Home Assistant

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Home Assistant

Póstur af Sallarólegur »

Er búinn að sanka að mér ýmis konar Arduino og Raspberry Pi græjum og langar að fikta meira með þetta. Bæði skjáa, skynjara og mótorpælingar.

Er núna að spá í að hella mér í Home Assistant.

Hefur einhver hér prófað það?
Hvaða project eru áhugaverð?

Ég er með Smartthings hub. Svo eina Alexu Echo Dot í láni. Er Echo málið eða á maður að skoða Google Assistant?
Hvernig spilar iPhone og Apple TV inn í þetta?

Það er PC laptop, Macbook, PC leikjavél, Apple TV, iPad, tveir iPhone og einn Android á heimilinu. Hvernig er best að tvinna þetta saman?
Viðhengi
hero_screenshot.png
hero_screenshot.png (23.32 KiB) Skoðað 3243 sinnum
demo.png
demo.png (106.85 KiB) Skoðað 3243 sinnum
hero.png
hero.png (146.77 KiB) Skoðað 3243 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af kjartanbj »

Mér finnst Alexa vera mun einfaldari heldur en Google assistant, pirrandi uppsetning á assistant, maður þarf að hola öllu í herbergi og allskonar vesen
Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af kusi »

Ég var að setja upp hjá mér Home Assistant um daginn.

Keyri það sem docker á "servernum" mínum (hauslausum turni í geymslunni) með Aeotec Z-Wave USB stick.

Með þessu get ég stýrt þremur Aeotec dimmerum sem eru í eldhúsinu og borðstofunni. Ég á eftir að taka rafmagnið í gegn í restinni af íbúðinni en þá er planið að setja samskonar dimmera í önnur herbergi. Um daginn pantaði ég reyndar Fibaro double switch sem ég á eftir að prófa mig áfram með. Við hann er víst hægt að tengja tvo rofa og þá t.d. láta einn rofa kveikja og slökkva á ljósi og hinn velja "scene" fyrir lýsingu. Nú eða bara gera hvað sem er, takkarnir senda "event" sem er hægt að láta Home Assistant pikka upp og gera hvað sem maður vill. Sýnist svo reyndar Aeotec dimmerarnir sem ég er með geta þetta líka en er ekki viss. Hugmyndin er þá að geta kveikt og slökkt á ljósum með öðrum rofanum og fletta svo í gegnum litasamsetningar með hinum. Er svo með eina Aeotec RGB ljósaperu, bara til að leika mér með í Home Assistant.

Pantaði mér svo að gamni Aeotec Multisensor sem nemur hreyfingu, rakastig, birtu ofl. en hef ekki tengt hann ennþá.


Varðandi Home Assistant þá var lítið mál að setja þetta upp og fá USB módúlinn til að virka. Aftur á móti hefur mér fundist sem þetta kerfi sé óþarflega þvælt og flókið og leiðbeiningarnar ekki mjög skýrar. Það hefur því tekið mig svolitla stund að fá þetta til að gera það litla sem þetta þó gerir núna (stýra ljósum, sýna veður, custom theme og einhverjir custom módúlar). En loksins þegar þetta virkar þá virðist það bara virka vel. Er mjög þjált og svarar vel.


Varðandi búnaðinn sem ég er með þá er hann ágætur held ég en núna þegar Zigbee virðist stefna í að verða ofaná sem endanlegur staðall þá velti ég fyrir mér hvort ég ætti að hætta að safna þessu Z-Wave dóti og færa mig yfir.


Að lokum, mér finnst gaman að dunda við þetta en ég verð að viðurkenna að ég sé reyndar ekki beint hagræðið af þessu eða tilganginn... En ég mun örugglega selja mér hugmyndina á endanum.

elri99
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af elri99 »

Setti upp Home Assistant Core á Freenas 11.3 serverinn minn. Þetta er sett upp sem plugin í jaili og er mjög einfallt í uppsetningu. Þekkir strax öll smart tælin á heimilinu sem eru aðalega IKEA dót.
Tengist líka UNIFI Controllernum sem er settur upp á sama hátt á servernum. Þannig sér Home Assistant öll tæki á netinu og getur brugðist við. Sér hver er heima og hver ekki.
Ekki komin lengra með fiktið en þetta lofar góðu. Hef ekki samanburð við Smartthings eða annað sambærilegt.
Hvernig gengur hjá þér Sallarólegur?
Last edited by elri99 on Mán 04. Maí 2020 21:10, edited 2 times in total.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af Hjaltiatla »

Er ennþá sjálfur að stilla mínu umhverfi heima og hvernig ég sé hlutina fyrir mér. er meðð hass.io uppsett en er ekki að nota neitt af viti (enn sem komið er). Vill ná að sjálfvirknivæða allar uppsetningar áður en ég fer útí að tengja snjall ofnloka,ljósaperur og.og svo framvegis
Reyni að keyra allar uppsetningar í config skrám eða sem scriptur. Gitea er frekar nett ef maður vill halda utan um dotfiles,scriptur og jafnvel setja upp Webhook á móti Github repo-i svo maður geti pullað niður til sín locally á sitt netkerfi þau project sem maður hefur áhuga á.

