem ég má ekki segja. Ég fékk simtal um daginn og fékk forgang í bóluefnið, ég neitaði. Félagi sem vinnur úti við bóluefnið sagði að bíða með þetta og treysta þessu ekki. Of mikið propaganda með þetta núna og þetta er ekki traust. Covid er í stórum hluta peninga propaganda

Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Brimklo »

skari10 skrifaði:ætla bara að segja eitt sem ég má ekki segja. Ég fékk simtal um daginn og fékk forgang í bóluefnið, ég neitaði. Félagi sem vinnur úti við bóluefnið sagði að bíða með þetta og treysta þessu ekki. Of mikið propaganda með þetta núna og þetta er ekki traust. Covid er í stórum hluta peninga propaganda
Geturu útskýrt betur hvað þú meinar með að covid sé peninga propaganda?

Edit: Síðan eru nú líka hámenntað fólk að vinna við að framleiða þetta bóluefni, get ekki séð það fyrir mér að einhver pappakassi hann vinur þinn sé með puttana í þessu.
Last edited by Brimklo on Þri 05. Jan 2021 20:39, edited 1 time in total.
Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3900X I GPU: Palit GameRock 3080 I Case: Lian Li O11 Dynamic Mini White.

PS5
Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Revenant »

Alfa skrifaði:
Revenant skrifaði:Mér þykir umfjöllun fjölmiðla vera léleg því hún gefur það óbeint í skyn að þessir einstaklingar hafi látist útaf bólusetningunni.
Ekkert í rannsókn Pfizer/BioNTech sýndi fram á dauða vegna bólusetningarinnar og þar voru yfir 40.000 manns í úrtakinu.
Þetta bóluefni var náttúrulega hraðað í gegnum öll kerfi, að halda öðru fram er kjánaskapur, t.d. var þessi um 90% virkni fengin með því að sjá fyrstu ca 100 af þessu 40 þús manna úrtaki sem fengu Covid, hve margir af þeim voru á placebo og hve margir á bóluefninu. Fyrir "leikmann" hljómar það ekki eins og mikil vísindi, enda virðist virknin vera minni hugsanlega. Einnig finnst mér engan vegin koma nógu vel fram í fréttum að bóluefnið stoppar þig ekki að fá Covid heldur að fá ekki þessu slæmu einkenni. Síðast en ekki síst veit í raun engin hve lengi það mun virka, vísindin bak við það eru meira segja fljótvirkni en skammtíma.

Ég er þó engan vegin að segja fólki ekki að taka það, ef þetta kemur heiminum aftur á stað þá verða menn að prufa það. En það verður samt að leyfa fólki að hafa efasemdir og ræða hlutina ekki bara hrauna yfir það og kalla það öllum nöfnum. Fjölmiðlar eru löngu hættir að vinna fréttir, þeir eru of uppteknir að lesa facebook, twitter og instragam profile-a eða apa upp "fréttir" frá stóru samspinnandi-keðju-fréttamiðlum erlendis. Rannsóknarvinna er týnd listgrein !
8 fengu COVID með Pfizer bóluefninu en 162 í samanburðarhópnum (hvor hópur um sig var um 19000 manns). Kafli 2.5 í skjalinu sem ég vísaði í fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar.
Ástæðan afhverju það þarf ekki stærri hóp er sama ástæða og skoðanakannanir þurfa bara að spurja ~1000 manns til að fá marktækar niðurstöður um fylgi flokka (hvort það sé 300 þúsund eða 300 milljón manns).
Stærra þýði þýðir ekki endilega nákvæmari niðurstaða (en það minnkar skekkju). Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvort að virknin sé 90 eða 95% þegar kröfurnar eru um að bóluefnið sé með meira en 60 eða 70% virkni.

