Hæ,
Ég er með iMac 27" mid 2011 sem ég hef ekki verið með í notkun í ca. 2 ár. Ég ákvað að dusta rykið af honum og setja upp aftur - uppfærði og nú slekkur hann alltaf á skjánum eftir mis langan tíma. External skjár virkar fínt en skjárinn á iMac er svartur. Þegar hann virkar þá virðist hann vera í fínu lagi. Ég er búin að googla og sé að margir hafa lent í þessu með þessa tölvu en sé mjög mismunandi svör um lausn á vandamálinu, allt frá því að smella á einhvert combination af stöfum á lyklaborðinu í að skipta út skjánum, skjákorti eða skjákapli.
Ég hef engan sérstakan áhuga á að leggja í mikinn kostnað til að laga þessa öldruðu tölvu, en langaði að ath. hvort að einhver hefði lent í þessu eða viti hver lausnin er.
Þetta er tölvan:
https://support.apple.com/kb/sp689?locale=en_IS
iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 225
- Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
ég lenti í þessu líka, fór með mína í epli og það þurfti að skipta um skjá. Seldi hana í varahluti.
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
Sennilega þetta sem þarf að skipta um. Eða hita lóðningar/skipta um þétta, ef þú leggur í það,
https://www.ebay.com/p/1637579469
https://www.ebay.com/p/1637579469
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
Ég lenti tvisvar í biluðu „Backlight Inverter Board“, í iMac 2009-2011 en það lýsti sér sem mikill hávaði/suð þegar birtustig skjásins var ekki 100%frr skrifaði:Sennilega þetta sem þarf að skipta um. Eða hita lóðningar/skipta um þétta, ef þú leggur í það,
https://www.ebay.com/p/1637579469
Einhversskonar þetta suð, lagaðist með því að skipta um borð. En skjárinn datt aldrei út eins og OP lýsir.
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
Ég lagaði nú einu sinni 32 tommu sjónvarp sem missti algerlega baklýsingu. Það var interver borðið, en eina sem ég þurfti að gera var að lóða í eina díóðu.GuðjónR skrifaði:Ég lenti tvisvar í biluðu „Backlight Inverter Board“, í iMac 2009-2011 en það lýsti sér sem mikill hávaði/suð þegar birtustig skjásins var ekki 100%frr skrifaði:Sennilega þetta sem þarf að skipta um. Eða hita lóðningar/skipta um þétta, ef þú leggur í það,
https://www.ebay.com/p/1637579469
Einhversskonar þetta suð, lagaðist með því að skipta um borð. En skjárinn datt aldrei út eins og OP lýsir.
Sem sagt, baklýsing getur dottið út ef inverter borðið er bilað, en það er misjafnt hvað gerist.
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
Yfirleitt geturðu séð móta fyrir mynd á skjánum ef inverterinn er bilaður, þ.e. eins og fyrri ræðumenn hafa sagt, þá dettur baklýsingin út, en þú ættir að geta séð mjöööög dökka mynd, ekki alveg svart.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: iMac 27" mid 2011 slekkur á skjánum eftir X tíma
Það er rétt, maður sér móta fyrir mynd með sterku ljósi, en margir taka samt ekkert eftir því.