held að það sé að koma tími á nýjan flokk sem heitir fjármála-vaktin
Þegar ég keypti fyrir 4 árum tók ég húsnæðislán + viðbótar lán hjá isb. Ég sé fram á að klára viðbótar lánið á næstu 2 árum.
Er að velta fyrir mér hvort það mundi borga sig að breyta húsnæðis láninu þegar viðbótar lánið klárast þar sem að afborgunar getan væri betri, eða borga bara sjálfur inná höfuðstól aukalega.
Auðvitað er ómögulegt að segja til um hvernig vextir og aðrir factorar verða eftir 2 ár en hvernig er með kostnað við að breyta svona.
Ég er með óverðtyggt lán með breytilegum vöxtum.
Eignar staðan er um 40℅
Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Last edited by littli-Jake on Mán 04. Jan 2021 12:40, edited 1 time in total.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Ertu ekki örugglega að nýta þér séreignarsparnaðar-leiðina til þess að borga inná höfuðstóllinn mánaðarlega?
https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat ... =18044&k=3
https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat ... =18044&k=3
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Er fasteigna verðið ekkert búið að hækka?
Þegar ég endurfjármagnaði var fasteignaverðið búið að hækka á einu og hálfu ári þannig ég gat tekið 1,4 milljónum hærra 70% lán. Þannig restin af þínu viðbótarláni gæti færst yfir í aðal lánið.
Ég gat líka stytt mitt úr 40 árum í 25. ár og þó ég myndi festi núna ætti ég að ráða við það
Þegar ég endurfjármagnaði var fasteignaverðið búið að hækka á einu og hálfu ári þannig ég gat tekið 1,4 milljónum hærra 70% lán. Þannig restin af þínu viðbótarláni gæti færst yfir í aðal lánið.
Ég gat líka stytt mitt úr 40 árum í 25. ár og þó ég myndi festi núna ætti ég að ráða við það
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair CX430, Antec P180B
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
fer eftir ýmsu. Ertu með breytilega eða fasta vexti? Verðtryggt eða óverðtryggt?
Ef þú ert með breytilega vexti nýturðu að sjálfsögðu allra þá vaxtalækkana sem hafa verið frá síðasta ári.
Ef þú ert með fasta vexti, ertu með 1% uppreiðslugjald ef þú ætlar að endurfjármagna en það getur vel verið að það borgi sig til að tryggja þér töluvert betri kjör á vöxtum næstu fimm árin (ef þú ert risk averse og ætlar í fasta vexti).
Ef þú endurfjármagnar ættiru mögulega að geta losað þig viðbótarlánið sem er á verri kjörum (eignarhlutfall orðið hærra m.v. aldur láns og hækkun á fasteignarmati).
Þetta er alltaf smá gamble en vextir eru í sögulegu lágmarki akkúrat núna sem getur breyst á örfáum mánuðum í takt við verðbólgu og hentugleika bankanna.
Isb er með góða reiknivél til að skoða þetta nánar.
Getur sent mér pm ef þú ert með einhverjar frekari pælingar eða vangaveltur í þessu.
Ef þú ert með breytilega vexti nýturðu að sjálfsögðu allra þá vaxtalækkana sem hafa verið frá síðasta ári.
Ef þú ert með fasta vexti, ertu með 1% uppreiðslugjald ef þú ætlar að endurfjármagna en það getur vel verið að það borgi sig til að tryggja þér töluvert betri kjör á vöxtum næstu fimm árin (ef þú ert risk averse og ætlar í fasta vexti).
Ef þú endurfjármagnar ættiru mögulega að geta losað þig viðbótarlánið sem er á verri kjörum (eignarhlutfall orðið hærra m.v. aldur láns og hækkun á fasteignarmati).
Þetta er alltaf smá gamble en vextir eru í sögulegu lágmarki akkúrat núna sem getur breyst á örfáum mánuðum í takt við verðbólgu og hentugleika bankanna.
Isb er með góða reiknivél til að skoða þetta nánar.
Getur sent mér pm ef þú ert með einhverjar frekari pælingar eða vangaveltur í þessu.
Last edited by gunni91 on Mán 04. Jan 2021 01:08, edited 7 times in total.
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Ertu semsagt að spá í hvað þú vilt gera við lánið þitt eftir tvö ár?
