Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Garri »

Sælir

Var að versla mér minnst 2-3ja ára gamla hönnun af skjávarpa, Epson 705HD sem er með þeim helsta annmarka að svarti liturinn verður ekki nógu svartur.. skilst mér. Fæ hann eftir helgi.

Epson Home theater Cinema 705HD

Það sem mig langaði að spyrja ykkur að hvaða tjöld þið munduð mæla með fyrir varpa með þetta vandamál. Sumir tala um grá tjöld og þá er auðvitað til mismunandi gráir tónar. Tjaldið hjá mér verður að vera 2x2m

Kannski vitið þið um góða endursöluaðila á tjöldum?

Eins.. hvaða reynslu hafið þið af því að taka perur í svona gripi af Ebay og þá frá Hong Kong, Kína, Tawain osfv.?

Andri Þór H.
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
Staðsetning: SensaHQ
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Andri Þór H. »

Er nú enginn snillingur í þessu en tjaldið mitt er bara 4mm PVC plata og heimasmíðaður rammi og efni úr Húsasmiðjunni :happy

en afhverju villtu hafa Tjaldið 2x2 metrar ? villtu ekki hafa það 16:9 ?

Tjaldið mitt er 21:9 eða 2.35:1 sem gerir það 105x246cm minnir mig

kemur bara rosalega vel út að mínu mati.. en einn daginn mun maður fara í alvöru tjald.
er ekki kominn svo langt að fara spá í hvað Gain ég á að vera með og kvort ég fari í Silver Screen til að geta verið með 2 varpa að varpa 3D

getur fengið þessar plotur hérna.. fínt svona til að byrja á..
http://www.ga.is/is/cat/pvc-plotur

Lítur svona út.

Mynd

lítur svona út í dag :D
Mynd
Netsérfræðingur
www.andranet.is
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af svanur08 »

Ef ég fengi mér skjávarpa og tjald myndi ég persónulega hafa það 16:9, kannski vegna þess ég horfi svo mikið á þætti frekær en bíómyndir og blu-ray upplausnin er í 16:9. \:D/
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Garri »

Rosalega flott hjá þér Andri Þór..

Tjaldið þarf ekkert að vera 2x2m en það má ekki vera breiðara en 2m. Er með herbergi sem ég nota aðeins sem sjónvarpsherbergi í dag, það er málað dökk blátt og er með mjög litlum glugga um 30cm á hæð og 1.5m á lengd sem snýr þar að auki í norður og þar eru um 3m í kletta sem ná upp yfir húsþak.. sem sagt, það mjög dimmt í þessu herbergi. Í stofunni er ég svo með annað tæki.

Ástæðan fyrir því að þetta herbergi er kjörið er ekki bara það, heldur er herbergið líka L-laga. Stylkurinn er rúmir 2m á breidd og 4.5m á lengd. Hafði hugsað mér að hafa hátalarana, söbbinn, móttökutækin, geisladiska, snúrur og annað á bak við tjaldið. Búa sem sagt til falskt rými með tjaldinu þannig að maður væri að horfa svona 2 - 2.5m frá og þá minnir mig að 2m sé bara nokkuð sæmileg breidd, þarf að skoða reiknivélar aftur til að fara rétt með. Varpan mundi ég hafa á hillu á veggnum fyrir ofan sófann.

Það að mála vegginn fyrir enda kom til greina þegar ég hugsaði fyrst um þetta, en gallinn við þá útfærslu er sá að þá væri um 3.5-4m frá sófa að vegg og 2m í breidd á tjaldi í það minnsta miðað við þá fjarlægð. Hér í denn þurfti svona tjald helst að vera grátt, kannski upp úr 2000. Kannski þarf þess ekki í dag lengur og sérstaklega afþví ég er með kol-dimmt herbergi. Allavega, ef ég kaupi svona tjald, þá væri gott að gæti ýkt svarta litinn frá varpanum.

