Televisionary skrifaði:Grunnkostnaður er m.v. 10$ fyrir allt að 10 notendur á hverju leyfi fyrir sig fyrir 12 mánaða tímabil þ.e.a.s. þú færð ekki uppfærslur eftir þann tíma.
Ef mig misminnir eigi er ekki opinber stuðningur fyrir þetta í Docker frá Atlassian það er ágætt að hafa það í huga. Ég í það minnsta vildi halda í stuðning frá Atlassian þvi´að ég var með meira en 10 notendur ef eitthvað klikkaði.
Lítil sýndarvél eða VPS dugir ágætlega í þetta. Ég keyrði stærri vélar í production umhverfinu hjá mér og nýtti óspart snapshot/backup á þessum vélum hjá hýsingaraðilanum.
Eitt sem er ágætt að muna að SSL uppsetningin er frekar leiðinleg á þessu og þú þyrftir að eiga við hana eftir hverja uppfærslu. Það reyndist best að hafa http(s) proxy fyrir framan þetta samanber Apache eða Nginx eftir því hvað þér líkar betur. Þá þurfti ég bara að ýta einni config skrá eftir uppfærslur sem var með breytingum er varðaði SSL portin.
Mér sýnist þeir supporta docker umhverfi:
https://hub.docker.com/u/atlassian
Ég er allavegana að keyra Confluence server (í trial) á docker container og tengist við mysql server á sömu vél.
Ég er að vinna í því að prófa að restore-a mysql afriti á annari host vél áður en ég treysti þessari uppsetningu.
Eitthvað fiff í ákveðinni confluence.cfg.xml skrá sem þarf að breyta ef ip talan er önnur en upprunalega host vélin.
Ég reikna með að nota wireguard til að tengjast við kerfin (slepp þá við allt SSL föndur). Er með wireguard client uppsettan á öllum tækjunum mínum til að tengjast við heimanetið.