Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?


Sinzi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 23. Ágú 2020 23:21
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Sinzi »

sé hvergi nýr þráður takkann :'(

Sinzi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 23. Ágú 2020 23:21
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Sinzi »

sé hvergi nýr þráður takkann :'(

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Diddmaster »

Sinzi skrifaði:sé hvergi nýr þráður takkann :'(
Skrollar niður á forsíðunni þar sérðu flokka opnar viðeigandi flokk þá sérðu nýr þráður takkann
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af russi »

Diddmaster skrifaði:
Sinzi skrifaði:sé hvergi nýr þráður takkann :'(
Skrollar niður á forsíðunni þar sérðu flokka opnar viðeigandi flokk þá sérðu nýr þráður takkann

Þetta er mögulega besta þráðarrán í sögu Vaktarinar, ef ekki Internetsins
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af pattzi »

Rugl....

Ég hef ekki keypt mér síma fyrir meira en 30-60þ síðustu ár ...keypti mér reyndar s2 plus á sínum tíma og minnir að hann hafi kostað um 70-80

En ég á t.d motorola p smart 2019 kostaði 29.990 á emobi... virkar bara fínt
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af GuðjónR »

russi skrifaði:
Diddmaster skrifaði:
Sinzi skrifaði:sé hvergi nýr þráður takkann :'(
Skrollar niður á forsíðunni þar sérðu flokka opnar viðeigandi flokk þá sérðu nýr þráður takkann

Þetta er mögulega besta þráðarrán í sögu Vaktarinar, ef ekki Internetsins
LOL ... sumir alveg shameless!!!

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Mossi__ »

pattzi skrifaði:Rugl....

Ég hef ekki keypt mér síma fyrir meira en 30-60þ síðustu ár ...keypti mér reyndar s2 plus á sínum tíma og minnir að hann hafi kostað um 70-80

En ég á t.d motorola p smart 2019 kostaði 29.990 á emobi... virkar bara fínt
Ég á akkúrat Samsung A20e sem ég keypti á 45.000 í fyrra.

Ég veit ekki af hverju ég er að missa hjá dýrari símum en eg sakna einskis. Fínasti sími. Enginn budget fílingur.

Góður plús líka að ég stytti ekki lífaldur minn af sjokki ef ske kynni að síminn dytti í gólfið.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af kjartanbj »

Eina sem ég geri kröfur með síma er að þeir séu ekki hægir, skjárin sé þokkalega stór, alls ekkert neitt risa stór, það sé ágætis myndavél þannig maður geti tekið myndir af börnunum, það verður að vera NFC algert must og nægt pláss á honum og batteríið þarf að endast amsk daginn og vera með wireless charging, hann þarf ekki að kosta samt mörg hundruð þúsund

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Dúlli »

Má fólk ekki versla það sem það vill ?

Hér eru menn að taka 200k skjákort x2 bara af því bara.

Kaupa rándýra íhluti sem eru "RGB" bara af því bara. Ef einhver er tilbúin að greiða þessa upphæð hvað kemur það okkur við ? :-k

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Viggi »

Maður horfir svo mikið á youtube á símanum að maður vill almennilegan skjá, almennilegt sound og stórt battery. 130-150 er alveg sweetspottið svo ekki sé talað um að flytja inn einhvern kínasíman. Xiaomi eða oppo
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af pattzi »

Dúlli skrifaði:Má fólk ekki versla það sem það vill ?

Hér eru menn að taka 200k skjákort x2 bara af því bara.

Kaupa rándýra íhluti sem eru "RGB" bara af því bara. Ef einhver er tilbúin að greiða þessa upphæð hvað kemur það okkur við ? :-k

Má ekki ræða um þetta aldrei verið til svona dýrir símar :O



En annars hélt ég að nfc væri í öllum símum ekki í mínum haha en breytir svosem engu því bankinn minn býður ekki upp á greiðslur með símanum hvort sem er,, keypti nefnileg tvo einn fyrir mig og einn fyrir konuna og hún þurfti að fá annan því var ekki nfc haha því hún borgar með símanum en ég nenni ekki að vera í þeim skíta banka :megasmile
Last edited by pattzi on Mán 07. Sep 2020 23:22, edited 1 time in total.

DeathStrandingAPS4
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 07. Sep 2020 19:26
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af DeathStrandingAPS4 »

Mæli með Nokia 3310

Hann hringir, hann sendir sms, gerir alveg annað en hringja/sms er svo slæmt fyrir að maður vill helst ekki eyða of mikið af tíma með þetta drasl í hendini
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af urban »

GuðjónR skrifaði:
urban skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Árið 1979 settu foreldrar mínir tveggja hæða einbýlishúsið sitt á sölu, ásett verð var 40 milljónir en um áramótin 1979/1980 voru tekin tvö núll af krónunni, húsið seldist í janúar 1980 og þau fengu 400 þúsund fyrir það, ef einhver hefði sagt mér þá að sú upphæð myndi einn daginn rétt duga fyrir síma þá hefði ég talið viðkomandi eiga við alvarlega andlega fötlun að stríða svo ekki væri meira sagt.

Þessi upphæð skv verðlagsreiknivél hagstofunnar er 259 þúsund 390 krónur og 35 aurar. (400 þúsund í júní 1980 borið saman við ágúst 2020).

https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel
Þetta hefur verið ári seinna, það er ekki fyrr en 81 sem að það er klippt af krónunni.
400.000 í jan 1981 jafngilda 18.9 millum í dag.
Alveg rétt hjá þér, við fluttum áramótin 1980 en húsið seldist ekki fyrr en rúmu ári síðar eða í janúar 1981 og þá fyrir 400k í stað 40M.
Það fæst ekki merkilegur kofi í dag fyrir 18.9 millur ef að er rétt verðlagsþróun...
Þetta er bara verðlagsreiknivél, semsagt, finna út hvað króna gærdagsins er verðmæt í dag.
Húsið gæti verið þess vegna 150 milljóna króna virði útaf ástandi og staðsetningu í dag.
50 - 80 milljónir ekkert ólíklegt ef að húsið er í þokkalegu standi á stað sem að er lifandi.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af rapport »

Fyrir samhengið

Nokia 8810 sem kostaði ef ég man rétt 99þ. 1998 væri á núvirði 263þ.

Ég var með útborgað c.a. 100þ. á mánuði (25.þ á viku) sumarið 1998 í verkamannavinnu við að steypa gangstéttir, Laugalæk og Langholtsveg og fleiri götur.
Capture.PNG
Capture.PNG (40.36 KiB) Skoðað 1940 sinnum

lol - Hugi, er orðin heimild fornsögulegra tíma um tæknispjall - https://www.hugi.is/farsimar/greinar/46702/nokia-5510/
Last edited by rapport on Sun 13. Sep 2020 18:27, edited 1 time in total.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Stuffz »

Keypti nú bara sjálfur notaðann LG V60 Dualscreen á ebay á c.a þriðjung af verðinu á þessum.
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af netkaffi »

Ég borgaði 150 þúsund fyrir síma og svo týndi ég honum. Trygggingin náði ekki yfir tap, bara þjófnað. Fokking sökkar fyrir fátækling!
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af audiophile »

Símar eru orðnir skuggalega dýrir í dag. Sérstaklega núna út af lélegu gengi.
Have spacesuit. Will travel.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af mikkimás »

Ég kafnaði næstum þegar ég sá þetta verð.

En svo áttaði ég mig á því að á meðan mér finnst "lítið" mál að spreða 130K í síma, þá eru margir sem hafa varla efni á 30k síma.

Og auðvitað er ég bara fátæklingur miðað við (!) þá alefnuðustu þarna úti í þjóðfélaginu.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Viggi »

Mun aldrei fá mér svona folding síma þar sem þetta er allt of viðkvæmt og ef það kemst smá vatnsbuna/sandur/drulla þá er þetta ónýtt. Hægt að fá sér 2 ps5 með diskadrifi og oppo find x 2 pro(sem er jafn öflugur og fold) og átt afgang.
Last edited by Viggi on Lau 19. Sep 2020 13:09, edited 1 time in total.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

Henjo
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Henjo »

netkaffi skrifaði:Ég borgaði 150 þúsund fyrir síma og svo týndi ég honum. Trygggingin náði ekki yfir tap, bara þjófnað. Fokking sökkar fyrir fátækling!
Hvernig veistu samt að honum var ekki bara stolið?
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af Black »

