[ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

[ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

Er að leita að gömlu skjákorti td ATI Rage 3D eða sambærilegu. PCI kort
Væri líka til í að vita af gömlum PC tölvum/skjám/íhlutum frá sama tímabili, eldra en 1990 er líka vel þegið
Last edited by roadwarrior on Sun 26. Apr 2020 18:37, edited 2 times in total.

intelamd
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 12. Mar 2012 18:34
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af intelamd »

Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

intelamd skrifaði:ég á AGP kort handa þér
https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-S-V ... B001QMM6NU
Ekki alveg það sem ég var að spá í en takk samt fyrir :happy
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af Hnykill »

Hvaða verkefni ert þú að vinna í ef ég má spyrja. fáir sem biðja um svona gamlan vélbúnað. ertu að setja saman retro gaming vél kannski? eða reyna ná einhverju low end score í 3dMark ?
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af einarn »

Á eitthvað af retro dóti eg skal skoða hvað hvað ég er með veit að ég er með nokkur rage kort. Vjæri meira til í eitthver skipti frekar enn beina sölu. Er lika með nokkrar túbur sem ég gæti hugsanlega látið frá mér.
Last edited by einarn on Fös 17. Apr 2020 21:22, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

Ég er með eina gamla 486DX ( Sorry á að vera 200Mhz MMX Pentium) Deawoo vél sem ég er að dunda mér við. Er með DOS á henni en er með vandræði með skjákortið sem er í henni. Eftir smá stund í notkunn sérstaklega þegar ég er að prufa leiki þá byrjar myndinn að titra. Er þess vegna að leita að "gamaldags" skjákorti PCI. Er basicly að prufa hvort það sé skjakortið sem er að stríða mér eða eitthvað annað. Þetta er 200mhz vél sem alltaf hefur verið í fjölskyldunni og ég tímdi ekki að henda á sínum tíma og ákvað að núna í vetur að dunda mér við að koma í gang og gera eitthvað skemmtilegt. :megasmile

2/4/8mb kort frá þessum tíma væri flott. Þetta er fyrir tíma alvöru 3D korta og ef ég vildi þá á ég eitt Voodoo3d 3.0 kort sem ég er að bræða meðmér að setja í hana

Svo þegar ég var byrjaður á að vesenast í þessari vél þá ákvað ég að smíða mér "nýja" vél. Ég átti "nýtt" ónotað AOpen PIII móðurborð sem ég fékk gefins fyrir langalöngu hér á vaktinni svo ég pantaði mér "nýjann" ónotaðann gamaldags turn kassa á eBay (mynd fyrir neðan) og flutti til landsins, nýtt minni og setti saman PIII 500mz vél og setti inná hana Win98SE.

Er búinn að vera að versla svona hitt og þetta á netinu erlendis í þessi dundverkefni mín og var að hugsa um að panta PCI skjákort að utan en ákvað að prufa að athuga hvort einhver hér á vaktinni ætti eitthvað sniðugt, póstþjónusta þessa dagana er svona upp og niður :baby

Væri alveg til í einn túbuskjá 17" eða 19" aðalega uppá fílinginn. Henti mínum gömlu fyrir nokkrum árum þegar þrengdist að um pláss hjá mér. Fórnaði skjánum í staðin fyrir að henda gömlu retro tölvunum mínum. Henti reyndar miklu af dóti sem ég sé dálítið mikið eftir núna :roll:
Er með tvo 21" 4:3 Dell skjai sem ég datt niður á fyrir stuttu síðan og nota þá fyrir þetta hobby mitt.

Þetta er svolítið eins og með bíladellu karla, þegar þeir eldast þá fara þeir að hugsa um gömlu bílana sem þeir ólust upp við og langar að eignast þá aftur.

Er td búinn að vera eltast við að finna gamla Victor PC tölvur sem voru seldar hér í kringum 1985-1990 en ekki fundi neina enþá

En á eina 286 Hyundai vél sem ég á eftir að setjast niður við og reyna að koma í gang, aðalega uppá gamanið :fly

Veit ekki hvað ég á sem ég gæti bíttað á en ég er tilbúinn að borga eitthvað smávegis fyrir það sem menn vilja láta en ef einhver vill gefa mér gamlar tölvur og tölvuteingda hluti frá þessum tíma þá slæ ég ekki hendinni á móti því :megasmile
ATX kassi.jpg
ATX kassi.jpg (167.8 KiB) Skoðað 4518 sinnum
Last edited by roadwarrior on Mán 27. Apr 2020 23:02, edited 2 times in total.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af einarn »