Það er ómögulegt að segja til um hvað sé best að gera þá eins og þú nefnir sjálfur. Kostnaðinn er svo hægt að finna á heimasíðu íslandsbanka. Uppgreiðslugjaldið er t.d. að finna hér í kafla 2.13: https://cdn.islandsbanki.is/image/uploa ... rdskra.pdf
Svo er lántökugjaldið fyrir endurfjármögnun 59.000 kr.
En eins og aðrir hafa bent á þá gæti verið sniðugt að endurfjármagna núna, ég keypti fyrir rétt undir 5 árum og er búinn að endurfjármagna tvisvar
En það fer auðvitað allt eftir því hvernig lán þú ert með núna og hvort fasteignamatið sé búið að hækka.
Það er ómögulegt að segja til um hvað sé best að gera þá eins og þú nefnir sjálfur. Kostnaðinn er svo hægt að finna á heimasíðu íslandsbanka. Uppgreiðslugjaldið er t.d. að finna hér í kafla 2.13: https://cdn.islandsbanki.is/image/uploa ... rdskra.pdf
Svo er lántökugjaldið fyrir endurfjármögnun 59.000 kr.
En eins og aðrir hafa bent á þá gæti verið sniðugt að endurfjármagna núna, ég keypti fyrir rétt undir 5 árum og er búinn að endurfjármagna tvisvar
En það fer auðvitað allt eftir því hvernig lán þú ert með núna og hvort fasteignamatið sé búið að hækka.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Til að geta svarað þessu þarft þú að segja okkur:
Hvernig lán ertu með (verðtryggt/óverðtryggt)?
hvernig vexti (fasta/bundna og hvaða %)?
er uppgreiðslugjald?
Hvaða hlutfall af núverandi fasteignamati skuldarðu (til að vita hvort þú getir endurfjármagnað allan pakka strax)
Ef við höfum ekki þessar upplýsingar þá er erfitt að giska á hvað er gáfulegt í stöðunni.
Ég myndi einmitt halda að langbest í stöðunni fyrir þig núna sé að endurfjármagna allt strax. Nema þú hafir verið með óbundna óverðtryggða vexti. Gætir samt viljað festa þá núna?
Hvernig lán ertu með (verðtryggt/óverðtryggt)?
hvernig vexti (fasta/bundna og hvaða %)?
er uppgreiðslugjald?
Hvaða hlutfall af núverandi fasteignamati skuldarðu (til að vita hvort þú getir endurfjármagnað allan pakka strax)
Ef við höfum ekki þessar upplýsingar þá er erfitt að giska á hvað er gáfulegt í stöðunni.
Ég myndi einmitt halda að langbest í stöðunni fyrir þig núna sé að endurfjármagna allt strax. Nema þú hafir verið með óbundna óverðtryggða vexti. Gætir samt viljað festa þá núna?
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
Þetta er til dæmis það sem ég er að leita að.SolidFeather skrifaði:Ertu semsagt að spá í hvað þú vilt gera við lánið þitt eftir tvö ár?
Það er ómögulegt að segja til um hvað sé best að gera þá eins og þú nefnir sjálfur. Kostnaðinn er svo hægt að finna á heimasíðu íslandsbanka. Uppgreiðslugjaldið er t.d. að finna hér í kafla 2.13: https://cdn.islandsbanki.is/image/uploa ... rdskra.pdf
Svo er lántökugjaldið fyrir endurfjármögnun 59.000 kr.
En eins og aðrir hafa bent á þá gæti verið sniðugt að endurfjármagna núna, ég keypti fyrir rétt undir 5 árum og er búinn að endurfjármagna tvisvar
En það fer auðvitað allt eftir því hvernig lán þú ert með núna og hvort fasteignamatið sé búið að hækka.
Ég eddita op með upplýsingum.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
þú ert með breytilega óverðtryggða vexti svo þú ert í raun með "bestu" kjör á vöxtum fyrir utan viðbótarlánið sem þú ert með.
Það er ekkert uppgreiðslugjald á láninu svo eina sem þú þyrftir að greiða til að endurfjármagna (til að breyta viðbótarláninu í almennt lán) væri lántökugjaldið. Ég efast um að þú þurfir að fara aftur í gegnum greiðslumat en þá er það 5-10 þús kall.
