Of langt gengið ?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Of langt gengið ?

Póstur af brain »

Af mbl.is : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020 ... atruflana/

Finnst Vökturum þetta of langt gengið ?

Í frum­varpi um breyt­ingu á lög­um um fjar­skipti er lagt til að fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um verði gert að varðveita svo­kallaða „lág­marks­skrán­ingu gagna“ um fjar­skiptaum­ferð not­enda í sex mánuði.

Gegn dóms­úrsk­urði geti lög­regla svo fengið aðgang að þess­um gögn­um sem meðal ann­ars „geta upp­lýst hver af viðskipta­vin­um þess var not­andi til­tek­ins síma­núm­ers, IP-tölu eða not­and­a­nafns, jafn­framt því að upp­lýsa um all­ar teng­ing­ar sem not­and­inn hef­ur gert, dag­setn­ing­ar þeirra, hverj­um var tengst og magn gagna­flutn­ings til viðkom­andi not­anda“, eins og seg­ir í frum­varp­inu.

Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ganga lengra og seg­ir í um­sögn sinni um frum­varpið að „þar sem seg­ir m.a. að fjar­skipta­fyr­ir­tæki eigi að geta upp­lýst lög­reglu um „hver af viðskipta­vin­um þess var not­andi til­tek­ins síma­núm­ers, IP-tölu eða not­and­a­nafns“ er mik­il­vægt að lög­regla hafi einnig heim­ild til þess að fá veitt­ar upp­lýs­ing­ar um „hvaða síma­núm­er til­tek­inn viðskipta­vin­ur var með á ákveðnu tíma­bili““. Brýn­ir hags­mun­ir geti staðið til þess að vita hvaða núm­er eru í notk­un til­tek­ins viðskipta­vin­ar – hvern hann hring­ir í og hver hring­ir í hann, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.
Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af Atvagl »

Varðandi neðstu málsgreinina: Mér finnst alveg eðlilegt að afhenda upplýsingar um hver er skráður á bakvið símanúmer og IP-tölur gegn dómsúrskurði - en það verður þá að vera dómsúrskurður, sérstaklega ef á að fara í gegnum notkunarsögu númersins. Fjarskiptafyrirtækin geta samt ekki sagt til um hver er á bakvið tiltekið notendanafn ef samskiptin eru https.

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af bigggan »

Held að hæstiréttur ESB hefur haldið fram að almenn gagnasöfnum um notenda væri ólögleg

https://www.ft.com/content/752ec05c-bf0 ... 144feabdc0

Kanski er þetta leyfilegt undir þessi dómur.
Last edited by bigggan on Mán 09. Nóv 2020 11:50, edited 1 time in total.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af jonsig »

bigggan skrifaði:Held að hæstiréttur ESB hefur haldið fram að almenn gagnasöfnum um notenda væri ólögleg

https://www.ft.com/content/752ec05c-bf0 ... 144feabdc0

Kanski er þetta leyfilegt undir þessi dómur.
Ætla að vona að við séum ekki í ESB.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af DaRKSTaR »

erum ekki í esb en þeir passa sig alltaf á því þegar þeir setja svona reglur að láta þetta líka gilda um ees ríki, erum bókstaflega með allt úr esb nema evruna og tollfrelsi.. búið að troða öllu öðru upp á okkur.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af bigggan »

jonsig skrifaði:
bigggan skrifaði:Held að hæstiréttur ESB hefur haldið fram að almenn gagnasöfnum um notenda væri ólögleg

https://www.ft.com/content/752ec05c-bf0 ... 144feabdc0

Kanski er þetta leyfilegt undir þessi dómur.
Ætla að vona að við séum ekki í ESB.
Við erum ekki í esb en við erum i ees, sem þýðir að þeirra dómsmála getur átt við hérna.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af rapport »

Finnst þetta í lagi svo lengi sem þetta hækkar ekki áskriftagjald fólks. Enginn á að komast upp með glæpi á internetinu ef það er hægt að koma upp þá með smá tweaki einhverstaðar hjá þjónustuaðilum.

Svo lengi sem að ISP geymi þessar upplýsingar með öruggum hætti og afhendir lögreglu eingöngu gegn dómsúrskurði = eðlilegt ferli
Last edited by rapport on Mán 09. Nóv 2020 13:35, edited 1 time in total.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af Hjaltiatla »

Ef maður er bakvið Nat-aða Ip tölu er einfaldlega hægt að benda á að þetta hafi verið snjall Þvottavélinni að kenna en ekki mér sjálfum , ég LOFA.. :guy
Just do IT
  √

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af Hizzman »

Auðvitað vel tímasett! Kemur í kjölfar frétta um netglæpi gegn börnum.

