Besta audio fyrir lítið herbergi?

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af appel »

Er doldið búinn að vera pæla í hljóði, horfi mikið á sjónvarp og hlusta á tónlist í svona litlu herbergi. Þá tengt við tölvuna.

Er núna búinn að vera með studio monitor (Adam t5v) og einnig búinn að vera með samsung 1000w heimabíógræju 5.1.

Heimabíógræjan er alveg ömurleg samanborið við studio monitora, greinilega barns síns tíma enda orðin ansi gömul.
En það sem studio monitorana vantar er meiri breidd og bassi, þó að hljóðið sé alveg mergjað... þá finnst mér eitthvað vanta.
Fékk að láni svona Sonos playbase til að prófa, en slökkti fljótt á því þar sem öll íbúðin nötraði.

Ég er enginn audio sérfræðingur, en elska að vera með gott audio. Þannig að hvað er málið í dag?

Er svona að hugsa um í kringum 150 þús kallinn í almennilegt.
*-*
Skjámynd

peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af peturthorra »

Ég er sjálfur með Sonos Playbase + 2x Sonos One, algjör draumur.

En er soldið heitur fyrir Bower and Wilkins Enchant 1300 sem fæst hjá Rafland. Lookar vel, myndi skoða það. Þeir bjóða einnig bassabox í Enchant línunni, ef menn vilja meira power.
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af Sallarólegur »

Ef þú ert sáttur við Adam þá geturðu prófað að bæta við subwoofer t.d.: https://verslun.origo.is/SelectProd?prodId=9695
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af gutti »

Ég er með svona frá https://ormsson.is/product/jamo-hatalarasett-hvitt-1 mjög gott sound best vera með subwoofer

JVJV
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Lau 13. Ágú 2016 19:57
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af JVJV »

Fátt sem ég elska meira en Play:5, langar svo í annan til heyra hvernig þeir væru í stereó í bara 15-20 fm rými.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af SolidFeather »

Sallarólegur skrifaði:Ef þú ert sáttur við Adam þá geturðu prófað að bæta við subwoofer t.d.: https://verslun.origo.is/SelectProd?prodId=9695
Ég er sammála þessu, prófa að bæta við bassaboxi.

Gætir líka prófað að fikta í HF og LF stillingunum aftaná hátölurunum til að spæsa upp sándið, eða náð í eitthvað equalizer forrit til að leika þér með.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af appel »

Ok, skoða að bæta við bassaboxi. Hvernig tengi ég það þá? Er með presonus audiobox itwo með 2 balanced út, left/right, en ekkert fyrir bassabox.
*-*
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af Sallarólegur »

appel skrifaði:Ok, skoða að bæta við bassaboxi. Hvernig tengi ég það þá? Er með presonus audiobox itwo með 2 balanced út, left/right, en ekkert fyrir bassabox.
Hljóðið fer inn í bassaboxið.

Svo úr bassaboxinu í hátalarana.

Svo stillirðu "hi pass" svo að hátalarnir séu ekki að reyna að "kreista" út lægstu bassatíðnirnar sem bassaboxið er að sjá um.
Viðhengi
hs8s.jpg
hs8s.jpg (62.86 KiB) Skoðað 1013 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af appel »

Sallarólegur skrifaði:
appel skrifaði:Ok, skoða að bæta við bassaboxi. Hvernig tengi ég það þá? Er með presonus audiobox itwo með 2 balanced út, left/right, en ekkert fyrir bassabox.
Hljóðið fer inn í bassaboxið.

Svo úr bassaboxinu í hátalarana.

Svo stillirðu "hi pass" svo að hátalarnir séu ekki að reyna að "kreista" út lægstu bassatíðnirnar sem bassaboxið er að sjá um.
Ah kúl, makes sense.
*-*
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af kiddi »

Ég hugsa að ég myndi byrja á að skipta út hátölurunum fyrir sterkari áður en þú kaupir 90þ. kr. bassabox. Ég er sjálfur umkringdur allsskonar studiomonitorum á skrifstofunni og þörfin fyrir bassabox aukalega er bara núll. Mackie HR824mk2, Genelec 8020 pör og stærri, ADAM A7X o.fl. Ég held að þessir Adam T5v - þó góðir séu, eru samt ansi litlir og aumir miðað við þá sem eru aðeins ofar í fæðukeðjunni :) Skoðaðu t.d. ADAM A3X par eða Yamaha HS8, vangefið hljóð úr þeim án bassaboxins. Persónulega hata ég ýktan bassa, hann eyðileggur allt, pissar í laugina. Góða við high-end hátalara er að þú getur verið að hlusta á heila sinfóníu í lægsta styrk og þú heyrir samt í öllum hljóðfærunum, og bassinn er þykkur en náttúrulegur á sama tíma.
Last edited by kiddi on Lau 30. Maí 2020 23:25, edited 1 time in total.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af Sallarólegur »

Bassabox er algjör killer fítus fyrir sjónvarpsgláp og suma tegund tónlistar, sérstaklega raftónlistar. Það þarf bara að passa að stilla það ekki hátt.

Um að gera að prófa. Annars eins og Kiddi nefnir, prófa HS8 líka.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Póstur af appel »

kiddi skrifaði:Ég hugsa að ég myndi byrja á að skipta út hátölurunum fyrir sterkari áður en þú kaupir 90þ. kr. bassabox. Ég er sjálfur umkringdur allsskonar studiomonitorum á skrifstofunni og þörfin fyrir bassabox aukalega er bara núll. Mackie HR824mk2, Genelec 8020 pör og stærri, ADAM A7X o.fl. Ég held að þessir Adam T5v - þó góðir séu, eru samt ansi litlir og aumir miðað við þá sem eru aðeins ofar í fæðukeðjunni :) Skoðaðu t.d. ADAM A3X par eða Yamaha HS8, vangefið hljóð úr þeim án bassaboxins. Persónulega hata ég ýktan bassa, hann eyðileggur allt, pissar í laugina. Góða við high-end hátalara er að þú getur verið að hlusta á heila sinfóníu í lægsta styrk og þú heyrir samt í öllum hljóðfærunum, og bassinn er þykkur en náttúrulegur á sama tíma.
Thanks alot kiddi :) vá hvað maður er nýgræðingur í þessu, alltof seint á ævinni lol :)
Ég er alveg til í að skoða eitthvað alveg nýtt ef það er gott. Það er ágætt að hafa prófað ýmis konar græjur til að heyra mismuninn, bara til að vita hvað er vont og hvað er betra. Adam t5v opnaði svolítið á nýja vídd í þessu, og þó frábærir þeir eru þá veit ég að það vantar eitthvað þarna. Fékk þá nokkuð ódýrt.

Já, ég er ekki hrifinn af of miklum bassa. Ég prófaði sonos playbase og bassinn olli því að ég fann fyrir allri steypunni í fjölbýlinu nötra. Ekki hollt fyrir langtíma sambúð með nágrönnum. Þurfti að slökkva á honum strax. Ekki það sem ég hafði í huga þó þetta er örugglega flott fyrir partí.

Einsog þú segir, ég vil græjur þar sem ég heyri öll hljóðin á lágum hljóðstyrk. Það er draumurinn. Skoða þessa græjur sem þú nefnir.
*-*
Svara