PC borðtölva og Thunderbolt 3 pælingar

Svara

Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

PC borðtölva og Thunderbolt 3 pælingar

Póstur af SolviKarlsson »

Sælir Vaktarar,

Ég er að koma aftur í borðtölvu heiminn eftir nokkurra ára hlé. Ég er búinn að vera skoða þræði og auglýsingar hægri vinstri og langar að gera mér þægilega leikjatölvu til að complementa það sem að Macbookin mín getur ekki. Ég vil geta notað bæði, þar sem ég nota Macbook fyrir tónlistarvinnslu og PC fyrir létta leiki og helst að geta streymt League of Legends. En þá dettur mér svo í hug einn mögulegan hnút sem ég hef ekki náð að kynna mér.
Ég er með Universal Audio hljóðkort sem notar Thunderbolt 3 sem ég nota til að tengja mic/hátalara/headphones og myndi vilja nota það með PC tölvunni.

Hvaða CPUs og móðurborð styðja thunderbolt 3 tengi? Get ég sett Thunderbolt 3 PCI-e kort í hvaða tölvu sem er?

Er raunhæft að reyna finna notaða borðtölvu á ca 100k sem getur sinnt öllu þessu eða á ég að hækka budget og fara í nýja? Allar ráðleggingar vel þegnar og hjálpið góðum manni að komast í ljósið aftur

bkv,
No bullshit hljóðkall

Gullibb
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Lau 27. Okt 2012 23:13
Staða: Ótengdur

Re: PC borðtölva og Thunderbolt 3 pælingar

Póstur af Gullibb »

Ég hef sjálfur verið með borðtölvu og Universal audio hljóðkort og allt virkað án vandræða. Málið er að þú þarft samt að vanda valið þegar þú velur þér móðurborð.

Það eru víst sum svona PCI-e kort sem virka ekki vel með UAD. Það er hægt að skoða þetta á heimasíðu UAD minnir mig, þ.e. séð móðurborð og kort sem virka illa.

Ég notaði þetta mb með UAD og allt virkaði 100%;

https://kisildalur.is/category/8/products/720

Gætir líka spurst fyrir á forums hjá UAD. Gangi þér vel
Last edited by Gullibb on Sun 25. Okt 2020 15:53, edited 1 time in total.

Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: PC borðtölva og Thunderbolt 3 pælingar

Póstur af SolviKarlsson »

Takk fyrir þetta og gott að vita af.

En mér finnst eins og ég finni engin LGA1200 móðurborð með thunderbolt 3 tengi að aftan, nema ég fari alveg í Gigabyte VISION D z490(79.990). Bara header á borðinu sjálfu og þá þyrfti ég alltaf PCIE kort aukalega fyrir ehv 20þ~ ca.

Ég er líka með pælingar að setja saman nýja og er að hugsa um i5 budget. Er ég að tapa einhverju þannig á að fara í 9400 og í þetta móðurborð versus 10400 td? Eða jafnvel fundið notaðan eldri i7 sem skilar meiru?
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Staða: Ótengdur

Re: PC borðtölva og Thunderbolt 3 pælingar

Póstur af dabbihall »

ef þú ert að spá í nýju, myndi ég frekar taka https://tolvutaekni.is/collections/modu ... ara-abyrgd eða svipað borð, það er compatible fyrir 3000 seriuna af ryzen og 5000 sem er að koma, svo gætir bæði keypt næsta rysen, eða tekið einhvern notaðan ef einhverjir uppfæra. fengir líklega mest fyrir peninginn þarna
5800x | dr pro 4 | RTX 3080ti |1tb PM981 | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b
Svara