GunniH
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 16:40
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af GunniH »

Þetta er villandi frétt þar sem þetta er í lögum í dag og hefur verið lengi.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003081.html - IX. kafli, 42. gr. fjarskiptalaga:
[Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna [sakamála] 1) og almannaöryggis, varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtæki skal tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við ákvæði 3. mgr. 47. gr. Eyða ber umferðargögnunum að þessum tíma liðnum enda sé ekki þörf fyrir þau á grundvelli 2. mgr.] 2)
Í nýja frumvarpinu er þetta 89. gr. og eftir því sem ég best veit er engin breyting.

KRASSS
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Þri 07. Nóv 2017 02:15
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af KRASSS »

verður þetta ekki allt saman public þegar ipv6 verður aðal staðallinn
Last edited by KRASSS on Mán 09. Nóv 2020 15:03, edited 1 time in total.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af Hjaltiatla »

KRASSS skrifaði:verður þetta ekki allt saman public þegar ipv6 verður aðal staðallinn
Ekkert endilega (en jú eflaust að megninu til) en það er hægt að setja upp álíka uppsetningu og Nat gateway (Ipv4) og setja upp Egress-only internet gateway (ipv6)t.d :https://docs.aws.amazon.com/vpc/latest/ ... teway.html

Allavegana 50 octillion addressur í boði í IPv6 skemanu per hverja manneskju á plánetunni ,þannig að vera sérstaklega að spá í úthlutun á ip tölum eins og er gert með IpV4 á ekki við.
Að vera skjala ipv6 ip tölur í framtíðinni er örugglega PIA og ekki mun ég sérstaklega gera það sjálfur , frekar hanna kerfi á þann máta að sjálfvirkni ráði ríkjum eða skilgreina uppsetningar í gegnum DNS en ekki pæla of mikið í Ipv6 tölunum.
Segi nú bara Góða skemmtun fyrir þá sem ætla að reyna að skjala Ipv6 tölur :megasmile
Last edited by Hjaltiatla on Þri 10. Nóv 2020 11:56, edited 3 times in total.
Just do IT
  √
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af ZiRiuS »

Ef þetta verður að lögum bíð ég spenntur eftir öðrum Vodafone leka og skemmti mér yfir gögnum þeirra sem fannst allt í lagi að setja þetta í lög "því þetta skiptir engu máli svo lengi sem ég brýt engin lög" og hlæ af heimsku þeirra á meðan...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af rapport »

ZiRiuS skrifaði:Ef þetta verður að lögum bíð ég spenntur eftir öðrum Vodafone leka og skemmti mér yfir gögnum þeirra sem fannst allt í lagi að setja þetta í lög "því þetta skiptir engu máli svo lengi sem ég brýt engin lög" og hlæ af heimsku þeirra á meðan...
Ef fjarskiptafyrirtæki mundi óvart leka þessum upplýsingum, þá væri það by default hámarks PV sekt, 4% af ársveltu.

En er þetta IP tölu dæmi ekki aukaatriði?

Það eru fyrirtæki í dag að rekja hver er hvar, á hvaða tæki og hvernig hann notar það.

Að leyfa yfirvöldum að vita hvaða IP tölur "hinn grunaði" var með seinustu sex mánuði er ekki að rugga bátnum neitt svakalega.

Það er bara verið að leyfa þeim að halda þennan logg á einum stað.
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af ZiRiuS »

rapport skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ef þetta verður að lögum bíð ég spenntur eftir öðrum Vodafone leka og skemmti mér yfir gögnum þeirra sem fannst allt í lagi að setja þetta í lög "því þetta skiptir engu máli svo lengi sem ég brýt engin lög" og hlæ af heimsku þeirra á meðan...
Ef fjarskiptafyrirtæki mundi óvart leka þessum upplýsingum, þá væri það by default hámarks PV sekt, 4% af ársveltu.

En er þetta IP tölu dæmi ekki aukaatriði?

Það eru fyrirtæki í dag að rekja hver er hvar, á hvaða tæki og hvernig hann notar það.

Að leyfa yfirvöldum að vita hvaða IP tölur "hinn grunaði" var með seinustu sex mánuði er ekki að rugga bátnum neitt svakalega.

Það er bara verið að leyfa þeim að halda þennan logg á einum stað.
Já sektir hafa einmitt hvatt svo mörg fyrirtæki til að vera með góða staðla til staðar :guy

Það er stór munur á alþjóðlegum leka og litlum samfélagsleka á Íslandi. Það er líka munur á geotracker leka eða email/user/pass leka heldur en internet history tracking sem hægt er að tengja við ip-tölu. Mér finnst þú ekki alveg gera þér grein fyrir þessu. Ert þú kannski stoltur eigandi Ökuvísans frá VÍS? :)
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af rapport »

ZiRiuS skrifaði:
rapport skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ef þetta verður að lögum bíð ég spenntur eftir öðrum Vodafone leka og skemmti mér yfir gögnum þeirra sem fannst allt í lagi að setja þetta í lög "því þetta skiptir engu máli svo lengi sem ég brýt engin lög" og hlæ af heimsku þeirra á meðan...
Ef fjarskiptafyrirtæki mundi óvart leka þessum upplýsingum, þá væri það by default hámarks PV sekt, 4% af ársveltu.

