Ryzen 5000 - Ætti ég að bíða?

Svara

Höfundur
caplov
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 26. Okt 2020 21:39
Staða: Ótengdur

Ryzen 5000 - Ætti ég að bíða?

Póstur af caplov »

Góðan daginn, ég er að fara að byggja tölvu frá grunni sem verður notuð fyrir vinnu og inn á milli leiki (CS:GO). Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara í Ryzen 5 3600 eða að bíða eftir nýju línunni sem mér skilst að komi í verslani 5. nóv, en maður veit nú ekki hvenær hann verður kominn í verslanir hér á landi. Hvað mynduð þið gera í mínum sporum?
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5000 - Ætti ég að bíða?

Póstur af audiophile »

Ryzen 5000 línan verður dýrari enda töluvert öflugri samkvæmt flestum upplýsingum. Finnst líklegt að 5600X verði nær 50þ. þannig að 3600 mun áfram vera góð kaup. Veit ekki hvort 3000 línan muni lækka eitthvað.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5000 - Ætti ég að bíða?

Póstur af Fletch »

Ef þig bráðvantar ekki tölvu myndi ég mæla með að bíða, ef það verður nóg supply af 5000 línunni ætti hún að vera fljótlega til í verslunum eftir 5.nóv
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Svara