Þetta er frekar nett ef maður er að nota hass.io:https://community.home-assistant.io/t/c ... acs/121727
Last edited by Hjaltiatla on Mán 04. Maí 2020 20:43, edited 1 time in total.
Just do IT
  √
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af GullMoli »

Setti þetta upp fyrir nokkrum vikum hjá mér á Raspi 4.

Þettta er mjög skemmtilegt og auðvelt að gleyma sér í margar klukkustundir við fikt. Ég myndi þó ekki mæla með þessu fyrir hvern sem er þar sem ég þarf að Googla nánast hvern einasta hlut sem ég ætla að gera. Leiðbeiningarnar eru oft flottar en skortir eitt og annað.

Verslaði mér notaða Galaxy Tab og er að bíða eftir sérhönnaðari veggfestingu fyrir hana. Mæli með Wallpanel Android appinu ef þið eruð með lausa android spjaldtölvu. Það er open source og frítt app sem er sérstaklega hannað til að nota með t.d. Home Assistant og leyfir manni að nota front facing myndavélina sem motion sensor, þannig að það sé slökkt á skjánum nema einhver hreyfing sé numin.

Sonoff eru nýbyrjaðir að selja CC2531 USB Zigbee dongle á $4 sem virkar mjög vel með þessu. Nota það til að tala við Xiaomi (Aqara) hita og rakaskynjara. Sömuleiðis talar HA við Ring myndavélarnar, hýsir AdGuard (nýja PiHole), LifX perum, sýnir veðurspánna ásamt því að sýna Windy vindaspá yfir Íslandi, SpeedTest plugin sem keyrir reglulega og athugar niðurhal,upphal og ping ofl ofl.

Hérna er dæmi um einn tabbin minn:
Mynd
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Home Assistant

Póstur af mikkidan97 »

Ég setti svona upp á Raspbian í docker á Raspberry Pi 3. Hassio er málið, frekar en að nota standalone Home Assistant, það eru meiri möguleikar fyrir add-ons og þess háttar.

Mér finnst þetta alger snilld. Ég hef flestöll ljósin heima tengd við þetta, t.d. leyfir það mér að stjórna öllum ljósum sem tengd eru við þetta með Samsung Gear 2 úrinu mínu. Mjög þægilegt þegar ég er á leiðinni út að ýta bara á einn takka á úrinu í staðinn fyrir að ganga um alla íbúðina að slökkva ljós. Ég er líka með Philips Hue kit og nýlega voru þeir að bæta við stuðningi fyrir Hue fjarstýringuna (Er yfirleitt með hana inni í herbergi, en stillti hana til að slökkva öll ljósin í íbúðinni með því að halda inni off takkanum) Ljósin sem ég hef náð að tengja við Home Assistant eru t.d. hræódýrar Tuya RGB perur, venjulegt ikea Led loftljós, með ódýrum auka gæja sem keyrir svipað stýrikerfi og tuya ásamt því að vera með venjulegum takka á veggnum og virkar sem dimmer, nokkrar Hue ljósaperur og planið í framtíðinni er að bæta við ESP8266 smátölvu í kaffivélina, þvottavélina og þurrkarann til að geta stjórnað því líka :megasmile

Ég get líka stjórnað sjónvarpinu mínu (kveikt, slökkt, skipt um rás, hækka, lækka, o.s.frv.), bætti Spotify Connect við gamla heimabíóið (Þar sem að pi-inn er í sama skáp) og ég er líka að skoða að henda gamalli Windows spjaldtölvu sem er að safna ryki í geymslunni hjá mér uppá vegg með upplýsingum um hitt og þetta.

Einnig setti ég líka resource monitor á routernum hjá mér þar sem ég get fylgst með cpu hitastigi, viftuhraða o.þ.h. í gegnum SNMP á Home Assistant.

Svo líka er ég með Unifi Controller fyrir access punktinn á heimilinu, en hann er yfirleitt ekki í gangi, þar sem hann er frekar þungur i keyrslu, en virkar flott þegar mig vantar upplýsingar eða stilla access punktinn.

Maður getur alveg gjörsamlega gleymt sér í að setja upp reglur, automations, scriptur, add-ons og þannig í nokkra klukkutíma og þetta þarf heldur ekki að vera svo dýrt :D

Einnig er ég með nokkrar RGB viftur og hitaskynjara á leiðinni frá kína sem ég ætla að setja í sjónvarpsskápinn hjá mér sem ég get stjórnað í gegnum hass.io með GPIO pinnunum á Rpi, er samt ekki viss hvort ég noti hana eða bara Wemos D1 Mini sem er pínulítil ESP8266 tölva með wifi og alles og getur stjórnað viftunum með gögnum frá hitaskynjurunum. Ég er nefnilega með lokaðann 3ja hólfa ike skáp sem er með routernum, heimabíói og PS4 pro sem þarf að standa opinn þegar ég þarf að nota eitthvað af því og hann er vegghengdur Ég veit að það er ekkert mál að fá viftur sem eru hitastýrðar nú þegar, en þetta er meira svona hobbí verkefni fyrir mig. Cable management á eftir að vera martröð \:D/

Kannski ég geri póst um það þegar að því kemur :)
Last edited by mikkidan97 on Mið 06. Maí 2020 05:10, edited 1 time in total.
Bananas
Svara