Hæhæ!
Ég er svoldið nýr í þessu öllu en ég var að uppfæra skjákortið í tölvunni upp í 3070. Mér liður eins og ég sé ekki að fá nógu gott performance í sumum leikjum. T.d Er ég að spila Warzone og þar er ég með sirka 130fps með gæðin í lægsta. Stundum fer það alveg niður í 120 og stundum fer það upp í 150. Einnig hef ég prófað red dead redemption 2 og sett allt í lægsta og þar er ég að fá 100-120 fps. Csgo er ég að fá 280-380 fps. Mér liður eins og þetta ætti að vera hærra miðað við það sem ég hef séð á youtube. Prófaði að runna user.benchmarks forritinu og þar er allt að fá "performing as expected" Nema skjakortið. það er að fá performing below potential (19%percentile). Getur einhver aðstoðað mig? Er skjakortið gallað? Þarf ég að uppfæra einhvern hluti í tölvuni? Ég er búinn að prófa að uninstalla og installa aftur öllum Graphic drivers.
Þakka alla aðstoð sem ég get fengið!
í viðhengi eru specs.
Hvað á ég að gera?
Hvað á ég að gera?
- Viðhengi
-
- Screenshot (10).png (126.4 KiB) Skoðað 985 sinnum
-
- Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á ég að gera?
Ég keypti mér i9-9900k þegar ég fékk mér 2080 því ég var seriously bottlenecked með i7-4790k.
Eina sem ég gerði á meðan til að minnka það var að spila alla leiki í hæstum gæðum og var heppinn að eiga skjá sem var 1440p.
Tildæmis að lækka grafíkina hafði verri áhrif á FPS. Gat spilað BFV5 með svona stable 80-100FPS með allt á hæsta, en ef ég fór með allt í lægsta þá var ég með svona 40-50 fps.
Með snöggu gúgglí, þá komst ég að því að i7-8700k er ekki alveg á pari við RTX 3070.
Eina sem ég gerði á meðan til að minnka það var að spila alla leiki í hæstum gæðum og var heppinn að eiga skjá sem var 1440p.
Tildæmis að lækka grafíkina hafði verri áhrif á FPS. Gat spilað BFV5 með svona stable 80-100FPS með allt á hæsta, en ef ég fór með allt í lægsta þá var ég með svona 40-50 fps.
Með snöggu gúgglí, þá komst ég að því að i7-8700k er ekki alveg á pari við RTX 3070.
-
- Fiktari
- Póstar: 88
- Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á ég að gera?
Geri ráð fyrir að þú sért í 1080p upplausn? Annars á þessum framerates er örgjörvinn sennilega orðinn bottleneck, þar sem örgjörvinn hefur vart undan að láta skjákortið fá stöff til að rendera.
Ef þú vilt hærra framerate þá er bara að fá sér hraðari processor, eða yfirklukka þennan.
En ef þú hefur bara áhuga á að nýta meira af kortinu þá er að bara að setja grafík í botn, og mögulega stilla leikina sem það styðja í hærri resolution scale,(nú eða bara fá sér hærra resolution monitor).
þá verðurðu aftur GPU capped í flestum leikjum.
Ef þú vilt hærra framerate þá er bara að fá sér hraðari processor, eða yfirklukka þennan.
En ef þú hefur bara áhuga á að nýta meira af kortinu þá er að bara að setja grafík í botn, og mögulega stilla leikina sem það styðja í hærri resolution scale,(nú eða bara fá sér hærra resolution monitor).
þá verðurðu aftur GPU capped í flestum leikjum.
Re: Hvað á ég að gera?
Held að örgjörvin sé nóu góður, myndi byrja á því að upgrade-a í hraðara RAM, 1330mhz er frekar lítið í dag
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á ég að gera?
Er minnið bara ekki á Jedec default stillingu. Prufa hve hratt það er með XMP ?Gummiv8 skrifaði:Held að örgjörvin sé nóu góður, myndi byrja á því að upgrade-a í hraðara RAM, 1330mhz er frekar lítið í dag
Er með 8700k og 3080, vissulega er CPU að halda aftur af kortinu eitthvað en þar sem ég er að spila í 1440p munar það ekki svo miklu, 1080p verður þú meira var við það.
Einhver talaði um að yfirklukka CPU en þetta er ekki k version af 8700 svo ekkert overclock að fá.
Varðandi Warzone þá er sá leikur þannig byggður upp að það er ótrúlega lítill munur á Ultra (án Raytracing) og Low í FPS. T.d hjá mér þegar ég var með 2080 kort var munurinn bara 108 fps average og 140 milli Allt í botni og Low competive settings í 1440p. Því meira sem þú lækkar grafíkina því meira færirðu vinnslu á CPU, sem þú vilt ekki.
nb average í warzone er 141 fps hjá mér með 8700k og 2080 í 1080p sem er alveg 20-25% lakara en kortið þitt, svo eitthvað annað er að en CPU. Nb er með 3600mhz minni sem er náttúrulega miklu hraðvirkara en hjá þér.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GBSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á ég að gera?
Ekki er skjákortið hjá þér í 50c° í idle ? fáðu þér gpu-z og sjáðu hvort þú sért að klessa á thermal limit/dauð önnur viftan?. Finnst hitinn á cpu vera hár eins og á 7700k... ef það er ekkert loftflæði í kassanum hjá þér , þá er ekki að miklu að búast.
Gpu-z > sensors > og fylgjast með Perf.limit.
Gpu-z > sensors > og fylgjast með Perf.limit.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic