Ég er að velta fyrir mér Dolby Atmos kerfi og rak augun í þetta tilboð: https://elko.is/samsung-hwq76rxe-soundbar sem má svo væntanlega para með þessum: https://ormsson.is/product/samsung-bakh ... -f-hw-m460 til þess að fá alvöru surround.
Ég hef aldrei sett upp surround kerfi áður svo mig langaði að athuga hvort einhver hefði reynslu af þessu og hvort þetta atmos virkaði "í alvörunni" eða hvort maður þyrfti jafnvel að fara í dýrari pakka. Er með Nvidia Shield sem ég nota fyrir Netflix, Prime, Plex og auðvitað RÚV og er einnig að pæla í því hvort það þurfi mikið að stilla þetta svo græjurnar tali saman eða hvort það gerist bara natively.
Væri gaman að heyra frá einhverjum með Atmos kerfi og jafnvel Android TV box líka
