Ég skil ekki alveg pælinguna á bakvið dýrar útgáfur af mid-range kortum, þegar þær eru farnar að kosta svipað eða meira en ódýrari kortin í línunum fyrir ofan.
Haha what þetta er nú alveg fáránleg verðlagning þegar horft er á hvað annað er í boði á sama verðpunkti, hellingur af 3070 módelum í boði ódýari eða á sama verði.
Sjálfum finnst mér 3060Ti um 100k og 3070 á um 130k frekar eðlilegt þegar horft er á performance bilið á milli þeirra.
Ég sé ekki þennan múgæsing í að fá kortið STRAX bara til að borga slatta aukalega fyrir það...
Það verður líka bara til þess að verslanir halda verðum uppi eins lengi og hægt er.
Ætla að tippa á að öll 3XXX línan verði á umtalsvert betra verði fljótlega á nýju ári þegar nóg verður framboðið.
Kortin áttu aldrei að kosta $399, AIB partners ætluðu alltaf að selja þau í kringum $499 eða $579 eins og sum kort láku upprunalega, Nvidia breyttu verðinu mjög seint. Það verður sennilega bara reference kortið sem nær nálægt $399. Svo er mjög dýrt að senda hluti STRAX í búðir, það tekur 1-2 mánuði að senda með skipi, en fljótt (og mjög dýrt í Covid) að senda með fraktflugi.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Ég skil ekki alveg pælinguna á bakvið dýrar útgáfur af mid-range kortum, þegar þær eru farnar að kosta svipað eða meira en ódýrari kortin í línunum fyrir ofan.
Dropi skrifaði:Kortin áttu aldrei að kosta $399, AIB partners ætluðu alltaf að selja þau í kringum $499 eða $579 eins og sum kort láku upprunalega, Nvidia breyttu verðinu mjög seint. Það verður sennilega bara reference kortið sem nær nálægt $399. Svo er mjög dýrt að senda hluti STRAX í búðir, það tekur 1-2 mánuði að senda með skipi, en fljótt (og mjög dýrt í Covid) að senda með fraktflugi.
Athyglisvert og pottþétt stór ástæða. Ég skil ekki alveg þessa verðlagningu almennt.
100.000kr er ótrúlega hátt verð fyrir low-mid range skjákort.
Það var nú ekkert lítið gert grín af manni fyrir að kaupa 2080 Ti á 180.000kr en það var þó allavega það besta þá.
afv skrifaði:Athyglisvert og pottþétt stór ástæða. Ég skil ekki alveg þessa verðlagningu almennt.
100.000kr er ótrúlega hátt verð fyrir low-mid range skjákort.
Það var nú ekkert lítið gert grín af manni fyrir að kaupa 2080 Ti á 180.000kr en það var þó allavega það besta þá.
Eina leiðin til að fá þessi kort á geðrænu verði er að bíða í nokkra mánuði. Ekki vikur, það dugir ekki til. Mánuði...
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Dr3dinn skrifaði:ég er svo sammála mönnum hér um þessi rugl verð sem eru í gangi....400usd varð 100þ er óboðlegt
Jafnvel þótt 400 USD er án skatta, þá er þetta rosalegur verðmunur. En þetta er bara gegnumgangandi utan USA, ekki síst í Evrópu, að neytendur eru að borga muuun meira en í USA.
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Keypti 1060 6GB, þó ekki á fyrsta degi, man ekki hvor það hafi verið á sirka 50 þús.
Svo keypti ég 2060 Super í janúar á þessu ári á 70 þús, planið var að láta konuna fá það núna og kaupa 3060 eða 3070... En mér þykir þetta stökk orðið of mikið xx60 kortin eiga ekki að kosta um og yfir 100k
okrað á öllu í dag, ef eitthvað nýtt kemur út þá er duglega klínt á það og búðir komast upp með þetta því eftirspurn er það gríðarlega mikil að allt selst upp.
Asus ROG kortinn eru samt alltaf dýrari en reference/base en auðvitað hjálpar ekki að Tölvulistinn er að flytja það inn og bætir sina verðlagningu ofan á
en midað við sum verð hér á klakanum þá er ég sáttur að hafa fengið 3080 á 169 þús
AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX
Áhugavert að sjá hvernig búðirnar heima eru að smyrja vel ofaná þegar erlend vefverslun er ekki til staðar.
"Blast from the past" hugsar maður.
Búðirnar úti eru undir hæl framleiðanda og komast einfaldlega ekki upp með að okra. Ekki alveg sama upp á kantinum hér.
... og í guðana bænum ekki kaupa kort á auka 20-30þ kr því að það er með 50 kr meira af áli og 2% hærri boost clock.
That's how they make them margins.
Last edited by Bourne on Fim 03. Des 2020 16:28, edited 2 times in total.