Fer bara eftir því hvað þú ert að gera...
Í hvaða vinnslu ertu?
Annars eru skv. Crucial tvær raufar í tölvunni sem styðja allt að 2x16GB af DDR4 vinnsluminni. Ekki dýrt að kaupa 8GB kubb og skella í hana, líklega er 8GB í stökum kubb fyrir svo þá ferðu í 16GB.
Hins vegar sýnist mér á fljótlegu Googli að það þurfi að rífa tölvuna talsvert í sundur til að bæta við vinnsluminni, ef þú þarft að láta verkstæði gera það, þá ertu strax að horfa á ca. 10þús kall aukalega.
En aftur... í hvaða vinnslu ertu, af hverju heldurðu að 8GB séu að hamla þér?