Edit:
Mældi þetta m.t.t. setu. Ofmat Ameríska sófann, í raun situr maður þetta aðeins 50-70cm frá veggnum. Hélt að það væri meir. Ef ég hef tjaldið 1.2-1.5m frá vegg, þá er maður um 3.3m frá tjaldinu. Gengur nokkurn vegin upp. Skv. þessari reiknivél. Projectorcentral.com þá þarf þessi varpi að veraum 3.3m frá tjaldi til að sýna 2m á breidd. (16:9) Svo er 1.2 optical zoom sem leyfir um 20% variasjón ef ég skil þetta rétt.

Las einhversstaðar að menn væru að nota ND filter (úr gleri) á varpana ef dimmt væri í rýminu.. hafa menn heyrt þetta eitthvað?
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Hrotti »

Garri skrifaði:Tjaldið þarf ekkert að vera 2x2m en það má ekki vera breiðara en það. Er með herbergi sem ég nota aðeins sem sjónvarpsherbergi í dag, það er málað dökk blátt og er með mjög litlum glugga um 30cm á hæð og 1.5m á lengd sem snýr þar að auki í norður og þar eru um 3m í kletta sem ná upp yfir húsþak.. sem sagt, það mjög dimmt í þessu herbergi. Í stofunni er ég svo með annað tæki.

Ástæðan fyrir því að þetta herbergi er kjörið er ekki bara það, heldur er herbergið líka L-laga. Stylkurinn er rúmir 2m á breidd og 4.5m á lengd. Hafði hugsað mér að hafa hátalarana, söbbinn, móttökutækin, geisladiska, snúrur og annað á bak við tjaldið. Búa sem sagt til falskt rými með tjaldinu þannig að maður væri að horfa svona 2 - 2.5m frá og þá minnir mig að 2m sé bara nokkuð sæmileg breidd, þarf að skoða reiknivélar aftur til að fara rétt með. Varpan mundi ég hafa á hillu á veggnum fyrir ofan sófann.

Það að mála vegginn fyrir enda kom til greina þegar ég hugsaði fyrst um þetta, en gallinn við þá útfærslu er sá að þá væri um 3.5-4m frá sófa að vegg og 2m í breidd á tjaldi í það minnsta miðað við þá fjarlægð. Hér í denn þurfti svona tjald helst að vera grátt, kannski upp úr 2000. Kannski þarf þess ekki í dag lengur og sérstaklega afþví ég er með kol-dimmt herbergi. Allavega, ef ég kaupi svona tjald, þá væri gott að gæti ýkt svarta litinn frá varpanum.

Las einhversstaðar að menn væru að nota ND filter (úr gleri) á varpana ef dimmt væri í rýminu.. hafa menn heyrt þetta eitthvað?



Menn eru að nota nd filtera til að ýkja dökka litinn og minnka ljósmagnið, það hefur í raun ekkert með herbergið að gera en væri þó auðvitað gagnlegra í dimmu herbergi, þar sem að contrastinn fær að njóta sín.

Ég myndi í þínum sporum fara í gardínubúð og kaupa smá rúllugardínuefni til að prufa þig áfram. það kostar sáralítið og þá færðu tilfinningu fyrir því hvað þú vilt gera, bæði varðandi stærð og lit. Grá tjöld eru ágæt til að ýkja svarta litinn en það er vand með farið ef að þú reynir að búa til tjald sjálfur, flestir alvöru framleiðendur eru samt með svona tjöld.

þér er líka velkomið að hafa samband ef að þig vantar info, ég er búinn að standa í þessum myndvarpamálum síðan 2003 þannig að eitthvað ætti maður að vita :)

EDIT:
Ef að þú zoomar hann alveg út þá ættirðu að sleppa með 3 metra til að ná 2ja metra breiðri mynd.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Garri »

Takk fyrir það Hrotti.. mun örugglega nýta mér það í framtíðinni.

En eitt var ég að skoða. Þarf örugglega að skipta um peru á næstu árum. Hvað reynslu hafa menn af perum öðrum en OEM?

