Mig langar að kaupa mér annað hvort 2x 8TB eða 1x 12-16TB disk fyrir Plex hjá mér og sýnist verðin lang best í USA. Hvernig hafið þið verið að kaupa þetta, er best að nota einhverja þjónustu eins og shopusa eða er best að versla beint fyrir ákveðna aðila?
Ef þið lumið á góðum tilboðum eða ábendingum væri það snilld líka
Tók eitt dæmi, 4TB Seagate IronWolf. Sama verð heim komið og er í @tt, nema í @tt ertu með 2 ára ábyrgð hér heima.
Kom mér samt á óvart að það væri sama verð.. nokkrum krónum ódýrara í gegnum BHP miðað við kreditkorta gengið akkurrat núna (138.65).
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
fhrafnsson skrifaði: Einhver reynsla af því eða að nota USB3 utanáliggjandi harðan disk fyrir Plex?
Já, ég nota USB3 flakkara á móti Plex server (Plex media file-a) og það er allt í góðu. Hef reyndar ekki álagsprófað en mínar uppsetningar höndla allavegana 2 strauma.