Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 232
- Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
- Staða: Ótengdur
Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Langaði að fá smá umræðu í gang
Málið er að drauma eign fjölskyldunnar er fáanlega. Við stöndumst greiðslumat.
Hinsvegar er þetta stórt stökk og nærri 40% hækkun á láni.
Hvað er fólk að meðaltali með há lán á fasteign?
Aðal málið sem ég er að spá í er ef þið þyrftuð að taka lán í dag + viðbótarlán til að covera hvar er það hagstæðast með við 40ára lán til að halda greiðslubyrði niðri til að byrja með
Séreign inn á lán er það að borga sig á háu og löngu láni?
Málið er að drauma eign fjölskyldunnar er fáanlega. Við stöndumst greiðslumat.
Hinsvegar er þetta stórt stökk og nærri 40% hækkun á láni.
Hvað er fólk að meðaltali með há lán á fasteign?
Aðal málið sem ég er að spá í er ef þið þyrftuð að taka lán í dag + viðbótarlán til að covera hvar er það hagstæðast með við 40ára lán til að halda greiðslubyrði niðri til að byrja með
Séreign inn á lán er það að borga sig á háu og löngu láni?
Last edited by Hallipalli on Fös 28. Ágú 2020 13:29, edited 1 time in total.
-
- Gúrú
- Póstar: 556
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Mæli með að þú skoðir Aurbjörg.is, þar geturðu borið saman fasteignalánin og séð hvað er hagstæðast. Ég er með verðtryggt "aðal" lán og óverðtryggt viðbótarlán. Hafði það verðtryggt til að hafa efni á afborgunum fyrst.
Afborgunin af verðtryggða láninu er 110-120þkr og óverðtryggðra um 50þkr. Samanlagt hefur Afborgunin örugglega lækkað um 70þkr frá því ég tók lánin fyrir 2,5 ári vegna vaxtalækkana. Ég borga inn á óverðtryggðra lánið aukalega 100þkr/mánuði sem fer allt inn á höfuðstólinn auk þess sem séreignasparnaðurinn fer líka þangað inn. Sé fram á að borga aukalánið hratt upp þannig.
Mæli hiklaust með að nýta séreignina til að greiða inn á lánið, og persónulega hefði ég átt að taka óverðtryggt en það verður hver og einn að meta fyrir sig.
Afborgunin af verðtryggða láninu er 110-120þkr og óverðtryggðra um 50þkr. Samanlagt hefur Afborgunin örugglega lækkað um 70þkr frá því ég tók lánin fyrir 2,5 ári vegna vaxtalækkana. Ég borga inn á óverðtryggðra lánið aukalega 100þkr/mánuði sem fer allt inn á höfuðstólinn auk þess sem séreignasparnaðurinn fer líka þangað inn. Sé fram á að borga aukalánið hratt upp þannig.
Mæli hiklaust með að nýta séreignina til að greiða inn á lánið, og persónulega hefði ég átt að taka óverðtryggt en það verður hver og einn að meta fyrir sig.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Hátt/lágt lán er dálítið afstætt, kannski betra að horfa á afborganir sem hlufall af tekjum?
Ég myndi alltaf halda að séreignasparnaður inn á lán myndi borga sig nema þú eigir eftir að skilja þá ertu auðvitað búin að tapa.
Í dag myndi ég fara í óverðtryggt með breytilegum vöxtum.
Er með ca. 23M lán af ca. 60M eign.
Ég myndi alltaf halda að séreignasparnaður inn á lán myndi borga sig nema þú eigir eftir að skilja þá ertu auðvitað búin að tapa.
Í dag myndi ég fara í óverðtryggt með breytilegum vöxtum.
Er með ca. 23M lán af ca. 60M eign.
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Tek undir með Guðjóni, myndi taka óverðtryggt með breytilegum vöxtum. Óverðtryggðir vextir eru lágir í dag, og með breytilegum vöxtum er ekkert uppgreiðslugjald. Það er því "lítið" mál að endurfjármagna ef þú sérð fram á að það sé hagstæðara seinna meir.GuðjónR skrifaði:Í dag myndi ég fara í óverðtryggt með breytilegum vöxtum.