Á þessum tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægt að fólk haldi sig við staðreyndir og gögn sem eru studd vísindalegum rökum.
Það er heilbrigt að vera tortryggni gagnvart nýjum hlutum/upplýsingum en staðreyndin er að það er í hag framleiðanda, yfirvalda og eftirlitsstofnanna (EMA) að vel takist til með bóluefni gagnvart COVID-19.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af stinkenfarten »

Brimklo skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:Ég ætla að bíða með að bólusetja mig. Það á örugglega eftir að búa til nýtt bóluefni sem virkar betur eða virkar gegn nýjum þræðum af veirunni. Ætla láta bólusetja mig þegar bóluefnið er treyst nógu mikið.
Nú ertu bara að tala með rassgatinu og mættir endilega kynna þér hlutina betur. Hvað telur þú hafa fengið alla helstu sérfræðinga í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum til að tala með bóluefnunum sem eru komin út? Stór hluti sérfræðinga á Landspítalanum hefur verið bólusettur.
Hvar sérð þú ekki mikið traust fyrir bóluefninu hjá fólki sem hefur kynnt sér málið?
Ég treysti því ekki nógu vel því það fékk einhver veiruna aftur eftir hann var bólusettur. Kannski verður bóluefninu breytt og virkar betur gegn nýja þræðinum sem var fundinn í Englandi til dæmis. Mig langar að sjá að allir fá rétt viðbrögð við þetta bóluefni eftir nokkurn tíma, og sjá hvort fólk verður microchipped af bill gates.
Þú mátt hafa þínar skoðanir alveg 100%. Ég ætla persónulega að láta að bólusetja mig því það er það skynsamlega til að gera gagnvart samlöndum mínum sem gætu verið með heilsubresti sem setja þá í áhættuhóp. En endilega segðu mér frá því hvað Bill Gates hefur að græða á því að Microchippa heiminn?
Þetta með bill gates er bara djók, anti vaxx fólkið segir mikið þegar dagurinn er langur.
Noctua shill :p
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Alfa »

Revenant skrifaði:8 fengu COVID með Pfizer bóluefninu en 162 í samanburðarhópnum (hvor hópur um sig var um 19000 manns). Kafli 2.5 í skjalinu sem ég vísaði í fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar.
Ástæðan afhverju það þarf ekki stærri hóp er sama ástæða og skoðanakannanir þurfa bara að spurja ~1000 manns til að fá marktækar niðurstöður um fylgi flokka (hvort það sé 300 þúsund eða 300 milljón manns).
Stærra þýði þýðir ekki endilega nákvæmari niðurstaða (en það minnkar skekkju). Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvort að virknin sé 90 eða 95% þegar kröfurnar eru um að bóluefnið sé með meira en 60 eða 70% virkni.

Á þessum tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægt að fólk haldi sig við staðreyndir og gögn sem eru studd vísindalegum rökum.
Það er heilbrigt að vera tortryggni gagnvart nýjum hlutum/upplýsingum en staðreyndin er að það er í hag framleiðanda, yfirvalda og eftirlitsstofnanna (EMA) að vel takist til með bóluefni gagnvart COVID-19.
Ég skil alveg hugtakið með samanburðarhópinn, úrtakið er engu að síður mjög lítið að mati "leikmanns" eins og ég sagði. Hinir punktarnir eru engu að síður réttir og t.d. með sýkingu þrátt fyrir að taka bóluefnið var svo undirstrikað einum eða tveimur póstum neðar. Fólk á að taka bóluefnið, en ég tel mig sæmilega heppinn að vera aftarlega í röðinni, ætla bara orða það þannig !
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Alfa »

Ég vill líka benda mönnum á að ef þeir virkilega vilja kynna sér málin þá mæli ég með þessari youtube síðu (já ég sagði youtube no pun intended)

https://www.youtube.com/c/Medcram/videos

Þessi Dr fer virkilega vel yfir alla fræðina bak við covid, bóluefni, vítamín ofl á mannamáli. Er búin að horfa á þennan í hátt í ár núna og hefur hjálpað mikið með tortryggni gegn fræðunum og um leið upplýst !
Last edited by Alfa on Þri 05. Jan 2021 20:35, edited 1 time in total.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af osek27 »

Brimklo skrifaði:
skari10 skrifaði:ætla bara að segja eitt sem ég má ekki segja. Ég fékk simtal um daginn og fékk forgang í bóluefnið, ég neitaði. Félagi sem vinnur úti við bóluefnið sagði að bíða með þetta og treysta þessu ekki. Of mikið propaganda með þetta núna og þetta er ekki traust. Covid er í stórum hluta peninga propaganda
Geturu útskýrt betur hvað þú meinar með að covid sé peninga propaganda?

