Fartölva fyrir eldri mann?

Svara

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af hundur »

Góðan og blessaðan. Nú er faðir minn orðinn sjötugur og nýhættur að vinna. Vinnan er hætt að skaffa honum tölvu og því þarf kallinn að splæsa í nýja.

Hann notar word mikið og internetið auðvitað - en ekki mikið meira en það. Hann hefur unnið á Windows kerfinu í gegnum tíðina (veit ekki hvort hann myndi höndla Office pakkann á mac...).

Er að leita að einhverju sem er ódýrt en nógu gott - helst þannig að það endist vel og sé traustbyggt. Meiri áhersla á góðan skjá, mús og lyklaborð frekar en hraða.

Hvaða tölvum mynduð þið geta mælt með fyrir kappann?

Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 320
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af Dóri S. »

Lenovo Thinkpad, ertu að leita að notaðri eða ætlar þú að kaupa nýja?
Ryzen 5950x, Arctic Liquid freezer II 240, Palit 3070, 64 gb 3200mhz G.skill, 1tb gen4 m.2, 512 gb nvme, 2x 250 gb samsung ssd, Asrock PG Velocita X570, 850w psu, Be Quiet! Kassi.
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af ChopTheDoggie »

Ég mæli allavega með annaðhvort ThinkPad eins og Dóri segir eða Macbook Air/Pro tölvurnar ef hann er tilbúin að færa yfir í MacOS.
Last edited by ChopTheDoggie on Fim 25. Jún 2020 20:02, edited 1 time in total.
ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af hundur »

Hann myndi ekki setja það fyrir sig að kaupa notað.

Á sjálfur Macbook frá 2014 og hún slær ekki feilpúst - væri draumur að finna PC vél sem væri jafn vel byggð.

Ég hef reynslu af ódýrari Thinkpad vélunum (Thinkpad Edge, átti tvær frá 2009-2015) og var ekkert sérlega heillaður og fannst þjónustan í Nýherja ekki góð. Hafa þær eitthvað breyst - hvaða týpum væri maður nokkuð safe með?

Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 232
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af Hallipalli »

hundur skrifaði:Hann myndi ekki setja það fyrir sig að kaupa notað.

Á sjálfur Macbook frá 2014 og hún slær ekki feilpúst - væri draumur að finna PC vél sem væri jafn vel byggð.

Ég hef reynslu af ódýrari Thinkpad vélunum (Thinkpad Edge, átti tvær frá 2009-2015) og var ekkert sérlega heillaður og fannst þjónustan í Nýherja ekki góð. Hafa þær eitthvað breyst - hvaða týpum væri maður nokkuð safe með?
En bara setja WIN10 á macbook?
Skjámynd

peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Póstur af peturthorra »

Macbook, bootcamp og málið dautt.
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Svara