Get alveg gefið þér eitt rage kort, fyrst að þetta er troubleshooting issue. Ég skal gramsa i skápnum og sja hvað eg á af þeim. Minnir að eg eigi 2-3. Eg sendi þer pm ef ég finn þau.
Last edited by einarn on Fös 17. Apr 2020 23:24, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

einarn skrifaði:Get alveg gefið þér eitt rage kort, fyrst að þetta er troubleshooting issue. Ég skal gramsa i skápnum og sja hvað eg á af þeim. Minnir að eg eigi 2-3. Eg sendi þer pm ef ég finn þau.
Snilld vertu í bandi ef þú finnur eitthvað :happy
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af jonsig »

Nú er málið að setja retro vatnskælingu í þetta
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af jonsig »

Ég sá einhvern kobbi85 vera selja eitthvað svona gamalt rusl á bland. Eitthvað 3dfx old shit 3D rage held ég að það heiti en það er agp rauf
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

Enn að leita. Þarf ekki að vera eindilega ATI en þarf að vera PCI frá þessum árum :baby
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af jonsig »

Ebay? Örugglega selt á original fullu verði þar
Last edited by jonsig on Lau 25. Apr 2020 19:06, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

krissdadi
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af krissdadi »

Ég á nokkur veit ekki um ástand
Viðhengi
SmartSelect_20200425-194901_Gallery.jpg
SmartSelect_20200425-194901_Gallery.jpg (1.62 MiB) Skoðað 3827 sinnum
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

krissdadi skrifaði:Ég á nokkur veit ekki um ástand
Ekki alveg það sem ég er að leita að en takk samt :happy
jonsig skrifaði:Ebay? Örugglega selt á original fullu verði þar
Amm hef verið að skoða eBay. Enda trúlega á því að kaupa þar. Gallinn er sá að venjuleg póstþjónusta er ekki alveg að virka þessa dagana með stopulum flutningum til landsins með flugi þannig að þá reynir maður að athuga hvort einhver hér eigi svona. Það liggur við að maður fari að kafa ofan í ruslagámana hjá Sorpu til að sjá hvað er verið að henda þar :megasmile

Ef einhver veit af gömlum tölvum sem eru rjómagular (beigie), liggja uppí hillu og jafnvel stendur til að henda þá má hinn sami endilega hafa samband

Kortin sem ég er að leita að líta sirka svona út en tek það fram að þetta er bara viðmiðunar dæmi
Minnið í þeim er oftast ekki meira en ca 1-8mb (ekki gígabæti) :sleezyjoe
ATI.jpg
ATI.jpg (436.25 KiB) Skoðað 3675 sinnum
Last edited by roadwarrior on Sun 26. Apr 2020 16:42, edited 1 time in total.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af brain »

þig vantar semsagt 3DFX kort , en ekki regular skjákort ? Þessi kort þurftu önnur með, að mig minnir
Last edited by brain on Sun 26. Apr 2020 17:31, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

brain skrifaði:þig vantar semsagt 3DFX kort , en ekki regular skjákort ? Þessi kort þurftu önnur með, að mig minnir
Nei þessi kort eru sjálfstæð, þetta eru "forverar" alvöru 3D korta. Það fóru að koma fljótlega 3DFX kort eftir að þessi kort komu fram td Voodoo2 og Voodoo3 sem var "bætt við" með því að tengja stutt millistykki frá þessum skjákortum í Voodoo kortin og þannig náðu menn alvöru 3D áhrifum/reiknigetu.

Ég á eitt Voodoo3 kort en það þarf svona kort á undan. Myndin hér að neðan sýnir þetta. Meira að seigja eru 2 Voodoo kort teingd í SLI
3D Voodoo.jpg
3D Voodoo.jpg (53.85 KiB) Skoðað 3644 sinnum
Last edited by roadwarrior on Sun 26. Apr 2020 18:11, edited 2 times in total.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af brain »

en, vantar þig 3DFX kort eða skjákort ? það eru allir að sýna þér myndir af skjákortum, ekki 3DFX kortum.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

brain skrifaði:en, vantar þig 3DFX kort eða skjákort ? það eru allir að sýna þér myndir af skjákortum, ekki 3DFX kortum.
Já mig vantar venjulegt skjákort en öll þessi kort sem er búið að setja hér inn myndir af eða linka eru AGP eða nýrri gerðir af PCI kortum ;)
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af jonsig »

Endar með að þú notar 30ára psu og kveikir í einhverju
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

jonsig skrifaði:Endar með að þú notar 30ára psu og kveikir í einhverju
Been there, done that :megasmile
Reyndar fauk bara PSUinn annað slapp :D
Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af kusi »

