Þetta er ágætis tillaga en myndi falla um sjálft sig að því leiti að verð gætu þá hugsanlega verið "fest" í stað þess að kaupendur gætu einn daginn gert "uber díl" og að sama skapi gæti seljendur einnig gert góðan díl fyrir sig. Of mikið af sambærilegum vörum en samt svo ólíkum að það væri hægt að segja að þessi týpa ætti að kosta ca bara svona.
Vaktin er hérna bæði fyrir kaupendur og seljendur, verðhugmyndir fyrir opnum tjöldum í söluþráðum í stað PM er að öllu óbreyttu skynsamlegasta leiðin. Hvort seljendur vilji svo kannski gera eitthvað extra transparency og pósta endanlega söluverðið á hlutum þegar þeir loka þráðum er svo alveg annar spjallþráður.
Sem kaupandi er það á þína ábyrgð að skilja við það magn af peningum sem þú ert tilbúinn að greiða fyrir notaða vöru, og sem seljandi er það á þína ábyrgð að vera ekki doucebag og rukka okurverð, enginn að segja samt að seljendur megi ekki reyna að fá gott fyrir sinn snúð. Ef seljandi setur upp mjög lágt verð fyrir einhverja vöru, þá græðir kaupandi, ekki þar með sagt að aðrar eins notaðar vörur eigi að skyndilega að lækka í verði. Allt byggist þetta á framboði og eftirspurn.
Svo erum við líka með vaktara sem halda uppi mjög active aðhaldinu hérna í söluþráðum þannig að besta fyrir þig er að drilla þig í gegnum söluþræði bæði hér og annarsstaðar til að gera upp við þig sjálfur hvað er sanngjarnt verð