Eru það ekki Osram og hvað, Philips sem framleiða hágæða perur í þetta, síðan einhverjir þokkalegir "third party" aðilar og loks, ódýrar eftirhermur frá Kína og Kó..

Prófaði á ebay og fékk létt sjokk.. ekki nokkur leið að sjá hvað er hvað þarna.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Hrotti »

Garri skrifaði:Takk fyrir það Hrotti.. mun örugglega nýta mér það í framtíðinni.

En eitt var ég að skoða. Þarf örugglega að skipta um peru á næstu árum. Hvað reynslu hafa menn af perum öðrum en OEM?

Eru það ekki Osram og hvað, Philips sem framleiða hágæða perur í þetta, síðan einhverjir þokkalegir "third party" aðilar og loks, ódýrar eftirhermur frá Kína og Kó..

Prófaði á ebay og fékk létt sjokk.. ekki nokkur leið að sjá hvað er hvað þarna.
Ég er búinn að vera með varpa frá JVC síðan 2008 (RS2 í 4ár og svo RS45) og ég prufaði að kaupa perur frá öðrum en JVC og mæli alls ekki með því. Þær voru heitari og varpinn þurfti að vera með viftuna á meiri hraða og svo urðu þær mjög hratt dimmar og leiðinlegar. Ég er amk farinn að splæsa 400$ í alvöru JVC peru frekar en 100$ í eitthvað drasl.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Aimar »

endurvakning.

Eru menn með einhverjar nýjar hugmyndir um taldið? er komið eitthvað nytt og betra efni fyrir svona sjónvarps-skjávarpa? er með varpa sem er á borði og vísar upp Xaiomi.
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af arons4 »

Aimar skrifaði:endurvakning.

Eru menn með einhverjar nýjar hugmyndir um taldið? er komið eitthvað nytt og betra efni fyrir svona sjónvarps-skjávarpa? er með varpa sem er á borði og vísar upp Xaiomi.
Hef heyrt af málningu ef það er möguleiki. Þarf veggurinn að vera mjög sléttur og málaður með eitthverri sérstakri málningu.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af hagur »

Ég er með vegg klæddan með spónarplötum í kjallaranum hjá mér, þar sem varpinn er. Til að ná alveg sléttum fleti og losna við samskeytin á spónarplötunum þá keypti ég bara stóra spónarplötu í Byko, sagaði hana niður þannig að hún er 16:9 og c.a 100" horn í horn. Keypti rúllu af sérstöku skjávarpatjaldsefni af aðila hér á Vaktinni, sem var akkúrat að losa sig við á sama tíma (Upprunalega keypt hér ef ég man rétt, https://www.carlofet.com/shop/projector ... m=Seamless). Efnið límdi ég á spónarplötuna með lím-spreyi sem ég keypti í Kemi. Svo keypti ég rúllu af sérstöku filt-efni sem er er algjörlega matt svart og gleypir í sig ljós og bjó til border utanum þetta. Útkoman er c.a 100" fullkomlega slétt 16:9 fixed frame "tjald", fyrir brota brot af verðinu sem slíkt tilbúið tjald kostar.
Skjámynd

L0ftur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Mán 01. Ágú 2011 16:54
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af L0ftur »

Mæli með dnp tjöldunum.
Z590 Asus ROG Strix gaming WiFi, Gigabyte 3080 Master, i9 11900K. 64Gb RAM
Z390 Gigabyte Aorus Elite RGB, Gigabyte 2080 Ti Gaming OC, i7 9700. 32Gb RAM
Z390 ITX Gigabyte Aorus Pro WiFi, Gigabyte 3070, i9 9900K. 32Gb RAM
Z270 Asus Prime i7 7700. Asus ROG STRIX 2070. 16Gb RAM

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af netkaffi »

