Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Jólin koma snemma í ár!
Þetta viðbjóðslega uppgreiðslugjald hefur verið dæmt ólöglegt!
Ég endurfjármagnaði í desember í fyrra og þurfti að borga 1.557.659.- í uppgreiðslugjald.
Fram að því hafði ég borgað inná lánið á milli 2-3 milljónir og greitt í kringum 7% af þeirri upphæð í þetta gjald.
Núna verður gerð krafa á þá um endurgreiðslu ásamt 4.8% vöxtum plús verðtryggingu.
Og í raun ætti maður að sækja um skaðabætur líka því þetta gjald var hamlandi og kom í veg fyrir það í mörg ár að maður endurfjármagnaði í hagstæðari vexti.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... _ologlegt/
Þetta viðbjóðslega uppgreiðslugjald hefur verið dæmt ólöglegt!
Ég endurfjármagnaði í desember í fyrra og þurfti að borga 1.557.659.- í uppgreiðslugjald.
Fram að því hafði ég borgað inná lánið á milli 2-3 milljónir og greitt í kringum 7% af þeirri upphæð í þetta gjald.
Núna verður gerð krafa á þá um endurgreiðslu ásamt 4.8% vöxtum plús verðtryggingu.
Og í raun ætti maður að sækja um skaðabætur líka því þetta gjald var hamlandi og kom í veg fyrir það í mörg ár að maður endurfjármagnaði í hagstæðari vexti.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... _ologlegt/
- Viðhengi
-
- Screenshot 2020-12-04 at 14.00.51.png (39.61 KiB) Skoðað 5232 sinnum
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1558
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Kom bara á vaktina til að pósta þessari frétt, til lukku Guðjón
Maður hreinlega missti andlitið þegar maður heyrði af þessu í den.
Maður hreinlega missti andlitið þegar maður heyrði af þessu í den.
Starfsmaður @ IOD
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Þetta er nú bara á 1. Dómsstigi svo ég myndi ekki hrósa sigri alveg strax.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
True...Predator skrifaði:Þetta er nú bara á 1. Dómsstigi svo ég myndi ekki hrósa sigri alveg strax.
En þetta gefur tilefni til bjartsýni
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Þetta er nátturulega bara gargandi snilld! Núna bara að bíða eftir að þessir asnar kæri til hæstaréttar (eins og mun 110% gerast) og svo bíða eftir að það verði dæmt ILS í óhag þar líka.
Fyrsta dómstig eða ekki, þetta er áfall fyrir ILS, vonandi bara að þetta gangi hratt.
btw : https://lr.is/hafa-samband/
Sækjum hart í peningana okkar!
Fyrsta dómstig eða ekki, þetta er áfall fyrir ILS, vonandi bara að þetta gangi hratt.
btw : https://lr.is/hafa-samband/
Sækjum hart í peningana okkar!
-Need more computer stuff-
-
- spjallið.is
- Póstar: 496
- Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
Antec P280 kassi | Z370 AORUS Gaming 3 móðurborð | i5-8600K örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition skjákort | 1 TB HDD | 120 GB SSD | 240 GB SSD | 24GB RAM | Cooler Master V750 aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sennheiser GSP 370 heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz skjár | Asus XT8 router | DJI Mavic Air 2 dróni
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Þau eru háttuð allt öðruvissi að mig minnir og eru ekki svona gróf að upphæð.rickyhien skrifaði:bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Við erum með svona lán frá 2008 minni mig og það var endurgreit 2017 minni mig og þar var uppgreiðslugjald kringum 900þ króna. sé þau segja að það sé hætta á fyrning bráðum. Mun maður geta haft samband við neytendastofa eða kærunefnd vöru og þjónustukaupa ef bankinn eru tregir að greiða þessu?
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Það eru öðruvissi reglur núna sem gerir þessu leyfilegt eftir 2013, að hámark 1% af láni.rickyhien skrifaði:bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Með allskonara skilyrðum, mátt borga 1m á ári án gjaldsins og þegar binditíminn rennur út þá máttu greiða upp/endurfjármagna án gjalds.bigggan skrifaði:Það eru öðruvissi reglur núna sem gerir þessu leyfilegt eftir 2013, að hámark 1% af láni.rickyhien skrifaði:bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
Og þetta á bara við um lán á föstum vöxtum.
Enn og aftur er þetta ríkisbákn að brjóta á þegnunum, finna þá sem eru ábyrgir og láta þá svara til saka.
Eru menn ekki alltaf að réttlæta laun með ábyrgð?
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Eitt sem er smá svekk með þessa 1m, ef þú ert með viðbótar lífeyrirsjóð þá telur það upp í þess 1m.GuðjónR skrifaði:Með allskonara skilyrðum, mátt borga 1m á ári án gjaldsins og þegar binditíminn rennur út þá máttu greiða upp/endurfjármagna án gjalds.bigggan skrifaði:Það eru öðruvissi reglur núna sem gerir þessu leyfilegt eftir 2013, að hámark 1% af láni.rickyhien skrifaði:bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
Og þetta á bara við um lán á föstum vöxtum.