DeathStrandingAPS4 skrifaði:Mæli með Nokia 3310

Hann hringir, hann sendir sms, gerir alveg annað en hringja/sms er svo slæmt fyrir að maður vill helst ekki eyða of mikið af tíma með þetta drasl í hendini
Þar get ég ekki verið sammála þér. Er með nýja Nokia 3310, og hann er bara til vandræða.Alltaf rafmagnslaus,tekur heila eilífð að skrifa sms. Minnið er alltaf fullt á honum.Heyrist ílla í mér þegar ég tala við aðra í honum.Myndavélinn er það léleg að það er ekki hægt að redda sér með henni, og síminn hefur ótrúlegan sjálfsvilja að kveikja á flashlight þegar ég er með hann í vasanum.
Hélt að þetta væri nóg sem vinnusími bara til að taka símtöl, en ég held ég skipti honum út fljótlega.

Er sjálfur með Galaxy S8 sem er ennþá flawless eftir 3ár í notkun.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af audiophile »

Nokia 3310 er einmitt því miður algjörlega misheppnuð tilraun til að endurvekja allt sem var gott við Nokia.
Have spacesuit. Will travel.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af netkaffi »

mikkimás skrifaði:Ég kafnaði næstum þegar ég sá þetta verð.

En svo áttaði ég mig á því að á meðan mér finnst "lítið" mál að spreða 130K í síma, þá eru margir sem hafa varla efni á 30k síma.

Og auðvitað er ég bara fátæklingur miðað við (!) þá alefnuðustu þarna úti í þjóðfélaginu.
Eða spurning um hvernig síma maður hefur efni á að tapa. Ég á sögu af að skemma síma á djamminu einhvernvegin eða bara týna þeim í daglegu lífi, og ég hef náttúrulega alveg efni á að kaupa 130k+ síma á raðgreiðslum lítið mál. En það er samt mikið sárara að tapa/glata þeim ef þeir eru að kosta slatta. Svo er "hvað er það ódýrasta sem ég kemst upp með sem virkar samt alveg jafnvel fyrir mig og 130k sími" mjög skemmtilegur leikur. Budget hunting. Það er alveg unique fíling að gera þannig góð kaup, eitthvað sem virkar 100% fyrir allt sem maður er að gera en var samt algjört kostakaup. Bang for the buck maximizing.

Ef ég ætti moldfjár myndi ég samt hiklaust taka 400k símann. Bara af því það er gaman. Örugglega geggjaður fílingur að vera með folded tvo skjái og eitthvað.
Last edited by netkaffi on Sun 20. Sep 2020 14:10, edited 1 time in total.

DeathStrandingAPS4
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 07. Sep 2020 19:26
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af DeathStrandingAPS4 »

Black skrifaði:
DeathStrandingAPS4 skrifaði:Mæli með Nokia 3310

Hann hringir, hann sendir sms, gerir alveg annað en hringja/sms er svo slæmt fyrir að maður vill helst ekki eyða of mikið af tíma með þetta drasl í hendini
Þar get ég ekki verið sammála þér. Er með nýja Nokia 3310, og hann er bara til vandræða.Alltaf rafmagnslaus,tekur heila eilífð að skrifa sms. Minnið er alltaf fullt á honum.Heyrist ílla í mér þegar ég tala við aðra í honum.Myndavélinn er það léleg að það er ekki hægt að redda sér með henni, og síminn hefur ótrúlegan sjálfsvilja að kveikja á flashlight þegar ég er með hann í vasanum.
Hélt að þetta væri nóg sem vinnusími bara til að taka símtöl, en ég held ég skipti honum út fljótlega.

Er sjálfur með Galaxy S8 sem er ennþá flawless eftir 3ár í notkun.

Enda sagði ég:::
gerir alveg annað en hringja/sms er svo slæmt fyrir að maður vill helst ekki eyða of mikið af tíma með þetta drasl í hendini
Nokia 3310 er hræðilegur, en þannig á það að vera, maður á ekki að festast í þessu síma drasli, til þess er tölvan, ekki satt? :)

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Póstur af netkaffi »

Er hann ekki að segja að hann sé verri en upprunalega útgáfan? Ekki man ég eftir að það hafi heyrst illa í 3310 í gamladaga, en er hljómburðurinn í símum í dag kannski bara orðinn mikið betri og maður vanur því?
Svara