AirTies 4920 firmware / brick

Svara

Höfundur
Peacock12
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Staða: Ótengdur

AirTies 4920 firmware / brick

Póstur af Peacock12 »

Sælir,

Er með Airties 4920 sem tekur inn straum en ræsir sig ekki. Er i nk brick ástandi. Það logar stöðugt hvítt ljós en minn skilningur er að það eigi að blikka þegar unitið fer að lesa firmware og koma sér í gang og svo koma grænu ljósin þegar/ef hún tengist þráðlausa.
Er búinn að prófa að resetta með pinna í litla gatið aftaná en breytir engu.

Hef fundið á forumi notenda lýsa sama ástandi, en hann leysti það með því að manualt setja inn firmware.
Og þar liggur vandinn.... ég er bara ekki að finna firmware skrá á netinu. Þessi notandi hefur ekki svarað skilaboðum.
Einhver hér sem lumar á firmware fyrir Airties 4920? Útgáfa skiptir engu - get uppfært ef ég fæ kubbinn í gang.

Síminn getur uppfært firmware en vilja að ég mæti með alla 3 AP sem voru í pakkanum. Er ekki alveg að nenna að vera vinnandi heima á lélegu neti í par vikur til að einn af þremur AP verði uppfærður/lagaður/dæmdur ónýtur.

Rafurmegni
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Staða: Ótengdur

Re: AirTies 4920 firmware / brick

Póstur af Rafurmegni »

Peacock12 skrifaði:Sælir,

Er með Airties 4920 sem tekur inn straum en ræsir sig ekki. Er i nk brick ástandi. Það logar stöðugt hvítt ljós en minn skilningur er að það eigi að blikka þegar unitið fer að lesa firmware og koma sér í gang og svo koma grænu ljósin þegar/ef hún tengist þráðlausa.
Er búinn að prófa að resetta með pinna í litla gatið aftaná en breytir engu.

Hef fundið á forumi notenda lýsa sama ástandi, en hann leysti það með því að manualt setja inn firmware.
Og þar liggur vandinn.... ég er bara ekki að finna firmware skrá á netinu. Þessi notandi hefur ekki svarað skilaboðum.
Einhver hér sem lumar á firmware fyrir Airties 4920? Útgáfa skiptir engu - get uppfært ef ég fæ kubbinn í gang.

Síminn getur uppfært firmware en vilja að ég mæti með alla 3 AP sem voru í pakkanum. Er ekki alveg að nenna að vera vinnandi heima á lélegu neti í par vikur til að einn af þremur AP verði uppfærður/lagaður/dæmdur ónýtur.
Algjörlega án ábyrgðar.... geturðu tengt þig inn á einhvern header (jtag) í græjunni og hlaðið niður firmware-i af öðrum þessara tveggja sem eru í lagi og afritað yfir í þennan frosna?

Mögulega upplýsingar hérna: http://en.techinfodepot.shoutwiki.com/w ... Air_4920v2

kv, Megni

p.s. Ég á svona græjur, ein þeirra er með usb3 porti og sound out, aðrar eru bara með ethernet portum. Samt virðast allar keyra sama firmware og eru með sömu "options", vantar bara hardware (í besta falli tengið) til að hosta USB og virka sem airplay hub.

Höfundur
Peacock12
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Staða: Ótengdur

Re: AirTies 4920 firmware / brick

Póstur af Peacock12 »

Þetta fór bara ágætlega svona í restina.

Átti leið framhjá Símanum í Ármúla þannig að ég tók brikkuðu eininguna með mér. Þeir skiptu henni út án athugasemda á staðnum. Tók heilt korter eða svo.

Ekki nóg með það: Upphaflega keypti ég 3 Airties 4920. Einn datt út hillu sirka 1,8m niður á gólf. Það var eh skrölt í honum þannig að ég opnaði og festi plasthús sem hafði losnað á brettinu. Eftir það virkaði hann í par daga áður en hann dó. Þar sem sást á boxinu og þetta var mitt tjón taldi ég mig sitja uppi með ónýta einingu. Keypti annan 3 eininga pakka og náði þannig að dekka ekkert-nema-járnbundin-steypa 3 hæða raðhús nokkuð vel með 5 mesh-routerum. Urðu svo 4 þegar einn brikkaði. (4 sem virka - 1 brikkaður og 1 bilaður).
Tók þennan sem datt með mér líka, sagði þeim hvað hafði gerst og þeir skiptu honum út athugasemdalaust.
Bottom líne: er núna með 6 einingar og aldrei fyrr náð jafn góðu neti.

Mjög sáttur með Símann þessa stundina.
Svara