Edit: Síðan eru nú líka hámenntað fólk að vinna við að framleiða þetta bóluefni, get ekki séð það fyrir mér að einhver pappakassi hann vinur þinn sé með puttana í þessu.
Margir sem eiga "félaga" sem vita allt. Jesus maður hahaha. Það eru svo margir jólasveinar og trúðar þegar það kemur að svona umræðum. Fólk sem klaraði ekki framhaldskola að rifast við hámentaða lækna(bara djok eg virði fólk sem hefur droppað ut, ekki að reyna moðga neinn). Fritt comedy. Eh virði samt allar skoðanir frá folki og allir segja og gera hvað sem þau vilja. Bara koma með rök a bakvið það sem er sagt
Last edited by osek27 on Þri 05. Jan 2021 21:58, edited 1 time in total.
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af ZiRiuS »

GuðjónR skrifaði:Væri nú ekki fínt ef stjórnvöld myndu sýna okkur í verki hversu öruggt bóluefnið er og byrja á því að sprauta alla þingmenn og ráðherra?
Það eru innan við 200 skammtar og ætti ekki að vera frá neinum tekið. Það mætti reyndar alveg henda inn forsetanum og ráðuneytisstjórum og bara allri elítunni með en ekki gera tilraunir á þroskahömluðum og langveikum gamalmennum.
Ég tók eftir því í viðtali um daginn þegar Svandís Svavarsdóttir var spurð hvort hún myndi þiggja bólusetningu þá kom hik á hana.
Djöfull væri þessi þráður allt öðruvísi ef þingmenn og ráðherrar væru fyrstir að fá bóluefni, haha you crack me up! :D

"HVA MEÐ ALLT GAMLA OG VEIKA FÓLKIÐ..."

:D

Ekki nota bóluefnið strákar, þetta er alien conspiracy, það er engin kórónuveira, þetta er bara ríkisstjórnin að prófa hversu mikið hún getur lokað fólk inni áður en það fattar! Þeir prufuðu þetta fyrst með chemtrails! Hafi þið ekki séð þöglu þyrluna sem kemur stundum uppá Borgarspítala? Ég bý þarna rétt hjá og sé þetta reglulega! Ef ég commenta ekki á Vaktina eftir 3 daga að þá vitiði hvað varð um mig og að ég tala sannleikann! Ég var rændur af útsendurum Soros!
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

ABss
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af ABss »

urban skrifaði: ...
Það á að vera númer ca 2-3 í röðinni, sýna það á heilbrigðu fólki sem að er ekki á grafarbakkanum að það sé ekkert að þessu bóluefni frekar en öðrum bóluefnum.
...
Gamla fólkið er akkúrat númer 3 á listanum.

En þetta var alveg skelfileg framsetning hjá fréttunum.
hopar.png
hopar.png (70.41 KiB) Skoðað 2699 sinnum
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi bólusetningu við Covid-19

Póstur af Dropi »

Alfa skrifaði:Þetta bóluefni var náttúrulega hraðað í gegnum öll kerfi, að halda öðru fram er kjánaskapur
Þetta er hættuleg fullyrðing, algjör eldsmatur á umræðu sem þarf að hægja á. Ég þigg bóluefnið um leið og röðin kemur að mér. Ég þekki mikið af fólki í lyfjageiranum, konan mín er doktor í lyfjaefnafræði, ég er eins langt frá því að vita hvað ég er að tala um þegar kemur að þessu dóti og hægt er - það litla sem ég veit kemur frá 3. aðila eða af youtube.

Hættið að vera svona miklir besservissar, við eigum aldrei eftir að skilja þetta nógu vel til að vera með einhverjar fullyrðingar um rDNA eða önnur bóluefni eða hvort þróun þeirra hafi verið með eðlilegum hætti eða ekki. Svona byrjar allt þetta conspiracy rugl, eins og snjóbolti sem verður að snjóskriðu.
skari10 skrifaði:Félagi sem vinnur úti við bóluefnið sagði að bíða með þetta og treysta þessu ekki. Of mikið propaganda með þetta núna og þetta er ekki traust. Covid er í stórum hluta peninga propaganda
Ég kasta upp. Það eru tugþúsundir vísindamanna að vinna við þessi bóluefni, tugþúsundir annara sem vinna í stuðnings störfum. "Félagi" þinn getur verið hver sem er að segja hvaða bull sem er því hann sá skrítið youtube myndband.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Læst