M365 fyrir stutt snatt (ég fór samt heilt sumar á svona hjóli úr Garðabæ niður í Skeifu og til baka).
M365 Pro fyrir þá sem eru að fara lengri og meira krefjandi leiðir (skemmtilegra hjól v. öflugri mótors og drængi).
Síðan eru það Zero hjólin.
Zero 8 er með tæplega 20% öflugri mótor en M365 Pro, öfluga fjöðrun en styttri drægni og þyngri - ég fer uþb. 10 km hvern einasta morgun, mest megnis sléttir og góðir vegir, ég þarf að halda á hjólinu upp 2 hæðir (stigi) og því hentar M365 mér betur, ef ég væri aftur á móti í miðbænum að þá væri Zero strax orðið líklegra til vinsælda þar sem stígar í miðbænum eru misgóðir.
Síðan eru það öll hin Zero hjólin.
Zero 8 Boosted kostar tæpar 100.000 kr, svipaða drægni og M365 Pro en með 67% öflugri mótor og öfluga fjörðun.
Þú ert með týpur þarna á milli (Zero 8, Zero 8 Super, Zero 9 os.frv) og loks High-End tækin, Zero 10X og Zero 10X Boosted. Það sem gerir 10X hjólin spennandi er
- 10" Dekk
- 2X +1000W mótorar
- Allt að 80 km drægni
- Alvöru-alvöru fjörðun
- Tvöfaldar diskabremsur
10X eru þó +35kg og kosta 200-240.000 kr - þau eru ekki að keppast við M365 eða Zero 8, þetta er allt annar klasi og hannað fyrir miklu meira en bara 2 km rúnt út í búð. Ég hef ekki fengið tækifæri til að prufa þessi tæki þannig ég get ekkert sagt um þau en mv. specc-ana þá eru þá mjög spennadi.