Hver er kosturinn við að vera með skjávarpa vs sjónvarp? Var að spá í að fá mér varpa bara útaf ég nenni ekki að bera sjónvarp inn og út þegar ég flyt. En svo þarf maður að skipta um peru í varpanum og græja tald (sbr. umræðu að ofan), svo það er spurning. Sendið mér dm ef þið viljið frekar að ég geri nýjan þráð um þetta efni.
Last edited by netkaffi on Mán 16. Nóv 2020 20:18, edited 1 time in total.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af hagur »

netkaffi skrifaði:Hver er kosturinn við að vera með skjávarpa vs sjónvarp? Var að spá í að fá mér varpa bara útaf ég nenni ekki að bera sjónvarp inn og út þegar ég flyt. En svo þarf maður að skipta um peru í varpanum og græja tald (sbr. umræðu að ofan), svo það er spurning. Sendið mér dm ef þið viljið frekar að ég geri nýjan þráð um þetta efni.
Auðvitað stærðin og bíó fílingurinn. Gott TV er líklega betra að öllu öðru leyti, nema þú fariri í sjúklega high-end varpa og tjald og er með alveg light-controlled rými.

Ég myndi aldrei mæla með skjávarpa eingöngu og varla fyrir venjulega íbúð þar sem hann bæri t.d hafður inní stofu. Ég er með sér rými í kjallaranum hjá mér þar sem ég er með varpann og þar nýtur hann sín vel. Er svo með sjónvarp uppí stofu fyrir hefðbundið gláp.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af netkaffi »

Mjá, kannski maður kaupi sér þá frekar bara sjónvarp. Er ekkert mótfallinn því að kaupa rándýran varpa, en það er margt annað sem ég þarf að kaupa fyrst svo ég efa að það verði eitthvað á næstu árum.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af kizi86 »

netkaffi skrifaði:Mjá, kannski maður kaupi sér þá frekar bara sjónvarp. Er ekkert mótfallinn því að kaupa rándýran varpa, en það er margt annað sem ég þarf að kaupa fyrst svo ég efa að það verði eitthvað á næstu árum.
https://www.tunglskin.is/product/mi-las ... or-150.htm <<< ég er með þennan varpa.. og þetta er alger life-changer munur frá venjulegu vörpunum, að vera með svona ultra short-throw varpa. er ca 40cm frá veggnum, sitjandi bara á sjónvarpsskenknum. ca 150" mynd á veggnum.
ekkert meðhöndlað vegginn á neinn hátt, en kemur ótrúlega vel út. hann er MJÖG bjartur, get verið með kveikt á stofuljósunum á fullum styrk (er með dimmer) og skemmir myndina á varla neinn hátt. svo lengi sem sólargeislarnir skíni ekki beint á vegginn, er þetta 100% unaður.

svo er þetta laser varpi, þe ekki venjulegar perur eða led ljós. svo er "keystone correction" auðveldasta í heimi eftir að hefur sett varpann upp, stýrir því bara með fjarstýringunni. allar stillingar á varpanum fara fram inni í settings inni í android kerfinu á varpanum.

svo er planið að fá sér svona ALR screen, Ambient Light Rejection, þá skiptir sólarljós ENGU máli
getur prufað að fara í gegnum ferlið á þessari síðu til að finna tjald sem hentar þér : https://www.stewartfilmscreen.com/en/screen-finder
og hér eru meiri upplýsingar um ALR: https://projectorninja.com/what-is-the- ... en-anyway/
Last edited by kizi86 on Mán 16. Nóv 2020 21:20, edited 2 times in total.
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af netkaffi »

Ok, geggjað. Ég er sold. Ég er greinilega að fara vera með 100" tjald á næsta ári. Fokk 75" sjónvarp, lol. Jess.
Ég þarf bara að fá leyfi hjá leigusalanum mínum að skrúfa myndvarpahaldarann í loftið.
PS5 og 100" tjald, 2021 er að fara vera gott ár.

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Projectors - Skjávarpar - Sýningartjöld

Póstur af Dóri S. »

Cinegrey 5d frá Elite screens. Þú færð talsvert hærri contrast, 1,5x bjartari mynd og þú getur haft kveikt á ljósum í herberginu án þess að það hafi mikil áhrif á myndina.
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.
Svara