Er með ca. 23M lán af ca. 60M eign.
Fjórfaldaði nýlega skuldsetninguna, úr 13m upp í 52m (85m eign), en leyfði mér það bara því við ráðum vel við óverðtryggðu vextina, og gátum útbúið íbúð í bílskúrnum sem skilar ca. 120þús kalli á mánuði eftir skatt, hita og rafmagn. Það stendur undir rúmlega helmingnum af afborgunum í dag.
Væri hræddur við verðtryggt í dag, en ég hef reyndar sagt þetta frá því ég tók fyrst lán 2015...
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Ágætis trikk er að ýminda þér verstu aðstæður. Lánið þitt sirka tvöfaldast og einn makinn missir vinnuna. Hvað gerist þá ? Gætiru reddað þér ? eða myndiru missa íbúðina ?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 232
- Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Er í svipuðum pakka nema hef ekki kost á leigu tekjumKlemmi skrifaði:Tek undir með Guðjóni, myndi taka óverðtryggt með breytilegum vöxtum. Óverðtryggðir vextir eru lágir í dag, og með breytilegum vöxtum er ekkert uppgreiðslugjald. Það er því "lítið" mál að endurfjármagna ef þú sérð fram á að það sé hagstæðara seinna meir.GuðjónR skrifaði:Í dag myndi ég fara í óverðtryggt með breytilegum vöxtum.
Er með ca. 23M lán af ca. 60M eign.
Fjórfaldaði nýlega skuldsetninguna, úr 13m upp í 52m (85m eign), en leyfði mér það bara því við ráðum vel við óverðtryggðu vextina, og gátum útbúið íbúð í bílskúrnum sem skilar ca. 120þús kalli á mánuði eftir skatt, hita og rafmagn. Það stendur undir rúmlega helmingnum af afborgunum í dag.
Væri hræddur við verðtryggt í dag, en ég hef reyndar sagt þetta frá því ég tók fyrst lán 2015...
fer úr 28m í 48m.......68m eign
Allt gengur upp og alveg rúmlega, er að kasta mer i djupulaugina en ástæðan er í raun að þetta eru einu húsin í hverfinu minu sem eru á þessu verði sem henta okkur..... annað er of lítið, er í blokk ekki með garði eða kostar 110m eða meira
Svo í raun er helsta ástæðan að þetta er eina eignin og eini möguleikinn að fá pláss fyrir alla og vera i hverfinu sem við viljum
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Held að 40% hækkun sé bara lítið í dag... 2-3x földun virðist nú frekar vera málið.... (lægri vextir og margt kemur betur út þökk sé aurbjörgu)
Óverðtryggt breytilegt er eina vitið í dag nema þú haldir að vextir hækka þá getur verið sniðugt að festa vexti en allt slíkt er bara "getgátur" og semi gamble. Alltaf hægt að breyta lánum og gleymum ekki ......að þú ert ekki með fjármálafyrirtækinu þínu í liði frekar en tölvuframleiðendum/örgjörva (intel/amd - nvidia/amd etc)
Óverðtryggt breytilegt er eina vitið í dag nema þú haldir að vextir hækka þá getur verið sniðugt að festa vexti en allt slíkt er bara "getgátur" og semi gamble. Alltaf hægt að breyta lánum og gleymum ekki ......að þú ert ekki með fjármálafyrirtækinu þínu í liði frekar en tölvuframleiðendum/örgjörva (intel/amd - nvidia/amd etc)
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Ég er með frekar nýtt óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum... Seðlabankinn breytti ekki stýrivöxtum á síðasta fundi en það sem vekur dáldið óöryggi er orðalagið sem varaseðlabankastjóri lætur út úr sér í þessu viðtali. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/
Ætti maður kannski að fara að huga að því að festa vextina? Verðbólga virðist vera á uppleið, krónan fellur endalaust o.s.frv.
