En ok svona er staðan. Ég spila mikið af nokkuð krefjandi tölvuleikjum og er að finna fyrir því að tölvan mín sem er núna orðin kannski fjögurra ára gömul er farin að vera með ves. Planið var að kaupa í hana stærra RAM í sumar, aðalega útaf því að ég fæst mikið við myndvinnslu og 8gb RAM er ekki beint að gera sig þegar ég ætla reyna að sinna því áhugamáli. Kemur svo í ljós þegar ég fer að skoða hvað var sett í turninn minn að flest þarna inní er orðið úrelt (Held ég).
Ég get keypt nýja hluti í hana hér en ég er búin að skoða íhluti á netinu og er að spá hvort að það sé þess virði að fá þá frá útlöndum. Borgar það sig eða mun tollurinn bæta einhverju rosalegu á þá?
Markmiðið er að tölvan endist mér næstu árin án þess að bræða úr sér þegar ég spila kapal, en leikirnir sem ég er að hugsa um einmitt núna eru Cyberpunk 2077 og BG3. Myndvinnslu forritin sem ég fæst síðan við sem eru smá krefjandi eru Zbrush, blender, Photoshop og önnur svipuð forrit.
8GB RAM er enganveginn að gera sig, örgjörvinn og skjákortið eru líka að verða svolítið steingerð (Held ég).
Þetta er það sem er inni í henni:
CPU: Intel Core i5-6600 3.30GHz
GPU: NVIDIA GeForce GTX 970
Móðurborð: Intel Gigabyte Z170X-Gaming 3
8 GB RAM (Veit ekkert meira en það)
250 GB SSD & 2 TB venjulegur harður diskur.
Budgetið er ekkert vandamál þannig, en ef það væri hægt að koma henni í betra stand fyrir minna en 200 þúsund þá væri það mega næs.
Takk fyrir að lesa þetta, vég vona að ég sé ekki að brjóta neinar reglur og vonandi getur einhver hjálpað mér með þetta