Enn og aftur er þetta ríkisbákn að brjóta á þegnunum, finna þá sem eru ábyrgir og láta þá svara til saka.
Eru menn ekki alltaf að réttlæta laun með ábyrgð?
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
hmm þetta er mjög áhugavert, ætla að athuga þetta vel á mánudagin
hef ekkert að segja LOL!
-
- has spoken...
- Póstar: 191
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Svona, svona. Uppgreiðslugjald er í raun hinn eðlilegasti hlutur enda eru boðnir lægri vextir til þeirra sem það velja. Auðvitað er mikið álitamál hvaða skilmálar eru eðlilegir á uppgreiðslugjaldi en það er önnur ella.
Ef niðurstaða héraðsdóms stendur á síðari dómsstigum spái ég endurspilun á gengistryggingarlánabixinu eftir hrun: Þeir sem völdu áhættusamari kostinn (gengistryggt vs verðtryggt) högnuðust flestir en ekki allir á endanum sérstaklega á því. Nú er útlit fyrir að þeir sem völdu áhættusamara lánsformið hagnist á því sérstaklega, eins og þá vegna formmistaka, þeas lægstu vexti og uppgreiðslugjaldið endurgreitt.
Ég er samt fjarska glaður þó augljóslega fái ég ekkert út úr þessu dæmi Ég fagna öllum löðrungum sem aðgangsharðar íslenskar fjármálastofnanir fá.
Semsagt til hamingju, í bili amk, þið uppgreiðslugjaldsfólk.
Ef niðurstaða héraðsdóms stendur á síðari dómsstigum spái ég endurspilun á gengistryggingarlánabixinu eftir hrun: Þeir sem völdu áhættusamari kostinn (gengistryggt vs verðtryggt) högnuðust flestir en ekki allir á endanum sérstaklega á því. Nú er útlit fyrir að þeir sem völdu áhættusamara lánsformið hagnist á því sérstaklega, eins og þá vegna formmistaka, þeas lægstu vexti og uppgreiðslugjaldið endurgreitt.
Ég er samt fjarska glaður þó augljóslega fái ég ekkert út úr þessu dæmi Ég fagna öllum löðrungum sem aðgangsharðar íslenskar fjármálastofnanir fá.
Semsagt til hamingju, í bili amk, þið uppgreiðslugjaldsfólk.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Uppgreiðslugjaldið var 16% hjá þeim sem vann málið gegn ÍLS.rickyhien skrifaði:bíddu bíddu, ég var að undirrita lán hjá Landsbankanum fyrir sirka viku og las um þetta uppgreiðslugjald...verður það EKKI á næstunni? Mun bankinn senda einhverjar nýjar upplýsingar um að það lið sé felld niður?
Hjá öðrum hefur það verið í kringum 1% minnir mig.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Ég borgaði upp mitt íls lán fyrir 2 árum og það var eitthvað í kringum 1,5 mills í þetta helvítis gjald. Ég hefði alveg verið til í að eyða þeim peningum í eitthvað annað.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Vá hvað þessi Íbúðalánasjóður er fáránlegur. Ríkisstofnun með ríkisábyrgð en getur ekki boðið lán á hagstæðari kjörum. Reyndar eru allir bankarnir í dag í ríkiseigu, þetta er skrítið kerfi á Íslandi!
Sósíalistar bjuggu þessa íbúðalánastofnun til í nafni þess að "hjálpa" okkur greyjunum, en svo reynist þessi stofnun vera ekkert annað en glæpsamlegur hákarl sem níðist á okkur greyjunum.
Kominn tími til að leggja þessa óþarfa stofnun niður. Engin þörf á henni lengur.
Sósíalistar bjuggu þessa íbúðalánastofnun til í nafni þess að "hjálpa" okkur greyjunum, en svo reynist þessi stofnun vera ekkert annað en glæpsamlegur hákarl sem níðist á okkur greyjunum.
Kominn tími til að leggja þessa óþarfa stofnun niður. Engin þörf á henni lengur.
*-*
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Nákvæmlega. Maður hélt að þetta væri "góði gæinn" á lánamarkaði og að manni væri betur borgið að taka íbúðalán hjá þessari stofnun frekar en bönkunum. Ónei. Feginn er ég að hafa selt á sínum tíma og losnað við ÍLS lánið í leiðinni.appel skrifaði:Vá hvað þessi Íbúðalánasjóður er fáránlegur. Ríkisstofnun með ríkisábyrgð en getur ekki boðið lán á hagstæðari kjörum. Reyndar eru allir bankarnir í dag í ríkiseigu, þetta er skrítið kerfi á Íslandi!
Sósíalistar bjuggu þessa íbúðalánastofnun til í nafni þess að "hjálpa" okkur greyjunum, en svo reynist þessi stofnun vera ekkert annað en glæpsamlegur hákarl sem níðist á okkur greyjunum.
Kominn tími til að leggja þessa óþarfa stofnun niður. Engin þörf á henni lengur.
