Sjónvarp, 75" eða OLED

Svara

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af kjartanbj »

Núna er maður að spá í sjónvarps uppfærslu, er með gamalt 55" sjónvarp sem er kominn tími á að uppfæra , það má alveg kosta en samt ekki eitthvað út úr kú, mig langar í OLED sjónvarp en þau eru öll 65" sem ég hef fundið á viðráðanlegu verði, hinsvegar langar mig líka í 75" , hvað mynduð þið gera , ég nenni ekki að flytja inn sjónvarp, vill bara kaupa eitthvað sem fæst hér á landi

einarsveinn
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 30. Apr 2020 19:37
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af einarsveinn »

https://www.rafland.is/product/55-oled- ... g-oled55c9
flott Oled C9 módelið frá Lg, fær frábæra dóma.

https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... ed-q7-2019
svo er það Samsung með sitt Qled, þetta er flott tæki, ef þú vilt það flottasta í Qled þá ferðu í Q90R en þetta kostar sitt!
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... d-q90-2019
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af svanur08 »

QLED er bara sölubrella, þetta er bara LCD.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af Dúlli »

Keypti á um daginn 75" LG nanocell tæki, það er geðveikt
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af appel »

Var í sömu pælingum fyrir ári síðan, 65" oled eða 75" venjulegt led, stærð vs myndgæði.

Ég valdi 75" því það var mun ódýrara heldur en 65" oled, 260 þ vs. 360 þús. Keypti Samsung NU8000 75", sem er bara ljómandi fínt tæki.

En þetta fer líka eftir notkunin. Ef þú ert bara að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsseríur, þá gæti oled verið málið, en ef þú ert að nota tækið í allskonar, forrit, tengja við pc, leiki og svona, þá er venjulegt led eða qled betra... bara velja rétt fyrir leikina. Svo skiptir veggstærðin og rýmið málið, ekki allir með pláss fyrir 75".

Næst uppfæri ég í mini-led sjónvarp þegar það verður í boði, kannski 5 ár í það, en það er framtíðin, slátrar öllu í myndgæðum. Þegar þú sérð alvöru HDR í mini-led þá sannfærist þú, fullkominn svartur, emissive tækni einsog oled, og ekkert degradation eða burn-in einsog á oled.
Last edited by appel on Fim 11. Jún 2020 18:46, edited 1 time in total.
*-*

grimurkolbeins
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 388
Skráði sig: Þri 04. Feb 2014 19:07
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af grimurkolbeins »

Hvað er besta 65" tækið í leiki og á viðráðanlegu verði ?
Lenovo Legion y520 - Corsair 400c, ASUS ROG Strix GeForce® GTX 1080,Intel Core i7 6800K, Corsair H100i v2, ASUS ROG STRIX X99, ADATA SP550 (SSD)1tb, Corsair Force LE SSD (SSD)250gb, Corsair CX750m, Corsair Vengeance RGB 64GB

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af Bourne »

Eru ekki QLED sjónvörp með þokkalegu local dimming svipað dýr og OLED?

Ég er með Samsung QLED 6 series 65" 2018 mdl og finnst hlesti gallinn vera hvað local dimming er lélegt, ef senan er dökk og það er texti eða smá partur af skjánum ljós þá lýsist allt, mjög distracting. Held það sjónvarp hafi verið í kringum 250þ.
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af svanur08 »

Bourne skrifaði:Eru ekki QLED sjónvörp með þokkalegu local dimming svipað dýr og OLED?

Ég er með Samsung QLED 6 series 65" 2018 mdl og finnst hlesti gallinn vera hvað local dimming er lélegt, ef senan er dökk og það er texti eða smá partur af skjánum ljós þá lýsist allt, mjög distracting. Held það sjónvarp hafi verið í kringum 250þ.
Þetta local dimming er drasl, OLED er með pixel fyrir pixel black allt annað. En þessi QLED hafa miklu meiri HDR birtu en OLED hefur black level.
Last edited by svanur08 on Fim 11. Jún 2020 20:04, edited 1 time in total.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af Bourne »

svanur08 skrifaði:
Bourne skrifaði:Eru ekki QLED sjónvörp með þokkalegu local dimming svipað dýr og OLED?

Ég er með Samsung QLED 6 series 65" 2018 mdl og finnst hlesti gallinn vera hvað local dimming er lélegt, ef senan er dökk og það er texti eða smá partur af skjánum ljós þá lýsist allt, mjög distracting. Held það sjónvarp hafi verið í kringum 250þ.
Þetta local dimming er drasl, OLED er með pixel fyrir pixel black allt annað. En þessi QLED hafa miklu meiri HDR birtu en OLED hefur black level.
That's what I said, no?

