TLDR: Fékk sent 'fake' 50$ Casio úr og eBay/Paypal krefjast þess að ég sendi það til baka (sem kostar mig um 50% af verði úrsins) til þess að fá endurgreitt. Er galið að gera endurkröfu til Valitor um að færslan sé ógild?
Pantaði úr frá eBay (passaði mig á því að velja 'legit' seljanda með gott review) sem skilaði sér um daginn. Tók það upp og fannst eitthvað off - létt m.v. önnur Casio og þá kom m.a. einkennilegt hljóð þegar ég kveikti á backlight o.fl.
Fór að Googla og komst fljótlega að því að úrið er fake - það vantar ýmsa functions o.fl. sem á að vera á alvöru úri. Sendi ítarlega lýsingu á seljanda með myndum og myndbandi sem svaraði bara "Leiðinlegt að þetta uppfyllti ekki væntingar - sendu það til baka og við endurgreiðum". Sama svar kemur frá eBay og Paypal þótt ég hafi farið yfir það nokkuð ítarlega hvers vegna þetta er fake, ekki orginal.
Þótt að um litlar fjárhæðir (50$) sé um að ræða er þetta prinsipp mál - finnst ótrúlegt að það sé í lagi að senda eftirlíkingu og láta mig svo borga return shipping til að fá endurgreitt. Ég hugsa að Casio væri ekkert alltof sátt við það að úrið sé sent til baka - sem opnar auðvitað á möguleika seljanda að selja það aftur. Þrátt fyrir þessar röksemdir fæ ég bara "computer says no" frá Paypal.
Til þess að taka smá sök af seljanda þá var augljóst að úrið hafði verið opnað á einhverjum tímapunkti og því mögulegt að einhver hafi keypt úrið - skipt því út fyrir fake og sent til baka fyrir endurgreiðslu.
Ég held að úr því sem komið er þurfi ég hreinlega að gera endurkröfu á Valitor og vísa til þess að ég hafi fengið eftirlíkingu. Hefur einhver lent í öðru eins?
Fake vara og eBay / Paypal / VISA
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1668
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Staða: Ótengdur
Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Last edited by blitz on Fim 24. Des 2020 11:41, edited 2 times in total.
PS4
Re: Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Búinn að lenda helling í þessu.
Kínverjinn veit að það er nóg að þeir geti skaffað Paypal tracking númer þar sem sést að þeir hafi sent pakkann og þeir vita líka að það er dýrara fyrir okkur að endursenda þetta heldur en að fá þetta endurgreitt svo þeir leika þennan leik ítrekað.
Í eitt skiptið pantaði ég mér mótorhjólahjálm.
Þurfti að fara í gegnum ferli þar sem ég þurfti að mæla á mér hausinn og setja inn allavega upplýsingar. Þeir sendu mér síðan Predator plast barna grímu með teygju utan um hausinn. Sendi inn allar upplýsingar og myndir til Paypal en tapaði málinu vegna þess að ég gat ekki sent grímuna til kína fyrir minna en 11 þús.
Hef bara einu sinni fengið svona endurgreitt án þess að senda hlutinn út og það tók 4 mánuði að stappa í því máli.
Það virkaði eitthvað þar eftir að ég komst í spjallþráð á paypal forumi þar sem nokkuð margir voru að lenda í þessu.
Kínverjinn veit að það er nóg að þeir geti skaffað Paypal tracking númer þar sem sést að þeir hafi sent pakkann og þeir vita líka að það er dýrara fyrir okkur að endursenda þetta heldur en að fá þetta endurgreitt svo þeir leika þennan leik ítrekað.
Í eitt skiptið pantaði ég mér mótorhjólahjálm.
Þurfti að fara í gegnum ferli þar sem ég þurfti að mæla á mér hausinn og setja inn allavega upplýsingar. Þeir sendu mér síðan Predator plast barna grímu með teygju utan um hausinn. Sendi inn allar upplýsingar og myndir til Paypal en tapaði málinu vegna þess að ég gat ekki sent grímuna til kína fyrir minna en 11 þús.
