Vissi ekki hvað ég ætti að skýra þennan þráð.
Langaði í smá umræðu um hvað fólk er að notast við til að vera "örugg" í tölvunni/netinu/símanum.
Er fólk að nota
Password Manager fyrir lykilorð?
Vpn?
Vírusvörn?
Ad Blocker?
Hvaða vafra?
Er fólk að nota eða hætta á facebook? TikTok og öllu því dæmi?
Ef þið væruð með alveg hreint blað núna:
-Væruð ekki á samfélagsmiðlum
-Væruð með glæ nýja óuppsetta tölvu og síma í hendinni
-Ættuð ekki email
Hvernig mynduð þið setja allt upp í dag með það í huga að passa uppá öryggi og auðkenni númer 1 2 og 3
Öryggi á netinu/tölvunni/símanum
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 232
- Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
- Staða: Ótengdur
Re: Öryggi á netinu/tölvunni/símanum
Öryggi er relatíft.
Fjölþátta auðkenning (MFA/2FA) er mjög áhrifarík leið til að koma í veg fyrir að stolin lykilorð séu notuð án þinnar vitundar (s.s. fyrir vefpóst, netbanka og jafnvel samfélagsmiðlum).
En gallin við það er að ef MFA tækið hættir að virka/bilar/stolið/o.s.frm. og þú hefur ekki varaleið skilgreinda þá ertu búin að tapa viðkomandi aðgangi (eða það er mjög erfitt að fá hann virkjaðan aftur).
VPN til að auka öryggi á netinu er snákaolía. Um 90% af síðum á netinu í dag eru að notast við https (sem eru dulkóðuð samskipti) og VPN hjálpar þér ekki að "auka öryggi" ef síðan býður ekki upp á https. Eina sem VPN-ið gerir er að traffíkin kemur frá IP tölu VPN söluaðilans í staðin fyrir IP töluna sem þú notar almennt.
Ef þú vilt fela hvaðan traffíkin þin kemur (s.s. fyrir netflix gláp í usa) þá getur VPN hentað. Hinsvegar þá hefur komið í ljós að sum VPN fyrirtæki sem segjast ekki logga traffík eru samt að logga traffík þannig spurningin er treystiru random VPN fyrirtæki á netinu fyrir vefsögunni þinni eða ISP-anum sem þú ert að tengjast frá.
Fjölþátta auðkenning (MFA/2FA) er mjög áhrifarík leið til að koma í veg fyrir að stolin lykilorð séu notuð án þinnar vitundar (s.s. fyrir vefpóst, netbanka og jafnvel samfélagsmiðlum).
En gallin við það er að ef MFA tækið hættir að virka/bilar/stolið/o.s.frm. og þú hefur ekki varaleið skilgreinda þá ertu búin að tapa viðkomandi aðgangi (eða það er mjög erfitt að fá hann virkjaðan aftur).
VPN til að auka öryggi á netinu er snákaolía. Um 90% af síðum á netinu í dag eru að notast við https (sem eru dulkóðuð samskipti) og VPN hjálpar þér ekki að "auka öryggi" ef síðan býður ekki upp á https. Eina sem VPN-ið gerir er að traffíkin kemur frá IP tölu VPN söluaðilans í staðin fyrir IP töluna sem þú notar almennt.
Ef þú vilt fela hvaðan traffíkin þin kemur (s.s. fyrir netflix gláp í usa) þá getur VPN hentað. Hinsvegar þá hefur komið í ljós að sum VPN fyrirtæki sem segjast ekki logga traffík eru samt að logga traffík þannig spurningin er treystiru random VPN fyrirtæki á netinu fyrir vefsögunni þinni eða ISP-anum sem þú ert að tengjast frá.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Öryggi á netinu/tölvunni/símanum
Get allavegana sagt hvaða leið ég fer.
Varðandi að hætta á samfélagsmiðlum eða nota tölvupóst. Þá er kannski einfaldara að smella ekki á óþarfa linka og niðurhala dóti sem þú þekkir ekki.
Góð regla að afrita linka (copy-a en ekki smella) yfir í notepad og athuga hvort slóð sé lögleg eða það er verið að blekkja þig.
- Nota Bitwarden sem password manager.
Nota Windows 10 og Bitlocker Dulkóðun á harða diska.
Windows Defender + Controlled folder access
Uppá gagnaöryggi fyrir mikilvæg skjöl nota ég Onedrive og afrita onedrive síðan yfir í backblaze b2 (ef eitthvað kemur uppá í Onedrive)
Virkja DOH á vöfrum
Ublock origin ad blocker í vafra
https anywhere extension
Patch my PC til að uppfæra forrit á vél
Tveggja þátta auðkenning á öllum aðgöngum sem skipta máli (nota Authy)
Nota standard Windows aðgang og auðkenni mig með admin aðgangi fyrir þær aðgerðir sem þurfa aukin réttindi.
Varðandi að hætta á samfélagsmiðlum eða nota tölvupóst. Þá er kannski einfaldara að smella ekki á óþarfa linka og niðurhala dóti sem þú þekkir ekki.
Góð regla að afrita linka (copy-a en ekki smella) yfir í notepad og athuga hvort slóð sé lögleg eða það er verið að blekkja þig.
Last edited by Hjaltiatla on Sun 11. Okt 2020 14:51, edited 1 time in total.
Just do IT
√
√