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af kjartanbj »

Já þetta er erfitt Val finnst mér, en LG C9 er samt ofarlega á lista hjá mér eins og er, hér er mest horft á myndir og þætti, einstaka sinnum xbox spilun
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af svanur08 »

kjartanbj skrifaði:Já þetta er erfitt Val finnst mér, en LG C9 er samt ofarlega á lista hjá mér eins og er, hér er mest horft á myndir og þætti, einstaka sinnum xbox spilun
Þá myndi ég frekær fara í OLED þó það sé minna tæki.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af Farcry »

Smá input. Lg C9 er 2019 týpa

https://www.pocket-lint.com/tv/buyers-g ... est-lg-tvs

The C9 is one of our favourite TVs of the last couple of years from any brand. It's got a great set of features, with the core being a 4K OLED display that's brilliant regardless of what you're looking to watch or play on it. Little touches like including HDMI 2.1 make it a solid bet for the future, too, although it's now been updated by the LG CX models for 2020, which add a couple of additional picture modes, as well as a new a9 Gen 3 processor to boost picture performance and Nvidia G-Sync.

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af kjartanbj »

Veit að C9 er 2019 og Cx er nýja, en C9 kostar 450þ en CX kostar 570þ, það er aðeins of mikill munur
Farcry skrifaði:Smá input. Lg C9 er 2019 týpa

https://www.pocket-lint.com/tv/buyers-g ... est-lg-tvs

The C9 is one of our favourite TVs of the last couple of years from any brand. It's got a great set of features, with the core being a 4K OLED display that's brilliant regardless of what you're looking to watch or play on it. Little touches like including HDMI 2.1 make it a solid bet for the future, too, although it's now been updated by the LG CX models for 2020, which add a couple of additional picture modes, as well as a new a9 Gen 3 processor to boost picture performance and Nvidia G-Sync.
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af audiophile »

Lg CX er ekki það mikið betra en C9

https://youtu.be/NrRUTqfB_Ts
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af kusi »

Tja, eftir að hafa séð OLED og hefðbundin LCD sjónvörp hlið við hlið var augljóst fyrir mér hvað OLED skarar fram úr hvað myndgæði varðar. Ég tæki frekar minna OLED sjónvarp fram yfir stærra sjónvarp með hefðbundnum panel. Prófaðu að fara í t.d. Elko eða Rafland og sjá muninn. Í samanburðinum eru hefðbundnu tækin eins og gamalt snjáð sólarstranda auglýsingaplakat sem er búið að standa úti í glugga í 40 ár.

Hefðbundið tæki:
Mynd

Oled:
Mynd
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af GuðjónR »

Taktu með í reikninginn að innan þriggja ára er líklegt að þú verðir búinn að fá ljótt burnin í fína OLED tækið þitt.

Prags9
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af Prags9 »

GuðjónR skrifaði:Taktu með í reikninginn að innan þriggja ára er líklegt að þú verðir búinn að fá ljótt burnin í fína OLED tækið þitt.
Ég myndi kynna mér þetta betur, þú gætir verið að ganga út frá mjög gömlum uppls.
Burn in ætti ekki að vera mikið vandamál í dag, menn eru jafnvel margir hverjir farnir að skipta út tölvuskjánum út fyrir Oled.

C9 eigandi.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af GuðjónR »

Prags9 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Taktu með í reikninginn að innan þriggja ára er líklegt að þú verðir búinn að fá ljótt burnin í fína OLED tækið þitt.
Ég myndi kynna mér þetta betur, þú gætir verið að ganga út frá mjög gömlum uppls.
Burn in ætti ekki að vera mikið vandamál í dag, menn eru jafnvel margir hverjir farnir að skipta út tölvuskjánum út fyrir Oled.

C9 eigandi.
Nei, er ekki að ganga út frá upplýsingum. Er að vísa í eigin reynslu :)
Viðhengi
E3C5525F-5B5A-4C7B-A6BE-4A686F722CA3.jpeg
E3C5525F-5B5A-4C7B-A6BE-4A686F722CA3.jpeg (3.29 MiB) Skoðað 1781 sinnum
E1271C38-DC29-4464-BDFE-6045A0693FD1.jpeg
E1271C38-DC29-4464-BDFE-6045A0693FD1.jpeg (4.57 MiB) Skoðað 1781 sinnum
Last edited by GuðjónR on Fös 12. Jún 2020 21:35, edited 1 time in total.

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af kjartanbj »

Hef ekki miklar áhyggjur af burnin, nota mest apple tv og það er screensaver þar, og nota mjööög sjaldan spilarann, líklega einhver lausn á því til
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af GuðjónR »

kjartanbj skrifaði:Hef ekki miklar áhyggjur af burnin, nota mest apple tv og það er screensaver þar, og nota mjööög sjaldan spilarann, líklega einhver lausn á því til
Já engin þörf á áhyggjum en samt gott að vera meðvitaður. Nota líka AppleTV mest og screensaver kikkar inn eftir nokkrar mínútur.
Spilarinn hinsvegar virkjar ekki screensaverinn og þú þarft ekki annað en að gleyma þér einu sinni í hálftíma þá ertu kominn með varanlegu burnin.

Ef ég væri að kaupa TV í dag þá er ég ekki alveg viss hvað ég myndi gera. Svona burnin er dálítið turnoff.

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp, 75" eða OLED

Póstur af olihar »

Ef þú ert að fá burn in eftir hálftíma þá annaðhvort eru með algjörleg first gen og eða gallað tæki.

Held það sé tími á claim.
Svara