Hef bara einu sinni fengið svona endurgreitt án þess að senda hlutinn út og það tók 4 mánuði að stappa í því máli.
Það virkaði eitthvað þar eftir að ég komst í spjallþráð á paypal forumi þar sem nokkuð margir voru að lenda í þessu.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Þessi gullna lína hefur þjónað mér ágætlega í netviðskiptum eftir að ég fór að taka almennilega mark á henni. "if it seems too good to be true it probably isn't"
Annars hélt ég að seljandi ætti að borga shipping til baka, annars hef ég lent í einum svona sem mölvaði dótið þegar hann fékk það í hendurnar til baka og var með einhver leiðindi. En hann græddi ekkert á því uppátæki greyið.
Annars hélt ég að seljandi ætti að borga shipping til baka, annars hef ég lent í einum svona sem mölvaði dótið þegar hann fékk það í hendurnar til baka og var með einhver leiðindi. En hann græddi ekkert á því uppátæki greyið.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: Fake vara og eBay / Paypal / VISA
ebay er með buyers protection samt sem ég hef oft notað ef ég fæ eitthvað sem er ekki rétt, ég hef aldrei lent í þessu og oft fengið eitthvað sem passar ekki við lýsingu, t.d. kom vitlaust símahulstur og ég fékk það endurgreitt og fékk rétta sent líka, allt til að fá gott review
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Þú berð ábyrgð á að lesa skilmála þeirra áður en þú kaupir vöru hjá þeim, ef ebay/paypal vilja ekki viðurkenna þetta, þá efast ég stórlega um að kortafyrirtækið samþykki þetta.blitz skrifaði:TLDR: Fékk sent 'fake' 50$ Casio úr og eBay/Paypal krefjast þess að ég sendi það til baka (sem kostar mig um 50% af verði úrsins) til þess að fá endurgreitt. Er galið að gera endurkröfu til Valitor um að færslan sé ógild?
Þú ert að kaupa þjónustu af paypal, séð frá kortafyrirtækinu/bankanum þínum.
Nema þú sért að saka Paypal um að skaffa ekki vöruna.
Ef þú værir að nota kortið beint, þá væri chargeback algjörlega málið.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1668
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Staða: Ótengdur
Re: Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Alveg sjálfsagt að borga return shipping ef þú fílar ekki vöruna af einhverjum ástæðum en ef þú færð senda fake vöru - er þá réttlætanlegt að þú þurfir að borg kostnaðinn við að senda aftur, og ert þ.al. að tapa pening á þessum viðskiptum (og seljandinn, sem sendi þér fake vöru, tapar engu).Minuz1 skrifaði:Þú berð ábyrgð á að lesa skilmála þeirra áður en þú kaupir vöru hjá þeim, ef ebay/paypal vilja ekki viðurkenna þetta, þá efast ég stórlega um að kortafyrirtækið samþykki þetta.blitz skrifaði:TLDR: Fékk sent 'fake' 50$ Casio úr og eBay/Paypal krefjast þess að ég sendi það til baka (sem kostar mig um 50% af verði úrsins) til þess að fá endurgreitt. Er galið að gera endurkröfu til Valitor um að færslan sé ógild?
Þú ert að kaupa þjónustu af paypal, séð frá kortafyrirtækinu/bankanum þínum.
Nema þú sért að saka Paypal um að skaffa ekki vöruna.
Ef þú værir að nota kortið beint, þá væri chargeback algjörlega málið.
Ég sendi ítrekun á Paypal og nefndi að Casio yrði örugglega ekkert ánægt við það að senda fake úr aftur á seljanda - sjáum hvort það hreyfi við þeim.
Svo er annar vinkill í þessu að það virðist vera "mail fraud" að senda falsaðar vörur í gegnum póst og í USA er það federal offense. Þetta er magnað dæmi.
PS4