- Verslanirnar hérna eru að borga minna fyrir kortin en aðilarnir úti eru að selja þau á.
- Dreifingaraðilar úti fá mikinn afslátt og stærri stöku retailerarnir fá eflaust sömu verð og búðirnar hér heima
- Við erum að bera saman shipping á stökum kortum þegar maður kaupir að utan og stærri sendingar, tollaðar saman o.s.frv., svo þessi kostnaðarliður er dass lægri fyrir verslanirnar hér.
- Vissulega, skjákortin eru líka mjög dýr miðað við stærð en með flugi má samt gera ráð fyrir 2-5% kostnaði
- Framleiðendur virða ábyrgð jafn mikið hér og annarsstaðar. Það ætti akki að verða til teljandi kostnaður vegna hennar.
- Heldur betur, sendingarhlutinn lendir hinsvegar alltaf á íslensku fyrirtækjunum (allavegana hjá þeim merkjum sem ég hef skipt við) og hraðsendingar með stökum hlutum eru nokkrir þúsundkallar í hvert skipti
- Verslanir hér gætu keypt eins mikið og mögulegt er af 3080 kortum með fullri vissu um að geta selt þau í dag. Þetta breytist auðvitað þegar það líður á líf kortsins. Þær eru meira að segja sumar að standa fyrir forpöntunum svo lagerkostnaður skiptir ekki beint máli.
- Það er svo sannarlega staðan núna, þá er það svo líka spurning fyrir lítið fyrirtæki sem getur fjármagnað vörukaup fyrir 5-10 milljónir á mánuði, hversu mikið eiga þeir að leggja í kortin (sem gætu svo tafist vegna örðugleika hjá birgja, flutningsaðila eða hvaðeina). Eiga þau að taka lán með 7-10% vöxtum til að fjármagna umframlager sem svo er seldur með 10-20% framlegð?
Svo er það líka bara spurning, af hverju bera skjákort ekki framlegð sem hægt er að reka verslun á? Er bilanatíðnin mjög lág, er framboð og eftirspurn mjög stöðugt, er þjónusta sem þarf í kringum vöruna lítil?
Ef um alvöru okrara væri að ræða þá myndu þau nýta sér tækifærið, selja kortin á 199.995 enda er markaðurinn að öskra eftir þessum kortum og næstu sendingar koma ekki fyrr en í lok árs
Það er erfitt að tala um okur í bransa sem hefur verið að skila ebitda tölum eins og þessum: (Ebitda sem prósenta af veltu)
Tölvulistinn 2019: 0,8%
Elko 2019: 6,2%
Tölvutek 2019: -3,8%
Att 2017: 2,9%
Kísildalur 2018: 1,4%