Þannig að gefur vísbendingar um að fólk innan Seðlabankans vilji ekki þetta lágvaxtastig heldur mun frekar hávaxtastigið sem hefur alla tíð verið á þessu landi þar til núna. Miðað við vextina á mínu láni þá finnst þeim eðlilegt að vextirnir á því ættu að vera um 7%.Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi t.d. komið fram að „hlutlausir“ stýrivextir væru um 4,5%, eða 3,5 prósentum hærri en núverandi meginvextir bankans.
Ætti maður kannski að fara að huga að því að festa vextina? Verðbólga virðist vera á uppleið, krónan fellur endalaust o.s.frv.
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Mitt policy er að vera bara viðbúinn. Ólíklegt að þeir hækki vextina um meira en 0.25% eða 0.5% í einni ákvörðun, og þá metur maður stöðuna, hvort maður drífi í að endurfjármagna yfir í fasta vexti eða ekki.falcon1 skrifaði:Þannig að gefur vísbendingar um að fólk innan Seðlabankans vilji ekki þetta lágvaxtastig heldur mun frekar hávaxtastigið sem hefur alla tíð verið á þessu landi þar til núna. Miðað við vextina á mínu láni þá finnst þeim eðlilegt að vextirnir á því ættu að vera um 7%.
Ætti maður kannski að fara að huga að því að festa vextina? Verðbólga virðist vera á uppleið, krónan fellur endalaust o.s.frv.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Já, maður verður að vera í það minnsta tilbúinn með aðgerðaráætlun ef útlit er fyrir að vextirnir fari óhagstæða átt. Ég á samt erfitt með að sjá hvernig þeir myndu rökstyðja vaxtahækkun þegar allt er enn í frosti vegna COVID.Klemmi skrifaði:Mitt policy er að vera bara viðbúinn. Ólíklegt að þeir hækki vextina um meira en 0.25% eða 0.5% í einni ákvörðun, og þá metur maður stöðuna, hvort maður drífi í að endurfjármagna yfir í fasta vexti eða ekki.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Sko ég myndi ekki láta þetta rugla þig samt of mikið. Vextir allsstaðar í heiminum á meðan Covid verða 0% eða negatívir í stóru mörkuðunum. Þá getur Ísland alveg leyft sér að vera í 1%. Seðlabankinn gæti lent í mjög óþæginlegri stöðu ( svipað og Evrópski Seðlabankinn ) að geta ekki hækkað vextina án þess að drepa eftirspurn. Seðlabankinn getur það svo sannarlega ekki núna þegar atvinnuleysi eykst.falcon1 skrifaði:Ég er með frekar nýtt óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum... Seðlabankinn breytti ekki stýrivöxtum á síðasta fundi en það sem vekur dáldið óöryggi er orðalagið sem varaseðlabankastjóri lætur út úr sér í þessu viðtali. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/
Þannig að gefur vísbendingar um að fólk innan Seðlabankans vilji ekki þetta lágvaxtastig heldur mun frekar hávaxtastigið sem hefur alla tíð verið á þessu landi þar til núna. Miðað við vextina á mínu láni þá finnst þeim eðlilegt að vextirnir á því ættu að vera um 7%.Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi t.d. komið fram að „hlutlausir“ stýrivextir væru um 4,5%, eða 3,5 prósentum hærri en núverandi meginvextir bankans.
Ætti maður kannski að fara að huga að því að festa vextina? Verðbólga virðist vera á uppleið, krónan fellur endalaust o.s.frv.
Til að halda vöxtum lágum væri í raun og veru best að sem flestir endurfjármögnuðu þar sem þá munu öll reiknilíkön sína fram á drep á innlendri eftirspurn. Rannveig og Ásgeir virðast heldur ekkert vera sammála ( samanber að hún er búin að sækja um vinnu annarsstaðra ).
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
Siðblinda.falcon1 skrifaði:Hvað er nú þetta? https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... ryggd_lan/
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 233
- Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarlán, séreignarsparnaður og fleira
47 miljónir eftir í afborgun. Keyptum í mars á þessu ári. Erum með óverðtryggt með breytilegum vöktum og erum að borga sirka 226 þúsund á mánuði eins og er. Vorum hins vegar að leigja í álftamýrinni og þá vorum við að borga 300 þúsund á mánuði