Ónýtt skjákort?

Svara

Höfundur
ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Ónýtt skjákort?

Póstur af ViktorS »

Ég ætlaði að henda SSD disk í gamla borðtölvu sem var mikið rykuð að innan og hefði ekki komist í loftpressu fyrr en daginn eftir svo ég ákvað ég að ryksuga örlítið. Síðan tengi ég diskinn og kveiki á tölvunni og þá vill skjárinn allt í einu meina að hann sé ekki tengdur við neina tölvu (virkaði fyrir þessar aðgerðir).

Gæti verið að ég hafi einhvernvegin náð að skemma skjákortið með ryksugunni? Er búinn að prófa að tengja annan skjá, aftengja og tengja skjákortið aftur og aftengja SSD diskinn og samt vill enginn skjár þekkja tölvuna.

Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af Heidar222 »

Já, ryksugan getur hafa myndað stöðurafmagn sem hefur síðan farið í kortið. Það er ekki algilt en alls ekki út úr myndinni.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af Klemmi »

Það eru því miður ágætis líkur... Það er hættulegt að ryksuga inn í tölvu, myndast auðveldlega stöðurafmagn sem getur skemmt tölvuíhluti :( .
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af einarhr »

Ertu búin að fara yfir öll tengi? Það getur eitthvað af þeim hafa losnað þegar þú varst að hamast á ryksugunni. En já hún getur möguleg eyðilagt vélbúnað en það skaðar ekki að fara yfir allt
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

Höfundur
ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af ViktorS »

einarhr skrifaði:Ertu búin að fara yfir öll tengi? Það getur eitthvað af þeim hafa losnað þegar þú varst að hamast á ryksugunni. En já hún getur möguleg eyðilagt vélbúnað en það skaðar ekki að fara yfir allt
Já ég fór yfir allar snúrur eftir minni bestu getu áðan þegar ég tók skjákortið úr og setti aftur í. Var samt ekki beint að hamast á ryksugunni, bara gera þetta bærilegra þar sem að þetta var vægast sagt ógeðslegt, þegar ég komst í loftpressuna áðan þá hvarf tölvan í reyk.

Er líklegt að aðrir hlutir hafi skemmst? Væri ekki bara sterkasti leikurinn að græja skjákort og vona það besta? Annars er þetta 10 ára gamalt og löngu tími á að uppfæra.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af Alfa »

Er þetta vél með innbyggðu skjákorti líka? Ef svo er þá geturðu prufað að starta henni án skjákortsins til að útiloka annað, nú eða prufað annað skjákort.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Höfundur
ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af ViktorS »

Jæja ég prófaði nýtt skjákort og ekkert gerðist. Prófaði að tengja skjáina við aðra tölvu og ekkert gerðist nema það birtist músarbendill á öðrum þeirra, annars allt svart.

Þannig ég hef greinilega náð að eyðileggja skjáina líka, er þá ekki frekar öruggt að allt sé bara komið í klessu? Ég eiginlega þori ekki að tengja annan skjá við ef að hann skyldi eyðileggjast líka.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af Klemmi »

Það er reyndar mjög skrítið... Myndi kíkja með dótið á verkstæði, skoðunargjald er oft í kringum 3-4þús, færð þá að vita hvað er að....
Þykir ótrúlegt að skjáirnir hafi farið við þetta :o
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af ViktorS »

Klemmi skrifaði:Það er reyndar mjög skrítið... Myndi kíkja með dótið á verkstæði, skoðunargjald er oft í kringum 3-4þús, færð þá að vita hvað er að....
Þykir ótrúlegt að skjáirnir hafi farið við þetta :o
Já ég veit ekki hvað skal segja, held ég kíki með þetta á verkstæði við tækifæri.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af jonsig »

Held að það sé lítil hjálp í að fara með þetta á heimilistölvu verkstæði. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir alvöru rafeindavirkjar þarna úti sem eru að bixa við svona.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af nonesenze »

ef þú treystir þér í það þá myndi ég taka aflgjafann úr og ath hvort þú finnir brunalykt, og taka bara laveg ALLT úr sambandi og aftengja og setja svo aftur saman og blása í öll tengi eða athuga skít eða ryk, svona áður en þú ferð að dæma eitthvað ónýtt eða fara með á verkstæði
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af jonsig »

Það er örugglega sniðugra að finna lausan enda á pcie eða laust 4 pinna AMP tengi og mæla hvort 12V- 5V séu ekki til staðar og setja á AC stillingu og sjá hvort riðstraumsgildið sé ekki pottþétt lægra en 10-20mV AC. Þyrfti helst að vera fjölsviðsmælir með true rms.
Last edited by jonsig on Þri 26. Maí 2020 22:14, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Höfundur
ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt skjákort?

Póstur af ViktorS »

Takk fyrir góð ráð!
Svara