Ef þú ert að dúndra séreignarsparnaði inná viðbótarlánið mánaðarlega og ef það er lítið eftir af því, borgar sig mögulega ekkert að pæla frekar í þessu.
https://aurbjorg.is/#/husnaedislan
- Ef þú vilt lítið pæla í þessu næstu 3 - 5 árin er alltaf mest safe að fara í fast-vaxta lánið sem er binding í 3-5 ár ( 4.1 % vextir þá í stað 3.4 % vextir sem þú ert með núna). Í stóra samhenginu eru 4.1% vextir ekkert svo slæmt miðað við t.d. lánakjör síðustu 10 ár.
- Ef þú fylgist með vaxtabreytingum vikulega/mánaðarlega er OK að vera með breytilega vexti en ef allt fer í "fokk" þá er þessir vextir fljótir að hækka og þá hugsar maður til baka hversu ljúft hefði nú verið að fara í helv** fasta vexti
Ef bankinn sér fram á hækkun á verðbólgu og/eða stýrivöxtum eða öðrum óhagstæðum efnahagsbreytum fyrir bankann eru þeir fljótir að hækka vexti til að henda á sig belti á axlaböndum!
Líkt og við erum búin að segja þá er þetta alltaf "gamble" en stýrivextir eru í sögulegu lágmarki og hafa bankarnir verið duglegir að lækka vextina í samræmi við það.
Ég endurfjármagnaði sjálfur í mars/apríl í breytilega óverðtryggða en þá var ég með ömurlega fasta vexti sem ég vildi losna undan.
Það er ekkert uppgreiðslugjald á láninu svo eina sem þú þyrftir að greiða til að endurfjármagna (til að breyta viðbótarláninu í almennt lán) væri lántökugjaldið. Ég efast um að þú þurfir að fara aftur í gegnum greiðslumat en þá er það 5-10 þús kall.
Ef þú ert að dúndra séreignarsparnaði inná viðbótarlánið mánaðarlega og ef það er lítið eftir af því, borgar sig mögulega ekkert að pæla frekar í þessu.
https://aurbjorg.is/#/husnaedislan
- Ef þú vilt lítið pæla í þessu næstu 3 - 5 árin er alltaf mest safe að fara í fast-vaxta lánið sem er binding í 3-5 ár ( 4.1 % vextir þá í stað 3.4 % vextir sem þú ert með núna). Í stóra samhenginu eru 4.1% vextir ekkert svo slæmt miðað við t.d. lánakjör síðustu 10 ár.
- Ef þú fylgist með vaxtabreytingum vikulega/mánaðarlega er OK að vera með breytilega vexti en ef allt fer í "fokk" þá er þessir vextir fljótir að hækka og þá hugsar maður til baka hversu ljúft hefði nú verið að fara í helv** fasta vexti
Ef bankinn sér fram á hækkun á verðbólgu og/eða stýrivöxtum eða öðrum óhagstæðum efnahagsbreytum fyrir bankann eru þeir fljótir að hækka vexti til að henda á sig belti á axlaböndum!
Líkt og við erum búin að segja þá er þetta alltaf "gamble" en stýrivextir eru í sögulegu lágmarki og hafa bankarnir verið duglegir að lækka vextina í samræmi við það.
Ég endurfjármagnaði sjálfur í mars/apríl í breytilega óverðtryggða en þá var ég með ömurlega fasta vexti sem ég vildi losna undan.
Re: Endurfjármagna og fá nýtt lán vs. Borga inná höfuðstól
EF þú hefur agann í það, þá mæli ég með að hafa afborganir sem lægstar, og þar með lánið sem lengst, og leggja bara alltaf eins mikið og þú getur aukalega inn á lánið.
Það gerir það að verkum að þú ert ekki jafn skuldbundinn um hver mánaðarmót, þannig ef það koma upp einhver óvænt útgjöld þá er sveigjanleikinn meiri og því minni líkur á því að þurfa að nýta yfirdrátt eða önnur úrræði.
En þetta er stórt EF varðandi agann. Ef þú freistast til að leggja ekki mismuninn inn á lánið, þá auðvitað lækka skuldirnar hægar en ef þú hefðir haft styttra lán með hærri afborgunum.
Það gerir það að verkum að þú ert ekki jafn skuldbundinn um hver mánaðarmót, þannig ef það koma upp einhver óvænt útgjöld þá er sveigjanleikinn meiri og því minni líkur á því að þurfa að nýta yfirdrátt eða önnur úrræði.
En þetta er stórt EF varðandi agann. Ef þú freistast til að leggja ekki mismuninn inn á lánið, þá auðvitað lækka skuldirnar hægar en ef þú hefðir haft styttra lán með hærri afborgunum.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is