Nú þegar nýjar kynslóðir af PS/XBOX eru handan við hornið, og framboðið af notuðum vélum mikið, þá smellti ég mér á eina PS4 Pro. Bæði af því að ég hef aldrei átt plebba áður, og að skyndiákvarðanir eru drasl.
Það sem mig langar að spyrja: Hvernig bera menn sig eftir því að kaupa Playstation Plus eða bara digital leiki á psn yfir höfuð? Ég fæ allavega neitun á kortið mitt og paypal. Eru menn að nota þessi inneignarkort sem er hundleiðinlegt skítmix eða eru menn að skrá einhver heimilisföng á kortin hjá sér? Eitthvað annað?
U.S.?
U.K?
Annað sem ég veit ekki um?
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Ég held að ég sé bara með allt skráð á Íslandi og engin vandamál.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Ég er með US account og PS+. Kaupi inneign beint af Amazon(.com), ekki third party/Marketplace. Ég þarf bara að muna að vera með heimilisfangið mitt sett í Bandaríkjunum en ekki Bretlandi þegar ég kaupi inneignina (ég skipti oft á milli útaf Audible og Kindle). Ekkert kortastúss eða heimilsföng á korti sem þarf til og maður fær 100% af inneigninni.
US accountinn getur oft verið betri, lægri verð þar en á EU búðinni.