Ég er með vandamál tengt skjákortinu mínu. Er með Asus 1080ti turbo í Custom Loop.
Vandamálið hegðar sér þannig að við cold boot á vélinni þá er eins og vélin vilji ekki nota skjákortið. Opna leik t.d. Rocket League sem ég spila mikið og er bara fastur í 22-23fps. Ef ég hendi í restart á vélinni þá virkar allt eins og skildi. Þetta gerist bara við cold boot.
Stundum samt, ekki alltaf fæ ég fulla notkun eftir restart og FPS sem meikar sens en þá t.d. í Rocket leage blörrast myndin.
Sést best á t.d. boostinu í rocket league á screenshot.
Er með mynd hér fyrir neðan til að lýsa því. Og þá þarf líka að henda í annað restart.

Búinn að reinstall nýjasta nvidia drivernum og nýjasta BIOS á Móðurborð. í bæði skiptin fór allt í lag í smá stund en byrjaði svo aftur á þessu.
Þannig eins og staðan er í dag þarf ég alltaf að ræsa vélina, og svo henda í restart til að geta spilað leiki.
Specs á vél:
CPU: 3900X
RAM: 32GB 3600mhz corsair minni
Diskar: 512gb m.2 Nvme diskur + 1tb m.2 Nvme
PSU: 850w BeQuiet
Móðurborð: Gigabyte Aorus Elite
Er einnhver sem kannast við slíkst vandamál og getur ýmindað sér hvað er að ?
Öll aðstoð vel þegin
