Windows 10 random hökt - *Lagað*

Svara
Skjámynd

Höfundur
ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Staða: Ótengdur

Windows 10 random hökt - *Lagað*

Póstur af ArnarF »

Sælir félagar

Eftir að hafa mitt besta og nýtt frænda Google helvíti mikið síðustu daga þá verð ég að koma þessu hingað á spjallið þar sem ég er við það að missa geðheilsuna á þessu vandamáli.

Tölvan er semsagt að frjósa svakalega randomly, þá meina ég allt frýs, músin, browserinn, word skjalið, allt sem er á skjánum í svona sirka 1-2 sekúndur, stundum 2-3 í röð, það er engin föst regla á þessu svo eftir að þetta gerist 2-3 sinnum þá virkar allt í góðu kannski næstu 40 mínúturnar eða í 15 mínútur eða klukkutíma osf.

Það breytir engu hvort ég er í tölvuleik, horfa á myndband eða bara gera verkefni í tölvunni, ekkert sem "triggerar" þetta.

Búinn að uppfæra driverinn fyrir skjákortið, uppfæra allar nýjustu uppfærslur frá windows updates, Malwarebytes (Premium) skynjar engann vírus eða því um líkt.

Upplýsingar um tölvuna :

Gigabyte Z170X Ultra Gaming
Intel i7-6700K (stock hraði)
GeForce GTX1080
3200MHz Corsair Vengeance CL16 (2x16GB)
Samsung m2 950 PRO (windows á þessum og leikir osf) svo 4 aðrir venjulegur HDD sem geymsla

Allar ábendingar vel þegnar.
Last edited by ArnarF on Þri 28. Apr 2020 15:32, edited 1 time in total.
Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af asgeireg »

Ertu búinn að uppfæra BIOS?

Edit.
Og uppfæra chipset.
Last edited by asgeireg on Mán 27. Apr 2020 15:50, edited 1 time in total.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af Hjaltiatla »

Skoða Event viewer (eða einfaldari útgáfuna) Reliability monitor.

Getur byrjað á að gera clean boot og þannig bootaru tölvunni með "minimal set of drivers og startup programs,"
https://support.microsoft.com/en-us/hel ... in-windows
Just do IT
  √
Skjámynd

Höfundur
ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af ArnarF »

Ekki langt síðan ég uppfærði í 1903 útgáfuna hjá Windows og sé að það er updates á Chipsets fyrir 1903 hjá Gigabyte, ætla prófa það fyrst og ef þetta gerist áfram vinna mig í BIOS update og/eða clean boot

Læt ykkur vita með framvinduna næstu daga, kærar þakkir fyrir þetta
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af Sultukrukka »

Long shot bilanagreining en alveg þess virði að skoða.

Tölvan hjá mér var að frjósa í tíma og ótíma þannig það tók örugglega hálft ár að bilanagreina hvað nákvæmlega væri sökudólgurinn.

Það var snúran á Logitech mús, snúran var með ofna hulsu utam um víra, með tímanum urðu vírar inn í hulsu byrjaðir að skammhleypa USB portinu sem olli fyrst bara nettu hökti en svo full on system krassi.

Mynd- Svona braided cable var á músinni hjá mér.

Auðvelt að bilanagreina þetta, plögga bara inn annari mús og sjá hvort að það sé málið.

Ég Keypti svo nýja snúru af Ali, swappaði henni út og fékk alveg góð 3-4 ár áður en músin gaf svo loks upp öndina.
Last edited by Sultukrukka on Mán 27. Apr 2020 16:37, edited 2 times in total.

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af Diddmaster »

Ég er með þetta sama vandamál búinn að prufa allt þetta skánaði en lagaðist ekki við nýtt clean install af win 10 og öllum drivers bios er og var up to date fyrir nýtt innstal virkaði reboot í 2tíma og 54 mín eftir það varð tölvan næstum ònothæf eftir nýtt install er þetta mikið skárra og er hætt að gera tölvuna ònothæfa hökti ekkert í 3 daga cirka og reboot gefur frið í cirka 6 til 8 tíma eftir það versnar þetta með tímanum en er hætt að trufla mig núna er mest að horfa á youtube svo það er ekki mikið álag á tölvunni
Meira segja slökti á öllum ònauðsinnilegum forritum og hafði bara task manager opinn til að leita að spækum sem gætu teingst þessu beið spenntur eða þannig eftir hökti sá ekkert òeðlilegt þegar spækar koma hef ekki prufað Event viewer eða skipta um snúrur er með 5m langa usb3 active snúru og 5m af fiber optic hdmi snúru
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

Höfundur
ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af ArnarF »

Ég prófaði að uppfæra Chipset og að færa þráðlausa sendinn fyrir músina sem var í rauða USB 3.1 slottinu og setti hann í venjulegt slot.

Síðan þá hef ég ekki ennþá lent í neinu hökti, ætla gefa þessu nokkra tíma / daga í viðbót áður en ég staðfesti að það var annaðhvort af þessu sem lagaði þetta.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af Sallarólegur »

Taktu allt USB úr sambandi og prófaðu nýja mús og lyklaborð
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - HJÁLP

Póstur af ArnarF »

Hingað til hefur ekkert hökt gerst þannig mér finnst líklegt að þetta hafi verið eins og var útskýrt hér að ofan með USB slottið, þeas að hafa litla þráðlausa sendinn fyrir Logitech músina í USB 3.1 hafi eitthvað átt í hlut þar.

Þakka kærlega fyrir allar ábendingarnar og aðstoðina frá ykkur félögunum :happy
Skjámynd

pwr
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Sun 19. Jan 2014 20:59
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 random hökt - *Lagað*

Póstur af pwr »

Bara svona fyrir framtíðarsakir, ef einhver skyldi rata inná þennan þráð með sama vandamál og þessi lausn virkar ekki;

Ég var með sama vandamál í gangi (random hökt í nokkrar sekúndur á algjörlega random tímum) í hátt í hálft ár eða þangað til að ég ákvað að upgradea storage diskana hjá mér úr HDD í SSD eftir að ég tók eftir því að þetta gerðist líka þegar ég "opnaði" diskana í Windows Explorer. Um leið og ég aftengdi HDD diskana hvarf þetta vandamál loksins.

Ég var ekki með neitt forrit installað á þessum diskum en ég var reyndar með sömpl/hljóðfæla og plugins foldera sem ég nota við tónlist á þeim diskum en höktin voru að gerast þó að þau forrit sem vísa í þær möppur hafi ekki verið í gangi.
gtx1070fx8350h100i16gb990fx750w4x24.
Svara