Tiger skrifaði:Með external ip töluna örugglega rétta og valda í portforward? Lenti í svipuðu, restart á plex servernum lagði þetta.
En þarftu þetta nokkuð fyrst þú ert bara að stream-a localy? Þetta er bara ef aðrir fyrir utan þittt net séu að horfa.
Ég var búinn að taka það fram að ég er að reyna að streyma externally, yfir WAN s.s., annars hefði ég bara notað DLNA.
Ég endurræsti serverinn og þá fór allt að virka nema það kom upp eitthvað um að ég væri ekki beintengdur við serverinn svo streymið yrði ekki í bestu gæðum og það sést alveg þegar ég reyni að spila eitthvað. Fann svo reyndar útúr því, þurfti að setja inn manual public port sem er bara sama port (32400) og ég gerði forward á í router. Svoldið asnalegt en ok
hilmard94 skrifaði:Vildi bara benda þér á að það er hægt að nota plex án þess að það flokki allt hjá þér, breytir bara smá stillingum í Advanced flipanum þegar þú gerir Add Library.
Já, ég komst alla leið í þessu, tók allt þetta "Netflix" stöff út (movies/tv shows/podcasts/live tv), stillti library-ið og valdi svo að fá bara að sjá folders í sjónvarpinu. Svo var líka að bögga mig að texti sem fylgir sumum þáttum á server, annað hvort í videoskránni eða sem sér textaskrá, var ekki að koma sjálfkrafa inn þegar maður spilar efni en ég fann réttu stillinguna fyrir það svo þetta er komið nokkuð nálægt því sem ég var að leita að.
Það sem er að bögga mig svo núna er að þegar ég ætla að spila eitthvað þá kemur upp tilkynning um að ég verði að kaupa áskrift að Plex Pass eða borga eitthvað one time gjald annars fái ég bara að spila 1 mínútu af myndefninu, þetta kemur amk. upp á símanum mínum þegar ég prófa þar, á eftir að prófa á sjónvarpinu og get það ekki fyrr en í kvöld, en verður þetta eins þar? Þarf ég að borga til að geta notað þetta fyrir myndefni sem ég er að streyma frá minni eigin tölvu?

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]