30-50 fps í Warzone með 1060 gtx 6gb?

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: 30-50 fps í Warzone með 1060 gtx 6gb?

Póstur af Klemmi »

Rétt hjá nonesenze og Alfa, skjákortið er á vitlausum stað og mjög miklar líkur á því að það sé að takmarka.
Þessi rauf er PCI-E 2.0 og keyrir max á x4, en default á x2, þannig að líklega er hún að keyra kortið m.v. x2 hraða, sem er mjöööööög líklegur sökudólgur.

Færðu kortið upp í efri raufina og sjáðu hvort að málið sé ekki bara leyst.

Gætir nýtt tækifærið og gengið líka betur frá köplunum frá aflgjafanum, erfiðara að vinna í þessu svona og passa upp á að kaplarnir séu ekki í hættu á að rekast utan í viftur.
IMG_0370(1).JPEG
IMG_0370(1).JPEG (1.18 MiB) Skoðað 535 sinnum
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: 30-50 fps í Warzone með 1060 gtx 6gb?

Póstur af Alfa »

1. Kortið er staðsett í vitlausu slotti, það keyrir ekki á fullum hraða þarna, auk þess er það mun lélegra loftflæð þarna niðri.

2. Þú ert með 2 x 4gb í dual channel 1333mhz og 16gb í single channel, þú tapar nokkrum % þarna, bæði af því minnin er í raun ekki í dual channel og keyrir bara á 1333mhz í stað 1600, 1866 eða en betra 2400mhz (eins og til er í ddr3). NB þú ert takmarkaður við 1333mhz með þessi minni þó auðvitað, nema prufa yfirklukka þau.

3. Miðað við cable management í kassanum þá vantar mikið upp á loftflæði þarna, þó þú minnist á ca 57gr CPU og 60gr GPU þá bara finnst mér það ótrúlegt á CPU sérstaklega þar sem hann er mjög heitur, þetta er ekki merkileg kæling á henni og loftflæðið að henni er lélegt með alla þessa kapla þarna. Getur verið að CPU sé ekki að keyra á fullum hraða. Base ætti að vera 4ghz og turbo á 1-2 cores 4.4ghz, sérðu þennan hraða ingame?

4. Er pottþétt kveikt á hyperthreading, hef séð i5 (4xxx) (sem i7 er í raun ef ekki hyperthreading er í gangi) stöggla mikið og vera 100% CPU load í COD MW 2019.

5. Mæli með að setja upp MSI afterburner, og skoða upplýsingar þar. Getur sett upp graf og séð max og min osfv af þeim upplýsingum sem þig vantar.

https://www.youtube.com/watch?v=uIlMRRlKQGg
Last edited by Alfa on Fös 22. Maí 2020 13:30, edited 6 times in total.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 30-50 fps í Warzone með 1060 gtx 6gb?

Póstur af zaiLex »

Heyrðu þetta var málið, er núna með 70-80fps :D hyperthreading er á, takk fyrir hjálpina! :D já veit að cable management er í rugli :)
Last edited by zaiLex on Fös 22. Maí 2020 13:43, edited 1 time in total.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: 30-50 fps í Warzone með 1060 gtx 6gb?

Póstur af pepsico »

Snilld.
Svara