Eini "kosturinn" við ÍLS v.s t.d bankana er að lengi vel þá lánuðu bankarnir m.v. fasteignamat en ÍLS m.v. brunabótamat, ef ég man rétt. Það gerði það að verkum að nánast vonlaust var að fá húsnæðislán hjá bönkunum til að kaupa á landsbyggðinni þar sem að fasteignamat var mikið lægra en markaðsverð. Brunabótamatið var nær markaðsverði og var ÍLS kannski eina vonin til að fá lán sem náði eitthvað upp í kaupverðið. Þetta er held ég liðin tíð í dag og þessi stofnun því algjörlega tilgangslaus. Reyndar er núna búið að sameina Mannvirkjastofnun og ÍLS undir nafninu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Yay. Milljarðar úr ríkissjóði í vasa fasteignaeigenda sem vissu undir hvað þeir voru að skrifa þegar þeir tóku lán á hagstæðum vöxtum...
Frábært fyrir alla landsmenn.
Frábært fyrir alla landsmenn.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Milljarðar sem teknir voru af fasteignaeigendum með ólögmætum hætti og inn í ríkissjóð, buhu að þeir þurfi að skila ránsfengnum.Nariur skrifaði:Yay. Milljarðar úr ríkissjóði í vasa fasteignaeigenda sem vissu undir hvað þeir voru að skrifa þegar þeir tóku lán á hagstæðum vöxtum...
Frábært fyrir alla landsmenn.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 645
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Uppgreiðslugjaldið á láninu mínu frá 2008 var seinast þegar ég athugaði eitthvað í kringum 12% eða meir, síðan þá hafa stýrivextir lækkað enn meira og það kemur til hækkunar á uppgreiðsluprósentu.
Quote'a starfsmann ÍLS sem sagði við mig orðrétt í síma eitt sinn "Þú ert með svona lose lose lán!"
Quote'a starfsmann ÍLS sem sagði við mig orðrétt í síma eitt sinn "Þú ert með svona lose lose lán!"
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Íslensk stjórnvöld búin að áfrýja þessum dómi: https://www.visir.is/g/20202047093d/afr ... -milljarda
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Þetta lið kann ekki að skammast sín, Sjóðurinn hagar sér eins og TR gerði og gerir að reyna í rauðann dauðann að greiða ekki til baka það sem var oftekið eins og með þá sem voru með búsetuskerðingu þar á meðal ég. Nú þurfum við ss skattgreiðendur að borga fyrir þessa áfríun íbúðarlánasjóðs svo sjóðurinn geti haldið áfram að stela af lántökumNjall_L skrifaði:Íslensk stjórnvöld búin að áfrýja þessum dómi: https://www.visir.is/g/20202047093d/afr ... -milljarda
Last edited by einarhr on Þri 08. Des 2020 16:22, edited 1 time in total.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Og ofbeldið heldur áfram, nú kemur sér vel fyrir sjallamafíuna að hafa handvalið vini sína í Landsrétt.
Ætli það þurfi ekki MDE til að fá óhlutdrægan úrskurð.
Ætli það þurfi ekki MDE til að fá óhlutdrægan úrskurð.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu skrifaði:En það svakalegasta í þessu máli öllu er að það ber enginn ábyrgð. Aðeins skattgreiðendur sem axla ábyrgð vegna mistaka opinberra starfsmanna sem falin var ábyrgð og þeir risu ekki undir. Enginn þeirra mun axla ábyrgð, og enginn þeirra mun hafa fyrir því að biðjast fyrirgefningar á glapræðinu. Þeim er eflaust sama, þeir fengu allir sitt.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs dæmt ólöglegt !!!
Akkúrat!Sallarólegur skrifaði:Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu skrifaði:En það svakalegasta í þessu máli öllu er að það ber enginn ábyrgð. Aðeins skattgreiðendur sem axla ábyrgð vegna mistaka opinberra starfsmanna sem falin var ábyrgð og þeir risu ekki undir. Enginn þeirra mun axla ábyrgð, og enginn þeirra mun hafa fyrir því að biðjast fyrirgefningar á glapræðinu. Þeim er eflaust sama, þeir fengu allir sitt.
Í stað þess að biðjast afsökunar og leiðrétta svikin og reyna að bæta fyrir þau þá setur Bjarni Ben hausinn í sandinn og ýtir þessu á næsta dómstig í þeirri veiku von um að það finnist einhverjir tæknilegir gallar til þess að svikin haldi, á meðan helur sjóðurinn áfram að innheimta gjald sem dæmt hefur verið ólögleg.
Skaðinn sem þetta veldur er margþættur, ekki bara gjaldið sem slíkt heldur eru margir hikandi (þar á meðal ég á sínum tíma) við að taka stökkið og taka á sig margar milljónir til þess eitt að fá að endurfjármagan í hagstæðari vexti. Það ætti því að endurgreiða upphæðina með dráttarvöxtum ástamt skaðabótum og afsökunarbeiðni. En það tíðkast víst ekki í þessu banananeinræði.