Ég kaupi móðurborð hjá íslensku fyrirtæki og kassinn hefur greinilega verið opnaður og sata kaplarnir ekki í poka eins og vanalega, líka búið að opna pokana með skrúfunum sem fylgja móðurborðinu
Nú spyr ég ætti ég að byðja um afslátt eða ætti ég að skila því ?
Ætti ég að hafa einhverjar áhyggjur af þessu ?
BTW ég hringi í fyrirtækið um leið og ég sé þetta og þeir segja að þeir hafi fengið þetta móðurborð í síðustu viku og fullyrða að það hafi aldrei verið opnað af þeim né öðrum og að það sé nýtt
UPDATE: Fór með móðurborðið til baka og þeir einmitt sjá allar skrúfurnar þeir voru hissa því það eru skrúfur þarna sem eiga ekki að vera með þessu móðurborði !


(ætla ekki að nefna hjá hvaða fyrirtæki strax þar sem þessi póstur er ekki ætlaður til að sverta það)