En er þetta IP tölu dæmi ekki aukaatriði?

Það eru fyrirtæki í dag að rekja hver er hvar, á hvaða tæki og hvernig hann notar það.

Að leyfa yfirvöldum að vita hvaða IP tölur "hinn grunaði" var með seinustu sex mánuði er ekki að rugga bátnum neitt svakalega.

Það er bara verið að leyfa þeim að halda þennan logg á einum stað.
Já sektir hafa einmitt hvatt svo mörg fyrirtæki til að vera með góða staðla til staðar :guy

Það er stór munur á alþjóðlegum leka og litlum samfélagsleka á Íslandi. Það er líka munur á geotracker leka eða email/user/pass leka heldur en internet history tracking sem hægt er að tengja við ip-tölu. Mér finnst þú ekki alveg gera þér grein fyrir þessu. Ert þú kannski stoltur eigandi Ökuvísans frá VÍS? :)

IP tala er t.d. ekki alltaf bundin við einstakling/notanda. Hún er bundin við tengingu og svo geta margir aðilar notað þessa tengingu, allir gestir á viðkomandi stað o.þ.h.

Þannig er IP tala meira eins og heimilisfang eða fjölskyldunúmer í þjóðskrá nema gestir sem kíkja viðskipta ekki um heimilisfang eða fjöslkyldunúmer á meðan heimsókn stendur.

Þetta snýst um að rekjanleiki sem er til staðar í dag verði til í X langan tíma.

En nú er tækifæri á að kommenta - https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$ ... s/?id=2817

Þetta mun líklega eiga við alla aðila sem NIS.is nær til
Last edited by rapport on Þri 10. Nóv 2020 15:01, edited 1 time in total.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af natti »

GunniH skrifaði:Þetta er villandi frétt þar sem þetta er í lögum í dag og hefur verið lengi.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003081.html - IX. kafli, 42. gr. fjarskiptalaga:

Í nýja frumvarpinu er þetta 89. gr. og eftir því sem ég best veit er engin breyting.
Eins og GunniH bendir á, þá er þetta mögulega súper illa unnin "frétt".
Það sem kemur fram í fréttinni, sem og upprunalega innlegginu, er nú þegar í lögum, hefur verið innleitt hjá ISP-um, og engin breyting þar á sem ég sé í fljótu bragði.

Er einhver sem hefur nennu til að summarize-a hvers eðlis breytingarnar eru?

Í fréttinni sem vísað er í er fyrirsögnin "Lögregla vill fá leyfi til fjarskiptatruflana."
Það koma engar upplýsingar um það í fréttinni, veit einhver hvað er verið að vitna í?
En í fréttinni er hinsvegar vísað til umsagnar Ríkislögreglustjóra, en ef að frumvarpið er skoðað sem og upplýsingar í samráðsgáttinni, þá hvergi að finna umsögn frá Ríkislögreglustjóra við þetta frumvarp.
(Annaðhvort eru leitarhæfileikar mínir verulega skertir þessa stundina, eða þá að "blaðamaður" mbl var að skoða frumvarpið og umsagnir frá því að 42.gr (nú 89. gr) var bætt við, en ekki það sem liggur fyrir núna.)

rapport skrifaði: En nú er tækifæri á að kommenta - https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$ ... s/?id=2817
Þetta mun líklega eiga við alla aðila sem NIS.is nær til
Edit: Ákvað að svara í hinum þræðinum, en tl;dr: Sé varla tilganginn í að koma með athugasemdir við þetta skjal.
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=84457
Last edited by natti on Mið 11. Nóv 2020 14:10, edited 1 time in total.
Mkay.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of langt gengið ?

Póstur af natti »

Sumsé.
Um er að ræða endurflutning á frumvarpi, og við endurflutninginn eru komnar töluvert fleiri umsagnir.
Hér er "forsíðan" fyrir upplýsingarnar.

Bendi á "Innsend erindi og umsagnir" og þar má finna umsögn Ríkislögreglustjóra sem inniheldur eftirfarandi efni, sem fyrirsögn fréttarinnar vísaði í.
RLS skrifaði: Að mati lögreglustjóra getur verið
nauðsynlegt fyrir lögreglu að hafa heimild til að óska eftir truflun fjarskipta á ákveðnum svæðum,
t.a.m. í tilteknum lögregluaðgerðum þar sem almannahætta er til staðar. Lagt er til að orðalagi
ákvæðisins verði breytt þannig að lögregla geti einnig óskað eftir slíkri heimild að áþekkum
skilyrðum uppfylltum
(Þessi umsögn byggir á hluta til að því fordæmi að Fangelsismálastofnun fær slíka heimild.)
Mkay.
Svara