Ég fann svipað vandamál hér á síðunni eftir stutta leit en það var krítískur munur á því og mínu vandamáli svo ég vona að einhver hér geti hjálpað mér.
Ég var að setja upp tölvu fyrir viku síðan sem er að endurræsa sig í ákveðnum leikjum. Ég get spilað LoL frekar lengi og ekkert kemur upp á en í hvert skipti sem ég ræsi Metro Exodus næ ég að spila í ca 5-10 mínútur þar til að vélin endurræsir sig. Einnig hef ég verið að lenda í því að hljóðið versnar með tímanum í leiknum (clipping og choppy hljóð - hljómar eins og digital truflanir).
- AMD Ryzen R5 3600x með stock cooler,
- ASUS TUF GTX1660 SUPER OC þriggja viftu kæling,
- ASRock B550 Phantom Gaming 4 án wifi,
- Corsair vengeance DDR4 3600 16gb (2x8gb),
- Coolermaster MWE 750 Gold,
- Kingston 960 gb ssd
Ekkert overclock á GPU, Memory né CPU
Þegar ég fékk íhlutina var galli á skjákortinu þar sem viftu kapall var ekki tengdur og því voru vifturnar alltaf í botni þegar vélin ræsti sig inn í windows. Ég var búinn að spila á henni Metro Exodus í góðan tíma en hafði ekki upplifað neitt crash þá. Ég fór svo með vélina í Tölvutækni þar sem ég keypti GPU-ið þar sem þessi galli fannst en þeir kipptu honum í lag og nú keyrir kælingin rétt en aftur, ég er að upplifa þessi restart.
Það sem ég er búinn að gera:
- Keyra Unigine Heaven í rúmlega klukkutíma 3x sinnum, í eitt skiptið restartaði hún sér - CPU temp að meðaltali ca 65-66 gráður með spike í 75 af og til í ca 1 sek. GPU temp í kringum 75 gráður eftir þennan klukkutíma.
- Monitora og logga temps í spilun á Metro með MSI afterburner fram að crash en get ekki séð neitt athugavert í þeim gögnum varðandi hitastig né notkun
- Uppfæra MOBO bios
- Uppfæra alla driver-a sem tengjast móðurborði og skjákorti
- Keyra Cinebench 5x
Eit enn, þegar ég var að tengja alla PSU kapla eru 2 12v tengi á móðurborðinu, annarsvegar merkt ATX12V1 sem er 8 pinna tengi og hinsvegar ATX12V2 sem er fjögurra pinna tengi og ég tengdi bara í 8 pinna tengið. Getur verið að það vanti bara að tengja í þetta ATX12V2 og að PSU nái ekki að supply-a nógu mikið afl og slökkvi á tölvunni?
Hefur þú kæri lesandi góða hugmynd um hvað sé að eða hugmynd að fleiri prófunum sem ég get gert til þess að njörva niður vandamálið?