Sælir,
Hvert er best að leita þar sem ekki er rukkað 4-5 þúsund krónur á hvern einasta fermeter. Mér finnst það ansi klikkað verð þegar hugsað er til þess að smiðir klára svona verk á 1-2 dögum max!
Einhver meðmæli, er að taka við nýbyggingu með um 85 fermetra af gólfi sem vantar einhvern til að leggja það fyrir mig!
Leggja parket
Re: Leggja parket
ertu að tala uum viðarparket eða harðparket ?
Ef harðparket, og þú ert ekki búin að kaupa, þá kaupiru með G5 smellu sem hver sem er getur lagt.
Viðarparet er líka til með G5 smellu en er aðeins erfiðara að leggja.
Ef harðparket, og þú ert ekki búin að kaupa, þá kaupiru með G5 smellu sem hver sem er getur lagt.
Viðarparet er líka til með G5 smellu en er aðeins erfiðara að leggja.
Re: Leggja parket
Áhugavert, já pælingin var að kaupa harðparket en finnst allir tala um hvað þetta er sjúklega mikið mál og vilt ekki gera þetta vitlaust því það gæti kostað þig margfalt meira í lokin.
Er það algengt að harðparket komi með þessum G5 smellum?
Er það algengt að harðparket komi með þessum G5 smellum?
Re: Leggja parket
Þetta fer bara eftir því hversu fínt þú vilt hafa þetta.Richter skrifaði:Áhugavert, já pælingin var að kaupa harðparket en finnst allir tala um hvað þetta er sjúklega mikið mál og vilt ekki gera þetta vitlaust því það gæti kostað þig margfalt meira í lokin.
Er það algengt að harðparket komi með þessum G5 smellum?
Það geta allir lagt harðparket sjálfir, með frekar einföldum búnaði, en það er ólíklegt að þér takist í fyrstu tilraun að gera það jafn vel og ef vanur maður leggur það.
Þetta eru miklar pælingar, hvar á að byrja, hversu langan lista þú hefur í byrjun, viltu að samskeytin á plönkunum séu random yfir gólfið eða viltu að önnur, þriðja, fjórða hver röð hafi sömu línu í samskeytum.
Þú vilt passa að síðasta röðin sé ekki einhver þunnur skítalisti, og þegar þú ert kominn með mörg herbergi, líkt og ég geri ráð fyrir að 85fm flötur sé, þá er þetta fljótt að verða yfirþyrmandi pælingar. Gott að teikna þetta þá upp í tölvu til að sjá hvernig flekarnir verða, en svo er hætt við að það sem þú teiknar í tölvunni og það sem þú leggur verði ekki alveg 100% eins
Einnig viltu passa þegar þú ert með harðparket, að það séu ekki sambærilegir flekar of nálægt hvorum öðrum. Það er takmarkað magn af "mynstri" og misjafnt hvort að það séu alveg eins flekar í kössunum, eða hvort mynstrið "hliðrist". Tekur mest eftir þessu þar sem það eru stærri kvistir.
Þannig já, ef þú hefur NÆGAN tíma til að spá og spekúlera og vilt læra gera þetta sjálfur, þá bara endilega
Hins vegar ef þú vilt að þetta gangi hratt og örugglega fyrir sig, og ert tilbúinn að borga smá fyrir það, þá myndi ég láta vanan mann í verkið, og auðvitað helst einhvern sem þú hefur meðmæli með
Af minni reynslu þá eru iðnaðarmenn að rukka allt frá 5 - 10þús krónur á tímann + vsk, og ég myndi reikna með að 85fm taki vanann mann allt frá 6 - 12 tíma, allt eftir því hversu flókinn gólfflöturinn er.
Ég myndi sjálfur mæla með að borga bara fyrir þetta, sérstaklega í nýbyggingu þar sem ég geri ráð fyrir að þú ætlir að búa í einhvern tíma. Hins vegar engin spurning um að leggja undirlagið sjálfur ef þig langar að gera eitthvað sjálfur Velur undirlagið smá eftir því hvort það er eitthvað fyrir neðan eða ekki. Hljóðeinangrun skiptir meira máli ef það er eitthvað fyrir neðan, en á jarðhæð getur hitaeingangrun verið mikilvægari upp á að gólfið verði ekki jafn kalt.
PS.
Ég er kannski með of mikla fullkomnunaráráttu sjálfur... ég hef tekið að mér að leggja parket hjá öðrum, en þá með þeim fyrirvara um að það verði ekki jafn vel gert og ef vanur maður gerir það, en ég hef svo sjálfur keypt þessa vinnu af öðrum þegar kemur að því að leggja gólfefni heima hjá mér
Last edited by Klemmi on Fös 21. Ágú 2020 11:54, edited 4 times in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- Nörd
- Póstar: 108
- Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
- Staða: Ótengdur
Re: Leggja parket
Þetta er tiltölulega auðvelt að gera sjálfur, til fullt af vídjóum á youtube sem sýna hvernig á að gera þetta og sýna tips n tricks. Það er ekkert í þessu sem þú getur klúðrað nema eins og Klemmi sagði. Ég mæli með að leigja/kaupa parket skera. Ég var eins og Klemmi og lét fara í taugarnar á mér hluti sem ég gerði vitlaust þegar ég var að byrja að ditta. Hinsvegar eftir því sem ég verð eldri finnst mér meira gefandi að læra að gera hlutina sjálfur, þrátt fyrir einhverjar lítil mistök sem ég einn tek eftir. Gott ef þú þekktir einhvern sem gæti komið þér af stað og þá ætti þetta ekki að vera vandamál.
Ég lét parketleggja fyrstu íbúðina mína en ég sé eftir að það hafi ekki einhver sagt mér að gera þetta sjálfur
ps. mátt búast við örlitlu meiri efniskostnaði að gera þetta sjálfur. Ég á það til að vera fjótfær og saga stutt eða vitlaust horn og þarf að endurgera
Ég lét parketleggja fyrstu íbúðina mína en ég sé eftir að það hafi ekki einhver sagt mér að gera þetta sjálfur
ps. mátt búast við örlitlu meiri efniskostnaði að gera þetta sjálfur. Ég á það til að vera fjótfær og saga stutt eða vitlaust horn og þarf að endurgera
Last edited by JapaneseSlipper on Þri 25. Ágú 2020 12:37, edited 1 time in total.