Mig minnir að ég hafi átt svona Voodoo "add-on PCI" þrívíddarkort. Á haug af gömlu dóti frá þessum tíma (<= Pentium Pro 200MHz) en það er í kössum í geymsluhúsnæði sem ég þarf að gera mér ferð í. Hendi því hér inn ef ég gef mér tíma í þetta :)

geiri42
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 19. Jún 2013 23:22
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti 1990-2000 PCI

Póstur af geiri42 »

roadwarrior skrifaði:Ég er með eina gamla 486DX Deawoo vél sem ég er að dunda mér við...
Þetta er 200mhz vél...
Er til í dæminu að það sé einhver ruglingur þarna í gangi (þ.e. að þetta sé annað hvort 486/100MHz, eða þá Pentium/200MHz)? :popeyed

A.m.k. man ég ekki til þess að hægt hafi verið að fá 486-kubba sem keyrðu á meiri hraða en 100MHz (þá Intel 486DX4. Svo voru reyndar til einhverjir AMD-kubbar sem keyrðu á 120MHz). :sleezyjoe

Að vísu hafa einhverjir náð að skrúfa vélar með 486-móðurborðum upp fyrir 200MHZ (þá með því að skipta 486-kubbnum út fyrir 160MHz AMD 5x86-kubb og svo skrúfa aðeins upp nokkur gildi)...: :8)

https://www.vogons.org/viewtopic.php?t=33748
Vogons.org (NumerIK) - Pushing a 486 beyond 200MHz -achievable - 2012-10-22.png
Vogons.org (NumerIK) - Pushing a 486 beyond 200MHz -achievable - 2012-10-22.png (177.76 KiB) Skoðað 3382 sinnum
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

kusi skrifaði:Mig minnir að ég hafi átt svona Voodoo "add-on PCI" þrívíddarkort. Á haug af gömlu dóti frá þessum tíma (<= Pentium Pro 200MHz) en það er í kössum í geymsluhúsnæði sem ég þarf að gera mér ferð í. Hendi því hér inn ef ég gef mér tíma í þetta :)
Endilega hafðu mig í huga ef þú finnur eitthvað skemtilegt :happy
geiri42 skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Ég er með eina gamla 486DX Deawoo vél sem ég er að dunda mér við...
Þetta er 200mhz vél...
Er til í dæminu að það sé einhver ruglingur þarna í gangi (þ.e. að þetta sé annað hvort 486/100MHz, eða þá Pentium/200MHz)? :popeyed

A.m.k. man ég ekki til þess að hægt hafi verið að fá 486-kubba sem keyrðu á meiri hraða en 100MHz (þá Intel 486DX4. Svo voru reyndar til einhverjir AMD-kubbar sem keyrðu á 120MHz). :sleezyjoe

Að vísu hafa einhverjir náð að skrúfa vélar með 486-móðurborðum upp fyrir 200MHZ (þá með því að skipta 486-kubbnum út fyrir 160MHz AMD 5x86-kubb og svo skrúfa aðeins upp nokkur gildi)...: :8)
Hei þetta er rétt hjá þér :sleezyjoe
Mig var að misminna, þetta er Pentium 200MMX vél. Fór meira að seigja að gá að því, opnaði hana og las á örgjörvan. Er trúlega að rugla saman í kollinum á mér annari vél sem ég á og er 486DX 66mhz.
Færð tvo "thumbs up" fyrir þetta :happy :happy

Hérna eru tvær myndir innan úr henni og ein af boot skjánum fyrir þá sem ekki voru fæddir á þessum tíma :sleezyjoe
Seinasta myndinn er af skjákortinu sem er núna í henni og PCI slottið sem það hvílir í. Ekkert AGP slott í þessari :catgotmyballs
2020-04-27 22.41.37.jpg
2020-04-27 22.41.37.jpg (2.21 MiB) Skoðað 3321 sinnum
2020-04-27 22.49.47.jpg
2020-04-27 22.49.47.jpg (2.18 MiB) Skoðað 3321 sinnum
2020-04-27 22.49.52.jpg
2020-04-27 22.49.52.jpg (1.99 MiB) Skoðað 3321 sinnum
Last edited by roadwarrior on Mán 27. Apr 2020 23:04, edited 2 times in total.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af einarn »

Fann því miður ekkert rage pci kort, flest öll agp.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Gömlu skjákorti frá árunum 1990-2000 PCI

Póstur af roadwarrior »

einarn skrifaði:Fann því miður ekkert rage pci kort, flest öll agp.
Ekki málið. Takk fyrir að athuga þetta fyrir mig :happy
Svara