Mig vantar að láta scanna inn bodypart af bílnum hjá mér (mynd fyrir neðan), festingarnar eru brotnar, sést á festingunni fyrir miðju á myndinni td. og ég þarf að annaðhvort panta nýtt að utan sem kostar hellings pening, eða að láta scanna þetta inn, prenta svo út í plasti.
Hverjir myndu taka svona aðgerð að sér?
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Það að skanna inn svona hlut er bara brot af vinnunni í þessu, það þyrfti að laga geómetríuna og svo þyrfti líka að laga það sem er ónýtt á stykkinu hjá þér. Ég held persónulega að ég myndi frekar laga stykkið sem þú ert með ef það er úr fiberglass eða álíka.
Dóri S. skrifaði:Það að skanna inn svona hlut er bara brot af vinnunni í þessu, það þyrfti að laga geómetríuna og svo þyrfti líka að laga það sem er ónýtt á stykkinu hjá þér. Ég held persónulega að ég myndi frekar laga stykkið sem þú ert með ef það er úr fiberglass eða álíka.
Þetta er úr ABS plasti, hef látið gera við þetta áður hjá plastviðgerðarstofu hér.. Það dugaði skammt
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Að prenta þetta úr einhverju sem er jafn sterkt eða sterkara en steypt ABS er afar hæpið. Vandamálið er að þessi hlutur verður sennilega fyrir miklu grjótkasti. Steypt ABS er mjög durable þegar kemur að svoleiðis höggum, ég er hræddur um að sama úr hverju maður prentaði þá væri hætt við því sem er kallað "delamination", þ.e.a.s. að lögin myndu losna í sundur, kannski væri hægt að húða þetta með einhverju epoxy og kannski einhverju gúmmí efni í hlutanum sem snýr að dekkinu.
Ég myndi einnig mæla þeð því að taka partinn hinumegin og skanna hann ef hann er í betra standi.
En já sama hversu vel eða illa þetta prent myndi endast, þá yrði fyrsta prentið dýrt, en þú gætir basically verið í áskrift að þessu ansi lengi fyrir báðar hliðar áður en þú næðir 400.000kr. því vinnan við að skanna og laga til módelið fyrir prent væri dýri hlutinn, svo er hægt að prenta þetta aftur og aftur, sem ætti ekki að vera svo dýrt.
Last edited by Dóri S. on Þri 19. Maí 2020 07:21, edited 1 time in total.
https://www.3dprint.is/ væri sennilega besti staðurinn að hafa samband við varðandi prentunina. Ég veit ekki hvort þau eru líka að skanna, en þau ættu að geta hjálpað þér að finna einhvern. Ég gæti gert þetta, en ég er bara að skanna með photogrammetry sem er sennilega ekki nógu gott. Reyndar þegar ég hugsa mig um þá er Framtíðarstofan í Tækniskólanum með 3d skanna sem er hægt að fá afnot af.